. - Hausmynd

.

Áhugavert

Á stjórnarfundi SA sem sátu 18 stjórnarmenn af 21 voru 6 tilbúnir að leggjast gegn þessari ályktun og tveir sem sátu hjá.  Hverjir af eftirtöldum teljið þið að hafi lagst gegn ályktuninni eða setið hjá, og hverjir gátu ekki mætt?

Vilmundur Jósefsson, formaður. Samtök atvinnulífsins 
Grímur Sæmundsen, varaformaður Bláa Lónið hf.

Aðalheiður Héðinsdóttir 

Kaffitár ehf.                      

Adolf GuðmundssonGullberg ehf.
Arnar SigurmundssonSamtök fiskvinnslustöðva
Árni GunnarssonFlugfélag Íslands hf.
Birna EinarsdóttirÍslandsbanki hf.
Finnur ÁrnasonHagar hf.
Friðrik Jón Arngrímsson LÍÚ
Guðmundur H. JónssonNorvik hf.
Helgi MagnússonSamtök iðnaðarins
Hermann Guðmundsson   N1 hf.
Hjörleifur PálssonÖssur hf.
Kristín PétursdóttirAuður Capital hf.
Loftur Árnason Ístak hf.
Margrét KristmannsdóttirPFAFF hf.
Ólafur RögnvaldssonHraðfrystihús Hellissands hf.
Rannveig RistAlcan á Íslandi hf.
Sigríður Margrét OddsdóttirJá upplýsingaveitur ehf.
Sigurður ViðarssonTryggingamiðstöðin hf.
Tryggvi Þór Haraldsson   RARIK ohf.

 


mbl.is SA vill halda áfram aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég ætla sjálfur að giska á að þessir hafi lagst gegn í þeirri röð sem ég tel líklegasta:

  1. Friðrik Jón Arngrímsson
  2. Arnar Sigurmundsson
  3. Ólafur Rögnvaldsson
  4. Adolf Guðmundsson
  5. Rannveig Rist
  6. Loftur Árnason
En þetta er náttúrulega bara ágiskun.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.11.2011 kl. 17:43

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég var einmitt að fara yfir listann og merkja við - í stafrófsröð:

Adolf

Arnar

Friðrik

Kristín

Ólafur

Rist

Okkur ber saman nema ég hef Auður Capital inni en þú Ístak :)

Kolbrún Hilmars, 10.11.2011 kl. 17:55

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir sem sitja á auðlindum þjóðarinanr og vilja ekkert breyta og vilja halda áfram að skera eld að sinni egin köku eru klárlega á móti.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2011 kl. 18:22

4 identicon

Þeir sem vilja fórna auðlindum landsins og voru ráðnir af efnahagsböðlum Evrópusambandsins meða þeir voru eigendur fyrirtækjana sem þeir keyptu með lánsfé frá mið Evrópu og eru sérstakir vinir Samfylkingarinnar eru klárlega með á því að halda aðildarviðræðum áfram jafn heimskulegt og það er nú. Á þá verður hins vegar ekki hlustað. Sleggjan og hvellurinn sem blogga undir dulnefni en þora ekki að koma fram undir nafni vegna þess að þeir eru sífellt að verja vondan málstað athyglisvert að á síðunnu hjá þeim kemur fram að þeir segji nei við ESB on blogga um allt annað.Það er ymsum lygarbrögðum beitt,aðildarsinnarnir enda ekki að ástæðulausu sem æðsta ESB trúðnum sér á landi Össuri Skarphéðinssyni sé líkt við Lygamörð Valgarðsson úr Njálu

Örn Ægir 10.11.2011 kl. 19:15

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Þeir" sitja nú ekki beinlínis á auðlind þjóðarinnar.

Vöruskiptajöfnuðurinn undanfarna mánuði bendir a.m.k. ekki til þess.

Kolbrún Hilmars, 10.11.2011 kl. 19:28

6 identicon

Ég held að Sleggjan og Hamarinn geti ekki verið neinn nema Össur sjálfur!!! Pabbi gamli kallar hann reyndar Gissur s.b. Gissur jarl... þið vitið. Gamli Sáttmálinn! Össur heimski er að gera það sama

anna 10.11.2011 kl. 19:32

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mér þykir þú segja fréttir Hvellur.  Ekki vissi ég að samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði sætu á miklum auðlindum í hinum efnislega skilningi, þótt þau eigi gríðarlegan mannauð.  Líttu bara á þessa áhugaverðu könnun sem SA gerði í lok árs 2008 þegar stuðningur við aðild að ESB náði hámarki.

Kolbrún:  Great minds think alike

Axel Þór Kolbeinsson, 10.11.2011 kl. 21:33

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

axel

allir þeir sem þú nefndir tengjast annaðhvort fiski eða áli. Með örðum orðum auðlindum þjóðarinnar.

Kolbrún. vöruskiptajöfnuður kemur þessari umræðu ekkert við. Ég held ég hef aldrei átt vitrænar samræður við þig á netinu vegna þess að þú talar alltaf tóma tjöru.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2011 kl. 22:21

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Loftur er reyndar hjá verktakafyrirtækinu Ístak.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.11.2011 kl. 22:22

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jebb... það er eina undartekningin.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2011 kl. 22:29

11 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

En má ég ekki bjóða þér að giska hverjir sátu hjá?

Axel Þór Kolbeinsson, 10.11.2011 kl. 22:31

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tvíeyki, þú tekur hlutina svo alvarlega að það er alveg ómótstæðilegt að stríða þér  svolítið.

Hvernig fer maður annars að því  "að skera eld að sinni eigin köku"?

Kolbrún Hilmars, 11.11.2011 kl. 11:43

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

alltaf gaman að stríða

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2011 kl. 11:58

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, þá er Fréttablaðið búið að upplýsa um niðurstöður.

Okkar ágiskanir stóðust aðeins í 3 af 6. Ja, 50% er betra en 0% :) Samt er ekki ólíklegt að þessi 2 fjarverandi hefðu sagt nei - ef!

Ég flaskaði illilega á Auður Capital, hélt að konurnar væru enn þar við stýrið - þar fór sú ágæta fjárfestingaleið :)

Kolbrún Hilmars, 11.11.2011 kl. 15:43

15 Smámynd: Gunnlaugur I.

Í stjórn SA sitja alls 21 í stjórn. 10 manns samþykktu þessa tillögu en 6 voru á móti, 2 treystu sér ekki til að greiða henni atkvæði sitt og 3 voru fjarverandi samtals 11 manns.

Það var sem sagt minnihluti stjórnar SA sem samþykkti þessa tillögu. Þar af leiðandi hefur hún lítið gildi og mér vitanlega hafa samtökin ekkert umboð félagsmanna sinna til þess að beita sér í málinu. Eina faglega könnunin sem gerð var árið 2008 sýndi að þá studdu 42% félagsmanna að sótt yrði um aðild og 40% voru á móti og um 12% voru hlutlausir.

Semsagt minnihluti vildi að sótt yrði um aðild.

Síðan hefur þetta eflaust breyst mjög mikið.

Því síðan þá hefur andstæðingum aðildar fjölgað mikið og ég man eftir einni könnun á þessu ári sem sýndi að talsverður meirihluti atvinnurekenda væri andsnúinn ESB aðild, eins og reyndar mikill meirihluti þjóðarinnar er.

Gunnlaugur I., 13.11.2011 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband