. - Hausmynd

.

Hvert fóru atkvæði greidd mér?

Úrslit kosninganna eru (mestmegnis) ljós, og því er hægt að fara að leika sér í rýnivinnu.  33 settu mig sem fyrsta val, og í það minnsta einn sem annað val.  Meira liggur ekki fyrir eins og er.  Þegar ég lendi í útilokunarlotu færast atkvæðin áfram og gagnast þeim sem næstur kemur í röðinni.  Af þeim sem koma sem val strax á eftir mér eru 5 sem svo ná kjöri á þingið sem erfa hluta atkvæða:

  • Ari Teitsson : 5
  • Dögg Harðardóttir : 1
  • Freyja Haraldsdóttir : 2
  • Inga Lind Karlsdóttir : 1
  • Ómar Þorfinnur Ragnarsson : 1
  • Atkvæði sem ekki var unnt að flytja (engin tilgreindur á eftir mér, eða ógilt) : 2

Samtals voru 32 atkvæði sem færðust áfram þegar ég dett út og 2 detta niður dauð.

Svo bíð ég spenntur eftir að sjá heildargögnin aðallega til að sjá hvað ég kem fyrir á mörgum atkvæðaseðlum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, það verður fróðlegt ef misræmi finnst með atkvæðafjölda í heild versus greiddum efstu sætum. Sjálf setti ég þig í 1.sætið :) en alla aðra svona hips-haps því mér sýndust þeir jafngóðir. Líklega hef ég ekki verið ein um það og hugsanlega hafa einhverjir góðir kandídatar dottið út þess vegna.

Í þessari fyrstu tilraun til persónukosningar hefði átt að sleppa forgangsröðun á atkvæðaseðilinn og láta greidd atkvæði (hvar sem væru í röð) ráða.

Kolbrún Hilmars, 4.12.2010 kl. 14:26

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

SÆTI AUÐKT. FRAMBJÓÐANDI SAMTALS
1 3403 Þorvaldur Gylfason 28.614
2 9365 Ómar Þorf. Ragnarsson 24.303
3 9948 Illugi Jökulsson 23.638
4 9024 Salvör Nordal 19.613
5 2303 Freyja Haraldsdóttir 15.395
6 4988 Silja Bára Ómarsdóttir 13.519
7 6747 Andrés Magnússon 13.518
8 2193 Eiríkur B. Einarsson 13.086
9 2853 Þorkell Helgason 12.621
10 7715 Katrín Fjeldsted 11.118
11 8353 Örn Bárður Jónsson 11.083
12 5196 Þórhildur Þorleifsdóttir11.069
13 7825 Guðmundur Gunnarsson 10.897
14 2237 Ari Teitsson 10.718
15 9431 Erlingur Sigurðarson 10.242
16 3249 Gísli Tryggvason 9.652
17 8969 X Þorgeir Tryggvason 8.975 (KEMST INN)
18 8463 Katrín Oddsdóttir 8.946
19 9915 X Jónas Kristjánsson 8.437 (KEMST INN)
20 2325 Vilhjálmur Þorsteinsson 8.195
21 3876 Lýður Árnason 7.832
22 7671 X Jón Ólafsson 7.809 (KEMST INN)
23 8749 Inga Lind Karlsdóttir 7.758
24 4921 X Birna Þórðardóttir 7.598 (KEMST INN)
25 6208 X Sigurður G.Tómasson 7.541 (KEMST INN)
 
6428 Tryggvi Gíslason 7.540 (VANTAR 1 ATKVÆÐI)
2259 Ólafur Hannibalsson 7.465 (VANTAR 36 ATKVÆÐI)
4954 Stefán Pálsson 7.432 (VANTAR 69 ATKVÆÐI)
26 8023 Arnfríður Guðmundsdóttir7.275 (KEMST INN V/KVÓTA)
6527 Gunnar Hers. Sigursteins7.228
27 5779 Ástrós Gunnlaugsdóttir 7.159 (KEMST INN V/KVÓTA)
7858 Sigursteinn R. Másson 6.961
6736 Árni Björnsson 6.851
7814 Friðrik Þór Guðmundsson 6.595
8848 Ólafur Sigurðsson 6.559
X 9563 X Pawel Bartoszek 6.489 (DETTUR ÚT)
6109 Hlín Agnarsdóttir 6.414
7968 Íris Erlingsdóttir 6.156
5108 Íris Lind Sæmundsdóttir 6.136
6219 Guðrún Högnadóttir 6.051
7924 Ólafur Örn Haraldsson 5.995
7528 Ágúst Guðmundsson 5.885
2809 Þorfinnur Ómarsson 5.780
X 2292 X Pétur Gunnlaugsson 5.709 (DETTUR ÚT)
5405 Magnús Thoroddsen 5.652
8309 Áslaug Thorlacius 5.384
4196 Birna G. Konráðsdóttir 5.356
3843 Bryndís Bjarnarson 5.333
6351 Ólafur Jóhann Proppé 5.333
6692 Ragnhildur Sigurðardótt 5.287
8507 Kristín Vala Ragnarsdót 5.117
2721 Guðrún Helgadóttir 5.041
X 7572 X Dögg Harðardóttir 5.039 (DETTUR ÚT)

Ég stal þessu og hef ekki farið yfir tölurnar.  En af þessu má sjá að ef hver kjósandi hefði haft allt að 25 jöfn atkvæði, og hefði nýtt þau eins þá hefðu orðið örlitlar breytingar.  3 þeirra sem náðu kjöri hefðu ekki gert það og 5 nýjir komið inn í þeirra stað, þar af 2 vegna kynjakvóta.

Ég hefði ekki komist nálægt kjöri þar sem mitt númer kemur fyrir á 627 seðlum.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.12.2010 kl. 14:58

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, þetta er fróðlegur listi - en ég hnýt strax um nafn Birnu Þórðar, æskuvinkonu minnar og frænku, sem hefði náð 24.sæti, en varð í reynd ekki inni - þrátt fyrir kynjakvóta. Eru þetta áhrifin af eyrnamerkingu í ákveðin sæti?

Kolbrún Hilmars, 4.12.2010 kl. 16:16

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já, þetta er vegna forgangsröðunar atkvæða.  Hún er ekki mjög oft sett sem fyrsta val fólks, en fær mikinn stuðning sem 2-10. val.  287 sinnum er hún tilgreind sem fyrsta val fólks, en 603 sinnum sem 4. val.

Jónas Kristjánsson lendir í því sama.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.12.2010 kl. 16:32

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sennilega hafa þessi 64% sem ekki kusu haft rétt fyrir sér - að þetta fyrsta persónukjör myndi misheppnast. Enda árangurinn eftir því; ef kjörnir fulltrúar eru ekki fjölmiðlastjörnur þá a.m.k. kratar.

Boðar ekki gott fyrir persónukjör í framtíðinni. :(

Kolbrún Hilmars, 4.12.2010 kl. 17:13

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hreint persónukjör hentar ekki þjóð fyrr en hún hefur náð nægilegum lýðræðislegum þroska.  Ef við viljum stefna á hreint persónukjör á landsvísu, og með hreint persónukjör á ég við það sama og er kallað óbundin kosning í litlu hreppunum, þá þarf að taka nokkur lítil skref í þá átt til að ala fólk upp í réttri hugsun.

Þess vegna hef ég verið það hrifinn af því kerfi sem ég setti upp og fleiri hafa verið að hugsa á svipuðum nótum.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.12.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband