. - Hausmynd

.

Ástæða þess að þingkosningar verða ekki fyrr en fyrsta lagi í haust

Þetta er lengri titill á bloggi en ég er vanur.  Ég hef séð fólk vera að velta fyrir sér þingrofi og kosningum ef Nei-ið verður ofaná á laugardaginn.  Egill Helgason held ég að hafi alveg rétt fyrir sér um það að ekki verði kosningar fyrr en fyrsta lagi í haust og það sama hef ég sagt við fólk frá áramótum, og ástæðan er einföld:

Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og VG hafa sína landsfundi í haust og munu því reyna að komi því þannig fyrir að ekki verði gengið til kosninga fyrr en eftir þá.  Framsókn heldur sinn landsfund núna um helgina og á því ásamt smáflokkunum eftir að þrýsta á um kosningar sem fyrst á meðan þeir þrír stóru eru laskaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

EF nei-ið verður ofaná?

Held að sumir ættu að vakna.

Heimilin eru skilin eftir í kalda kolum með stökkbreytt lán, lánskjör, skatta og skuldir. Til þetta 40 ára.

Hvernig haldið þið í fílabeinsturninum að sömu heimili kjósi þegar þau eru beðin um að skrifa uppá meiri skuldbindingar fyrir einkarekin glæpafyrirtæki?

sr 6.4.2011 kl. 20:13

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er vel vakandi sr.  Líttu til vinstri á síðunni.

Það getur aldrei verið annað en efi um framtíðina þar sem hún er ekki meitluð í stein, þess vegna skrifa ég „ef Nei-ið verður ofaná“. Við vitum það nefnilega ekki fyrir víst fyrr en búið er að telja öll atkvæði.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.4.2011 kl. 20:40

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

sr: kannski næsta þjóðaratkvæðagreiðsla muni snúast um þá eignaupptöku sem fólk hefur orðið fyrir af völdum fjárglæframanna?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 21:04

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Þessi fjandans stjórn hefur eitt ófrávíkjanlegt markmið - að sitja út kjörtímabilið. Það fyrsta og eina sem kemur frá Jóhönnu ef Icesave verður fellt er það álit hennar að það sé ekki ástæða til að ríkisstjórnin segi af sér. Svo verður sjálfsagt farið að semja Icesave IV.

Ég tel þetta vera það eina sem hægt er að ganga að sem vísu í stjórnmálum á Íslandi í dag. Ríkisstjórnin situr út kjörtímabilið. Þó hún mundi mælast með minna en 1% fylgi í könnunum þá segir hún ekki af sér.

Eina leiðin til að koma þessari stjórn frá er að bera hana út með valdi og henda henni í sjóinn.

Jón Pétur Líndal, 7.4.2011 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband