. - Hausmynd

.

Mögulega enn fleiri

Það eru mögulega fleiri framboð en þau sem talin eru upp í viðbloggaðri frétt sem gætu boðið fram við næstu alþingiskosningar, og þá helst eftirfarandi:

  • Frjálslyndi flokkurinn bauð fram í síðustu alþingiskosningum og þrátt fyrir að hafa fengið slæma útreið er flokkurinn ennþá starfandi á landsvísu og því ekki hægt að útioka hann.
  • Borgarahreyfingin er líka starfandi og hefur fjárráð vegna þeirra ríkisstyrkja sem þau fá vegna góðs gengis í síðustu alþingiskosningum, en peningar eru nauðsynlegir þeim sem ætla í framboð til að fjármagna kosningabaráttu.
  • Samtök fullveldissinna hafa gefið það út að þau hyggjast á framboð í næstu alþingiskosningum.
  • Hægri Grænir með Guðmund Franklín í fararbroddi virðast hafa eitthvað innra starf og hefur tekist að fá örlitla umfjöllun í fjölmiðlum.
  • Lýðfrelsisflokkur Guðbjörns tenórtollara og Friðriks Hansen (held ég) getur sennilega hugsað sér að bjóða fram lista ef þeir hafa mannskap í það.
  • Þjóðarflokkurinn bauð fram síðast í kosningunum 1991 í samfloti með Flokki mannsins (nú Húmanistaflokkurinn) og gætu báðir þeir flokkar boðið fram þótt líklegra verði að telja að Húmanistaflokkurinn færi ekki nema í kosningabandalagi.

Svo veit maður ekki hver staðan verður eftir einhverjar vikur, það er svo mikil gerjun núna í pólitísku grasrótarstarfi utan stóru flokkanna og samvinna á milli hópa þökk sé sameiginlegri Grasrótarmiðstöð að hvað sem er getur gerst.  En línur ættu að skýrast á árinu.

Í millitíðinni getið þið tekið þátt í skoðanakönnun hér til hægri.


mbl.is Stefnir í framboð sjö flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Someone pleace call the Ghostbusters

Þorvaldur Guðmundsson, 3.1.2012 kl. 10:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðræður um fyrirhugaða breiðfylkingu eru komnar í fjölmiðla:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/03/frjalslyndir_i_vidraedum_vid_adrar_stjornmalahreyfi/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/04/fjolgun_flokka_althjodleg_throun/

http://www.ruv.is/frett/raeda-sameiginlegt-thingframbod

http://www.ruv.is/frett/nytt-frambod-a-dofinni

Og viðtal við Friðrik Þór Guðmundsson í hádegisfréttum RÚV í dag.

Þar voru nefnd til sögunnar: (Borgara)Hreyfing, Frjálslyndir, Fullveldissinnar, Þjóðarflokkurinn, stjórnlagaráðsmenn og fleiri.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.1.2012 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband