. - Hausmynd

.

Þriðji valkostur?

Þar sem Reykjavík lítur aðallega á flutning flugvallarins til þess að komast yfir byggingarland þá hlýtur að vera í lagi að skoða flutning Sundahafnar og iðnaðarhverfisins sem þar er með allri sinni hættu.

Hægt væri að byggja upp stórskipahöfn og gámasvæði í Þorlákshöfn sem væri tengt höfuðborgarsvæðinu með vöruflutningarlest.  Eldsneytið sem sparast við það að þurfa ekki að sigla fyrir Reykjanesið mælist í þúsundum lítra á viku, Reykvíkingar fá byggingarsvæði sem er mun hentugra en Vatnsmýrin þegar tekið er tillit til umferðaræða og sem bónus losna við ýmsan iðnað sem á ekki heima svona nálægt íbúðabyggð.

Lestin gæti svo stoppað líka við fyrirhugað gróðurhúsasvæði nálægt Hellisheiðarvirkjun og haldið áfram til Keflavíkurflugvallar með það grænmeti sem er fyrirhugað að flytja þaðan út með flugi.

Er nokkuð því til fyrirstöðu að skoða þetta?


mbl.is Líti á flugvöllinn sem tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

....eða að byggja á gorfvellinum við Korpúlfsstaði.

Benedikt V. Warén, 3.2.2012 kl. 14:01

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

...golfvellinum...

Benedikt V. Warén, 3.2.2012 kl. 14:03

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei alls ekki. Það verður að vera eitthvað sem aðskilur okkur frá dreifbýlinu (Mosfellsbænum), hehe. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2012 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband