. - Hausmynd

.

Hilmari í CCP svarað

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir í viðtali sem Miðjan vitnar í að "...þetta konsept að vera með minnstu mynt í heimi sé löngu komið á síðasta söludag".

Þetta er bara ekki rétt, skiptir þar engu þótt sama tuggan sé endurtekin í yfir áratug.  Í heiminum eru 180 mismunandi sjálfstæðir gjaldmiðlar. Sumir eru í fámennari löndum en Íslandi og fleiri í minni hagkerfum en því íslenska, sum með þjóðarframleiðslu í kringum tíunda hlut á við íslenska.

Óháð skoðunum fólks ættu allir að leitast við að nota staðreyndir fremur en gróusögur, sérstaklega þegar fólk er í viðtali við fjölmiðla.

 

Facts do not cease to exist because they are ignored.

Aldous Huxley


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband