. - Hausmynd

.

Aðrir í sókn

Mér finnst skoðanakannanir alltaf áhugaverðar, get ekki að því gert.  Ég tók mig til og reiknaði skiptingu sæta ef niðurstaða kosninga yrði sú sem kemur fram í þessari könnun.  Byrjum á að gefa okkur að "aðrir" með sín 6,8% skiptist þannig á milli minni framboða að þau nái ekki manni inn:

  • Framsóknarflokkurinn 9 þingmenn - óbreytt
  • Sjálfstæðisflokkurinn 24 þingmenn - bæta við sig 8
  • Samfylkingin 16 þingmenn - tapa 4
  • VG 14 þingmenn - óbreytt á milli kosninga

Nú ef við gerumst örlítið skapandi og segjum að "aðrir" séu einn flokkur verður útkoman svona:

  • Framsóknarflokkurinn 9 þingmenn - óbreytt
  • Sjálfstæðisflokkurinn 23 þingmenn - bæta við sig 7
  • Samfylkingin 14 þingmenn - tapa 6
  • VG 13 þingmenn - tapa einum
  • Aðrir fá 4 þingmenn

Ef við gerumst aðeins meira skapandi og færum þröskuld til úthlutunar úr 5% og niður í 4% gerist þetta:

  • Framsóknarflokkurinn 9 þingmenn - óbreytt
  • Sjálfstæðisflokkurinn 22 þingmenn - bæta við sig 6
  • Samfylkingin 14 þingmenn - tapa 6
  • VG 12 þingmenn - tapa 2
  • Hreyfingin 2 þingmenn
  • Aðrir fá 4 þingmenn
Svo minni ég fólk í lokinn á yfirlit yfir heimasíður stjórnmálasamtaka hér til hægri á síðunni og svo mína eigin könnun. 

 

Uppfært klukkan 22:25.  Villa gerð varðandi fylgi Samfylkingarinnar í útfærslu 2 og 3 þar sem fylgið var ekki minnkað úr 16 í 14 og rangt tekið fram hve marga Sjálfstæðisflokkur bætir við sig.

 


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sjálfstæðisflokkurinn er klárlega ekki að spjara sig í stjórnarandstöðunni. Fólkið sér ekki í honum það afl sem þarf til að rífa okkur upp úr ræfildómnum. Það er það eina sem áhugavert má teljast í þessari niðurstöðu.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 20:46

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þú getur huggað þig við það Baldur að Sjálfstæðisflokkurinn stendur sig þó betur en Framsókn sem nær ekki að bæta við sig neinu fylgi frá kosningum, dalað ef eitthvað er.  34,3% hjá Sjálfstæðisflokknum er þó komið í eðlilegt kjörfylgi flokksins, þótt það sé í lægri kantinum fyrir flokkinn.  Frá 1963 til 2007 ef undanskildar eru kosningarnar 1987 hefur fylgið verið frá 32,7% - 42,7%.

13,4% hjá Framsókn er lægra en öll önnur kosningaúrslit fyrir flokkinn ef frá eru taldar kosningarnar 2007. 

Axel Þór Kolbeinsson, 1.2.2011 kl. 20:56

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skil, en það gengur ekki að miða við meðalfylgi. Það er eðlilegt að flokkurinn dali þegar hann situr í ríkisstjórn en hann hefur alltaf vaxið í andstöðu....en ekki núna. Það er ills viti.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 21:16

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það fer náttúrulega eftir því hvaða fylgi miðað er við.  Flokkurinn hefur bætt við sig í kring um 10 prósentustig, sem er hátt í 50% fylgisaukning, frá síðustu kosningum.  Þannig að fylgið hefur skilað sér vel til baka og er komið á svipaðar slóðir og það var vorið 2008.

Mér finnst samt ekki líklegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins fari mikið yfir 35% á næstu misserum. 

Axel Þór Kolbeinsson, 1.2.2011 kl. 21:24

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki með þessari áhöfn, svo mikið er ljóst.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 21:30

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Leiðtogar flokksins eru ekkert sérstakir.  Konum á miðjum aldri finnst sumum Bjarni reyndar sætur, en það dugar ekki til.  Svo kemur venjulega hik á fólk þegar það reynir að muna nafn varafomannsins.

Pétur Blöndal er sá þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem flestir elska, en því miður elska þeir að hata hann. 

Axel Þór Kolbeinsson, 1.2.2011 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband