. - Hausmynd

.

Ekki fjallvegur

Alveg óháð mögulegum vegabótum, þá finnst mér ekki rétt að kalla veginn meðfram Reynisfjalli fjallveg og ég hef líka heyrt heimafólk kalla þennan spotta hálendisveg.

Vegurinn liggur hæst í tæplega 120 metra hæð yfir sjávarmáli, en til samanburðar þá eru efstu byggðir höfuðborgarsvæðisins í um 140 metra hæð, vegurinn yfir Hellisheiði 375 metra hæð, vegurinn um Öxnadalsheiði er í um 540 metra hæð, þorpið Reykjahlíð við mývatn er í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli og vegurinn yfir Fjarðarheiði liggur í um 620 metra hæð yfir sjávarmáli.

Mér finnst persónulega að vegur verði að liggja í það minnsta í yfir 300 metra hæð til þess að geta talist fjallvegur. Samt mun ég seint getað talað um Hellisheiði sem fjallveg, þar sem ég bjó um tíma í Neskaupstað og keyrði reglulega um göngin í Oddskarði sem liggja í rúmlega 630 metra hæð yfir sjávarmáli.


mbl.is Reynisfjallsgöng eini kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Himmelbjerget er 147 metra hátt þannig að vel er hægt að kalla veg sem nær 120 mys fjallveg. Þarf ekkert að ræða það frekar.

Bjarni 13.12.2023 kl. 22:18

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já, Danmörk er einmitt þekkt fyrir fjöllin og fossana.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.12.2023 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband