. - Hausmynd

.

Fleiri flokksmenn en atkvæði

Merkilegt að það skuli vera á milli 50 og 60 þúsund einstaklingar skráðir í Sjálfstæðisflokkinn, en í síðustu kosningum fékk hann 44 þúsund atkvæði.

Einhverntíman heyrði ég að það væru í kring um 600 skráðir í Frjálslynda flokkinn (sel það ekki dýrar en ég keypti það), en þó fékk hann rúm 4 þúsund atkvæði.


mbl.is „Engin flóðbylgja“ úrsagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara eins og það á að vera. Það er hægt að vera flokksbundinn án þess að láta flokkin fá atkvæði sitt. Flokkurinn verður að standa sig og þingmenn að vinna í takt við stefnur flokksins til að fá atkvæðið. Ef þeir eru ekki að standa sig þá fara flokksmenn annað með atkvæðið.

Það er síðan unnið innandyra að því að gagnrýna þá sem ekki fylgja stefnumálunum eftir og láta þingmenn standa við sínar skoðanir og gerðir. Úrsögn úr flokki er ekkert annað en uppgjöf. Auðvitað á maður að mæta og láta þingmennina heyra það ef maður er ekki ánægður, en ef maður segir sig úr flokknum þá hefur maður enga rödd innan flokksins.

Sigurður Geirsson 3.2.2011 kl. 19:09

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er ekkert sem bannar fólki að vera skráð í félag og taka þátt í starfi þess, mér finnst bara skrýtið að sjá svona marga skráða félagsmenn eins og eru í Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni en ég leyfi mér að efast um að mikið fleiri en 5% félagsmanna taki einhvern þátt í starfinu.

Ef fólk er óánægt með það félag sem það er skráð í og sér ekki fram á að geta breytt því er líka hægt að breyta eitthvað til, ganga í annan félagsskap, stofna nýjan eða hreinlega vera óflokksbundinn ef maður hefur ekki áhuga á stjórnmálum. 

Axel Þór Kolbeinsson, 3.2.2011 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband