. - Hausmynd

.

Þjóðerniskennd og innflytjendamál

Þjóðerniskennd er ekki endilega það sama og þjóðerniskennd.  Klassísk eða rómantísk þjóðernisstefna, stundum nefnd frjálslynd þjóðernishyggja, á lítið skylt með þeirri stefnu sem elur á tortryggni alls sem erlent er.  Hin klassíska þjóðernisstefna var drifkraftur lýðræðisumbóta og kom á fót fyrstu nútíma lýðverldisríkjunum; Bandaríkjunum og fyrsta lýðveldi Frakklands.  Sú stefna hefur þá hugmyndafræði að valdið sé sem nærst fólkinu, en ekki hjá konungum eða fjarlægri yfirstétt - jafnvel í öðrum heimsálfum.  Þjóð er sá hópur fólks sem vegna landfræðilegrar og/eða menningarlegrar stöðu kýs að búa saman óháð því hvaðan fólkið kom.  Vegna þessa búa í mörgum þjóðum ýmis þjóðarbrot í sátt og samlyndi þar sem þau kusu að búa saman.

http://en.wikipedia.org/wiki/Liberal_nationalism

 


mbl.is Þjóðernisleg málefni efst á baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Axel Þór, æfinlega !

Mjög greinagóð samantekt; hjá þér.

En; hvað lýðræðið snertir, getur það skjótt, snúist upp í öndverðu sína, þegar misvitrir kálfar fara að höndla með völdin - eins; og dæmin sanna, allvíða.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason 4.6.2010 kl. 14:16

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Axel. Ég er einmitt að ljúka lestri skáldsögunnar "Market Forces" eftir Richard K. Morgan, sem gefur afar hrollvekjandi framtíðarsýn.

Innihaldinu er best lýst með tileinkun höfundarins:

"It´s [also] dedicated to all those, globally, whose lives have been wrecked or snuffed out by the Great Neoliberal Dream and Slash-and-Burn Globalization".

Morgan vísar einnig til Susan George í "The Lugano Report" og orða hennar:

"If the commercial banks, the official creditors, the Bank, the IMF, the TNCs, the money managers and the global elites were happy, who were we to complain?"

Eftir lesturinn er ég sannfærð um að eina meðalið gegn alþjóðavæðingu fjármagnseigenda er þjóðernishyggja. Jafnvel af hörðustu sort!

Kolbrún Hilmars, 4.6.2010 kl. 15:29

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Afsakaðu Axel, en innleggið mitt hér að ofan er eiginlega bara "teaser" eins og pressan orðar það. Það sem mér liggur á hjarta er betur komið á eigin vettvangi. :)

En hugmynd þína með þjóðerniskenndina greip ég á lofti því ég var einmitt að pæla í sömu hlutunum, að vísu á örlítið úthverfari hátt.

Kolbrún Hilmars, 4.6.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband