15.2.2011 | 11:09
Slæmt mál
Það að reyna að rýra vinnu annara, þótt maður sé þeim ósammála er ekki hæfandi fólki.
Ég hef reyndar ekki tíma í að blogga, hvað þá svara athugasemdum þó ég muni reyna það. En ég vil biðja fólk um að hætta múgæsingi og skítkasti þegar kemur að vinnu annara og best er að ætla að fólk vinni af heilindum þar til annað kemur í ljós.
Vefsíðu til stuðnings Icesave var eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Kómískt að þú talir um múgæsing þegar þú skartar mynd af þér að kveikja í kirkju.
Annars er ég sammála, þetta var lágkúrulegt af þeim sem kvartaði til Weebly. Það segi ég þó ég vilji atkvæðagreiðslu.
Jón Flón 15.2.2011 kl. 11:19
Flott mynd teiknuð af eiginkonu minni og var hliðarverkefni myndaraðar um víkinga í ólíklegum aðstæðum (valhoppandi í verslunarmiðstöð o.sv.frv.). Hér er því snúið við.
Axel Þór Kolbeinsson, 15.2.2011 kl. 11:29
Mjög flott mynd og þú mátt vera stoltur af eiginkonunni þinni. Er bara að benda þér á það að þegar menn eru komnir í þá stöðu að vera í forsvari fyrir eitthvað þá skipta öll skilaboð máli.
Annars gott framtak með undirskriftavefinn og almenn ánægja hérna megin. Þetta mun væntanlega vekja áhuga manna á samtökunum.
Jón Flón 15.2.2011 kl. 11:44
Þetta er trikk. Þeir eða skoðanabræður þeirra hafa sjálfir hringt og kvartað þegar þeir sáu hvað fáar undirskriftir söfnuðust, í von um að hægt væri að skapa eitthvað úlfafár í kringum þetta og fá einhverja heilalausa flokkshunda fávita til að skrifa undir í æsingi. Sem betur fer er íslenska þjóðin ekki jafn heimsk og þetta fólk heldur. Ég fylgdist reglulega með þessari síðu og í gær klukkan 12 voru þar einungis um 1100 atkvæði. Undirskrifasöfnunin með Icesave var er núna komin yfir 16000 eftir lítið meira en 2 sólarhringa. Sem betur fer er lítið af geðsjúku fólki á Íslandi sem langar til að borga óréttlátar skuldir, eða telur sig geta fært slíkar skuldir á komandi kynslóðir með einhverjum rétti. Að lokum, kynnið ykkur http://www.makepovertyhistory.org Lesið og notið heilan, og það þarf að vera vel undir meðalgreind til að fara ekki að skynja stærri heildarmyndina og sjá að það er nauðsynlegt að halda áfram að berjast gegn óréttlætinu og neita að skrifa undir Icesave. Ég fordæmi þetta ódýra auglýsingatrikk þessara aumu brjálæðinga.
Gunnar 15.2.2011 kl. 12:54
Ég er sammála Jóni að þetta er mjög óheppileg mynd. Þegar þú ert opinber persóna hefur þú ekki rétt á því að setja málstað þinn í hættu með eigin framkomu. Það er ástæða fyrir því að kóngafólk er svona square og settlegt. Það er fulltrúar ríkisins og því að vissu leyti ekki til sem einkapersónur, nema í sínum einkalífi. Þú ert fulltrúi mikilvægari hagsmuna en kóngafólkið og ættir að taka þitt hlutverk alvarlegar og sýna því meiri virðingu. Ekki fæla neinn frá góðum málstað með að særa trúarlegar tilfinningar hans/hennar.
Jón Sigurðsson 15.2.2011 kl. 13:05
*þú ert fulltrúi mikilvægari hugsjóna vildi ég sagt hafa...
Pældu aðeins í því. Hvort er meira virði, flipp og smá útrás, eða málstaðurinn sem þú stendur fyrir? Geturðu ekki bara flippað heima í hópi góðra vina? Ertu ekki alveg það þroskaður?
Jón Sigurðsson 15.2.2011 kl. 13:06
Er það nú lágkúrulegt að ráðast svona að manninum útaf myndinni sem hann er búinn að vera með á bloggsíðunni sinni í ansi langan tíma.
Eiga ekki allir bara að vera með mynd af sætum litlum kettlingum á bloggunum sínum, kettlingar hafa aldrei sært neinn, er það nokkuð?
Jóhannes H. Laxdal, 15.2.2011 kl. 14:19
Ég hef ekki í hyggju að breyta útliti bloggsíðunar, nema þá helst að breikka meginmálsdálkinn. Myndina þykir mér vænt um og smámyndin er þekkt í netheimum, í það minnsta hjá ákveðnum hópi. Og svo er þetta ekkert ólíkt mér.
Hér er mynd af smettinu mínu.
Axel Þór Kolbeinsson, 15.2.2011 kl. 15:05
Það er leitt að einhver skyldi finna hjá sér þörf til að klekkja á lýðræðislegu framtaki borgunarsinna með þessum hætti.
Það er ekki svona sem við viljum gersigra þá. :)
Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2011 kl. 15:30
Einmitt, Guðmundur. Þarna var einhver fákunnandi einstaklingur að verki sem afrekaði aðeins það tvennt að eyðileggja málstað hinna raunverulegu JÁ-sinna og koma í veg fyrir að nokkur marktæk síða ætti "sjens" á þeirra vegum.
Eins og oft áður; versti óvinurinn kemur innanfrá...
Kolbrún Hilmars, 15.2.2011 kl. 18:45
Virkilega flott mynd
Haraldur Rafn Ingvason, 15.2.2011 kl. 18:56
Myndin er alveg flott. En þú ert opinber persóna fyrir mikilvægasta málstað okkar tíma, og gætir skemmt fyrir honum með þessari mynd. Þetta er ekki einkablogg þitt sem prívat persónu. Kannski Margréti Danadrottningu langi til að þjóta um á móturhjóli með djöflastjörnu um hálsinn og grænt hár. En sama hvað hana langaði mikið til þess, myndi hún aldrei gera það, út af embætti sínu. Þitt embætti er mun mikilvægara en hennar, en virðing þín fyrir því nánast engin. Ég vona engin sál forðist málstað þinn réttláta og góða út af því þú hafir sært tilfinningar hennar. Bara heilræði, berir þú hag þíns málstaðs fyrir brjósti. Þitt að vega og meta, hvort vegur þyngra, flipp og útrás, eða málstaður.
PS: Myndin er alveg fín, bara óviðeignadi hér í ljósi embættis þíns.
Íslandi allt. 15.2.2011 kl. 20:36
Ég er hvorki opinber persóna né embætti. Ég er einstaklingur sem heitir Axel Þór og er sonur Kolbeins.
Ef þjóðin hinsvegar veitir mér einhverntíman embætti skal ég vera opinber persóna að hluta.
Axel Þór Kolbeinsson, 15.2.2011 kl. 20:41
Axel Þór kemur mér fyrir sjónir sem fínn náungi en ég get ekki neitað því að mér hefur alltaf fundist myndin ókræsileg. Sturlaður maður með lymskufullt augnaráð sveiflar öxi, sennilega búinn að höggva mann og annan, en álengdar stendur kristin kirkja í björtu báli, sennilega troðfull af örvæntingarfullum fórnarlömbum morðóðra vígamanna. Þetta minnir mig á óhugnanlega ljósmynd úr stríðinu .... hlakkandi nasistar búnir að reka varnarlausa, rússneska sveitamenn inn í guðshús og brenna þá svo lifandi. Fræg mynd.
Baldur Hermannsson, 15.2.2011 kl. 21:25
Hananú, Axel. Þú verður að teyma frúna að teikniborðinu aftur til þess að endurskapa ímynd þína :)
Flögrandi friðardúfur og mærðarfullir smáhvolpar í bakgrunni má þó skilgreina sem "overdone" og ekki beint svona "Axel"...
Kolbrún Hilmars, 15.2.2011 kl. 22:36
Steingrímur hlýtur að vera einn vitgrannasti maður allra tíma. Og það segi ég ekki honum til álösunar, heldur okkur hinum, sem greinilega þurfum að horfast í augu við okkur sjálf, og passa okkur að vanda betur valið á þeim sem við kjósum til valda, að dæma menn eftir einhverju raunverulegu, ekki hysmi og tómum orðum sem ekkert fylgir...sama hvað þeir þykjast standa fyrir.
Hvernig getur maðurinn, sem barðist svo mjög fyrir að Svavarssamningurinn yrði samþykktur, og játaði sig svo sigraðan af þjóðinni, og sparaði sá sigur þjóðarinnar milljarða á milljarða ofan......nú farið fram með nákvænlega sama söng, nákvæmlega, nákvæmlega sama svipinn, í nákvæmlega sama anda, jafn fullviss um að hann sé alvitur en þjóðin safn fífla. Á svona maður að hafa völd í lýðræðisríki?
Þetta er sorglegt og við skulum passa okkur að endurtaka aldrei þau mistök að kjósa vanvita. Og meðan við höfum ráðrúm til. Förum á http://www.kjosum.is !!!!!
Baráttukveðjur,
fyrrum kjósandi Steingríms.Tómas 15.2.2011 kl. 23:14
Síðunnu var ekki eytt, hún er "Site not published" og má sjá hér http://icesave-ja-takk.weebly.com/
Sævar Einarsson, 18.2.2011 kl. 00:58
Sæll Sævarinn.
Þarna kemur reyndar upp villa 404 sem þýðir "síða ekki til staðar". Hversvegna hún er ekki til staðar er hægt að hugsa um endalaust, en skýring síðuhafa er ekki ólíkleg miðað við bandarísk lög.
"Site not published" er general villuskilaboð þessara aðila.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.2.2011 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.