. - Hausmynd

.

Bölvaður aumingjaskapur

Hann er merkilegur þessi aumingjaskapur hjá íslenskum ráðamönnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðamenn fá einhverju kastað í sig, og glimmerið ekki það versta. Skyr, egg og öðrum matvælum hefur oft verið kastað í þau, stundum í hörðum plastumbúðum. Að nota atvik þar sem einhverju sem leikskólakrakki gæti hent í kennara eða foreldri til þess að gera að einhverju öryggismáli og koma á öryggisgæslu fyrir ráherra, lífverði myndu einhverjir kalla það, er eitthvað sem ætti að vera í alfræðiriti sem dæmi um það að gera úlfalda úr mýflugu.

Aumingjaskapur og ekkert annað.

 

Eins það að fá erlenda diplómata til að tengja mótmælendur við Hamas er lágkúra. Langflestir þeirra þúsund manna sem komu saman í gær hafa enga samúð með því liði, heldur samúð með almennum borgurum í Palestínu.


mbl.is Herða öryggi á helfararsamkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir vilja náttúrlega nota þetta sem afsökun til þess að hafa meiri öryggisgæzlu.

Sem er einmitt höfu ástæða þess að þessir sauða-bjána mótmælendur ættu að hætta þessu og snúa sér að öðru.

Þeir eru ekki að hjálpa neinum.

Jú, vissulega lúkkar Bjarni meira jóla, með svona glimmer, en þetta snýst um annað en eitthvert jóla-föndur.

Það er verið að heimta einhver inngrip í annarra manna erjur.  Sem við þegar tökum þátt í, beint, með peningasendingum.  Íslenska rikið hefur nefnilega þegar sent þessum Hamas samtökum fleiri tugi milljóna.

Það eru miklu meiri inngrip í annarra þjóða mál en ég kæri mig um.  Finnst nóg að snúast í hér heima.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2023 kl. 19:04

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Við skiptum okkur af annarra manna erjum reglulega, t.d. af stríði Kremlverja við Úkraínu, því ástandi sem myndaðist þegar Júgóslavía liðaðist í sundur, hernaðaraðgerðum í Írak og eins í Líbýu í aðdraganda endaloka Gaddafis, og réttilega svo. Þannig að þar væri engin breyting í utanríkisstefnu íslenska ríkisins.

Fjárhagsaðstoð Íslands fer sömu leiðir og fjárhagsaðstoð annarra Evrópuríkja og það hefur verið tekið út reglulega og engar vísbendingar um að þeir fjármunir renni annað en þeim er ætlað - til flóttamannahjálpar Sameinuðu Þjóðanna og til hjálparsamtaka í Palestínu.

Sú litla fjárhagsaðstoð sem Ísland veitir til annanra landa er langtum minni en sambærileg aðstoð þeirra ríkja sem eru okkur næst sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. til dæmis hefur Noregur veitt sem nemur 1,75% og Danmörk 1,15% til að aðstoða Úkraínu þegar allt er tekið saman, kostnaður við flóttamenn meðtalið, en Ísland 0,3%.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.12.2023 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband