. - Hausmynd

.

Orðið spurninguna rétt!

Hér er enn eitt dæmið um spurningu sem er hönnuð til að fá sem besta útkomu.  Hér ætla ég að svara tveim mismunandi spurningum frá mínu hjarta.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands?

Já.  Ég sé ekkert að því að það sé þjóðgarður eða -garðar á hálendinu þar sem það á við.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að allt miðhálendi Íslands verði gert að þjóðgarði?

Nei, ég er ekki hlynntur því.

En út frá svörun við fyrri spurningunni álykta þessi ágætu náttúruverndarsamtök að fólk sé hlynnt því að allt miðhálendið verði gert að einum þjóðgarði þegar ekki er spurt beint að því.

Hafið spurninguna rétta til að fá rétta útkomu!


mbl.is Meirihluti vill þjóðgarð á miðhálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki hægt að spyrja: Ertu hlynnt/ur því að allt miðhálendið verði gert að þjóðgarði því að þegar er búið að gera eftirfarandi á miðhálendinu: Búðarháls (í byggingu), Hrauneyjafossvirkjun, Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun, Kvíslaveita, Hágöngulónsmiðlun, Blönduvirkjun, Kárahnjúkavirkjun og Kröfluvirkjun. Aldrei yrði hægt að hafa þessar virkjanir innan þjóðgarðs eða þjóðgarða.

Spurningin felur í sér þá hugsun svona gróflea að ekki verði látið nægja að aðeins sá hluti miðhálendisins sem Vatnajökulsþjóðgarður nær yfir sé þjóðgarður, heldur verði meginhluti hálendisins allt vestur um Hofsjökul og suður um Friðland að Fjallabaki líka uppstaða í þjóðgarði á Miðhálendinu, þeim sem spurt er um.

Flestir Íslendingar sjá fyrir sér Ísland með miðhálendi sem er í miðju þess.

Í miðjunni er nú enginn þjóðgarður og fólk veit því um þetta meginatriði þegar spurningunni er svarað.

Ómar Ragnarsson, 2.11.2011 kl. 15:23

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er hárrétt hjá þér, Axel. Þarna er lúmskur blekkingarleikur á ferð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2011 kl. 15:28

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Í fréttinni kemur eftirfarandi setning:

Segir að samtökin, sem hafi látið gera könnunina, telji að niðurstaða skoðanakönnunarinnar sé til marks um skýran vilja almennings til þess að vernda miðhálendið sem eina óraskaða heild.

Út frá þessu les ég að þessi samtök vilji vernda allt miðhálendið, fyrir utan kannski þær virkjanir sem þú bendir réttilega á Ómar að geti illa verið innan þjóðgarsmarka.

En spurningin eins og hún er orðuð í könnuninni er það opin að einstaklingur sem vilji t.d. að Kerlingarfjöll yrðu gerð að þjóðgarði en ekkert annað á hálendinu gæti sagt já við spurningunni.

Miðað við orðalag spurningarinnar er ekki hægt að draga þá ályktun að fólk sé hlynnt því að allt hálendið sem hefur ekki verið raskað nú þegar verði undir þjóðgarði, einungis því að fólk sé hlynnt því að eitthvað af hálendinu fari undir þjóðgarð.  Það gæti verið að meirihluti þjóðarinnar sé hlynnt því að friða allt ósnortið land á hálendinu en þessi spurning svarar því ekki.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.11.2011 kl. 15:36

4 identicon

Sæll á ný; Axel Þór - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Ómar Ragnarsson !

Löngum; hefi ég saknað þíns atbeina, fyrir löngu tímabærum Kjalvegi - úr Byskupstungum suður, og norður að Silfrastöðum í Skagafirði, mun brýnni vegar, en þessi málamynda 2 földun Suður landsvegar.

Svo; ég tali nú ekki um, gott vegstrik, frá Vatnsfellsvirkjun, austur á Hérað, eða; langleiðina til hins mæta Reyðfirðings, Gunnars Th.

Sumir þeirra; sem fylgja þér, að Náttúruverndar málum, Ómar, kjósa fremur, að menn laumist - eftir sem áður, til þess að And skotast á 4 hjólum / 6 hjólum, eða öðrum, út um allar trissur, í stað þess að keyra eins og menn, á almennilega upphækkuðum vegum, sem við þekkjum, í byggð - sem á dreifðari svæðum landsins, með bundnu slitlagi.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /    

Óskar Helgi Helgason 2.11.2011 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband