24.11.2010 | 16:58
Bréf til kjósenda
Hér fyrir neðan er bréf mitt til kjósenda sem verður vonandi birt í Morgunblaðinu og nokkrum landshlutablöðum þrátt fyrir birtingu hér.
Kæri kjósandi.
Laugardaginn 27. nóvember fara fram kosningar til stjórnlagaþings og þar sem ég er einn hinna fjölmörgu frambjóðenda vil ég segja þér aðeins frá mér og hverjar áherslur mínar eru.
Ég fæddist sléttum 60 árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki í Reykjavík. Ég ólst upp þar og í Neskaupstað. Ég hætti námi fljótlega eftir grunnskólanám og hef verið á vinnumarkaði síðan. Þegar ég var 18 ára gamall flutti ég úr Reykjavík til Neskaupstaðar og fékk vinnu hjá Síldarvinnslunni þar sem ég vann í tæp átta ár við fiskvinnslu. Ég ætlaði mér ekki að vera þar svo lengi, en ég kynntist pólskri konu sem er töluvert eldri en ég og varð ástfanginn af henni. Hún flutti hingað alfarið í kjölfarið ásamt dætrum sínum tveim sem ég lít á sem mín eigin börn. Því miður entist samband okkar ekki, en við erum samt góðir vinir. Í dag er ég giftur yndislegri konu frá Bandaríkjunum og við búum í Hveragerði.
Á meðan ég bjó fyrir austan tók ég virkan þátt í verkalýðsstarfi og var trúnaðarmaður í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar með sérstaka áherslu á erlenda starfsmenn og þeirra réttindi. Ég var líka í trúnaðarmannaráði AFLs og Alþýðusambands Austurlands. Ég hef alltaf haft skoðanir á stjórnmálum og það hefur náð nýjum hæðum þar sem ég tók þátt í stofnun Samtaka fullveldissinna og er í stjórn þeirra ásamt því að vera í stjórn suðurlandsdeildar Heimssýnar.
Þau atriði sem ég vil helst sjá breytast í stjórnarskrá lýðveldisins eru að íslenskt tal- og táknmál séu skilgreind sem opinber tungumál lýðveldisins, að ekki sé minnst á eitt trúfélag umfram annað, að ráðherra geti ekki jafnframt gegnt þingmennsku og síðast en ekki síst að vald almennings sem æðsta valds þjóðarinnar komi skýrt fram með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ég er ekki hlynntur fækkun þingmanna en vill beita mér fyrir kosningakerfi sem auðveldar röddum minnihlutahópa að heyrast á alþingi.
Ég hvet þig kæri kjósandi til að mæta á kjörstað þann 27. og nýta atkvæði þitt til að hafa áhrif á hverjir sitja þetta tímamótaþing.
Axel Þór Kolbeinsson
frambjóðandi númer 2336
Flokkur: Stjórnlagaþing | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Sæll, þetta er fínt kynningarbréf.
Ég er búinn að birta á blogginu mínu hugmynd að fyrstu þremur ákvæðum nýrrar stjórnarskrár, sem ég vil kalla grundvallarákvæði og fjalla beint um stjórnarskránna sjálfa en tilheyra engum sérstökum kafla. Endilega kíktu á það: stjórnarskrá sem skyldunámsefni.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2010 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.