. - Hausmynd

.

Loksins eru Íslendingar að rumska

Þann 27. mars, eftir enn ein mótmælin þar sem örfáir innfæddir mættu sendi ég eftirfarandi tölvupóst til nokkurra stjórnmálasamtaka og félagsskapar sem gefa sig út fyrir að vera á móti stríði.

Heil og sæl öll.

 
Ég sendi ykkur þennan póst þar sem þið voruð þau fyrstu sem mér datt í hug sem geta skipulagt alvöru mótmæli, eða getið komið þessum pósti áfram til hæfs fólks.
 
Í dag var gengið frá Hallgrímskirkju að Túngötu þar sem haldin voru stutt og helst til virðingafull mótmæli með ræðum á rússnesku, skilst mér. Ég tók ekki þátt í göngunni vegna fötlunar, og þegar ég mætti í Túngötu var fólk byrjað að tínast í burtu. Það var um klukkan 14:00, en gangan hófst 13:00.
Þarna var mest um innflytjendur og flóttafólk en lítið um innfædda, sem skýrir hversvegna mótmælin voru lágstemmd. Þau vilja ekki lenda í vandræðum eða valda þeim.
 
Ég var með „róttækt” pappaspjald sem á stóð KILL PUTIN, og stóð því örlítið frá hópnum þar sem skilaboðin voru frá mér.
Nokkrir ákváðu að standa með mér eftir að formlegum mótmælum var lokið. Ég fékk fleiri handabönd og faðmlög en ég átti von á, og fleiri þumalfingur en ég hef tölu á.
Á endanum vorum við bara tvö eftir, ég og ung kona sem flúði Donetsk ásamt barni árið 2014. Nokkrum árum síðar, eftir hrakningar, kom hún til Íslands og ætlar sér að búa hér áfram. Við vorum sammála um að það vantaði hávaða og alvöru mótmæli, ekki virðulegur ræður.
Aðrir höfðu látið skína í hið sama.
Lögreglan kom til okkar eftir að þau höfðu tekið til sitt dót til að láta okkur vita að þau væru að fara. En áður en þau fóru talaði konan við þau um áreitið og hótanir sem þau sem mótmæla verða fyrir bæði á netinu og í raunheimum frá almennum Rússum sem búa eða í það minnsta eru hér á landi.
 
Um klukkustund seinna eða svo kom einmitt einn drukkinn og illa lyktandi Rússi til að ónáða okkur. Þegar ég reyndi að fá hann til að fara, ýtti lauslega við honum með stafinum mínum til að fá hann til að standa lengra frá reyndi hann tvisvar að sparka til mín. Ég legg áherslu á reyndi því hann var vel drukkinn.
Sú Úkraínska tók megnið af þessu upp, en því miður skil ég ekki mikið af rússnesku. En í það minnsta get ég staðfest að það er sannarlega eitthvað áreiti í gangi.
 
En svo ég komi að meginmálinu þá myndi ég og fleiri vilja sjá STÓR mótmæli þar sem mikið er um innfædda með innflytjendum og flóttafólki.
Þessvegna í anda Harðar Torfasonar, ESB/Icesave, en helst samskonar og kom Sigmundi úr forsætisráðherrastólnum.
Persónulega vildi ég hræða sendiherrann.
 
Ég hef ekki mikið að bjóða ykkur þar sem ég hef misst mitt pólitíska tengslanet og bakland eftir að ég veiktist rétt fyrir alþingiskosningarnar 2013, en ég var og er enn einn þriggja stjórnarmanna (formanna) Samtaka Fullveldissinna - en þau eru í frosti sem stendur, og eins hef ég verið á lista Rauða Vettvangs eftir 2013 en neðarlega.
Heilsa mín er heldur ekki góð, hvorki líkamlega eða andlega og því óáræðanlegur, en ef þið þurfið aðstoð við að koma svona batteríi þá skal ég reyna mitt besta.
 
 
Virðingarfyllst og með bestu kveðjum til þeirra sem vilja kannast við mig.
Axel Þór Kolbeinsson
 
 

Mánuður leið án þess að ég fékk nokkurt svar, þannig að ég sendi pirraða ítrekun.

 

 Sæl aftur.

 
Nú er liðinn mánuður frá því að ég reyndi að hafa samband við ykkur, en ekkert heyrt né séð frá ykkur.
Heill mánuður af stríðsglæpum; óbreyttum borgurum slátrað, konum börnum og gamalmennum nauðgað - síendurtekið jafnvel, en frá ykkur ekkert annað en þögn.
Eins og þið eigið öll að vita þá er þögn hið sama og samþykki, og ég verð því að ganga út frá því að þið samþykkið voðaverkin - því sannarlega hafið þið ekki sýnt mótmæli í verki.
 
Ég get ekki haldið þessu leyndu frá samlöndum okkar, sérstaklega þegar svona stutt eru í kosningar. Hvorki því að sýna lágmarks kurteisi og svara málefnalegum póstum, né ætluðu samþykki ykkar.
 
Sama á við þau félagasamtök sem eru ekki í stjórnmálum en hafa gefið sig út fyrir að standa fyrir friði og mannréttindum.
 
Ef ég sé ykkur ekki sýna lit mun ég hafa samband við fjölmiðla fyrir lok næstu viku.
Njótið kosningabaráttunar.
 
Axel Þór

 

 Fyrsta svar barst innan við klukkutíma.

 

Ég hef ekki nefnt þessi félög ennþá, en mun halda áfram að birta samskipti mín við þau og fjölmiðla ef ekkert fer að gerast.

Þess ber að geta að á þessum tíma voru innfæddir með svið og mótmæli gegn sölu hluta Íslandsbanka á laugardögum, rétt eftir að mótmælum við Túngötu lauk. Fólk hefði getað farið að heiman klukkutíma fyrr og náð báðum mótmælunum, en það gerðu mjög fáir. Nú eða boðið Úkraínumönnum afnot af sviðinu.


mbl.is Gagnrýna „ofsafengin viðbrögð“ lögregluyfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband