. - Hausmynd

.

Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?

Spurningarnar sem Gallup leggur fyrir fólk eru eftirfarandi:

 

Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?

 

Ég hefði áhuga á að vita hversu margir svara "engan af þeim sem eru í boði".  Það er mitt svar og hefur oftast verið síðastliðin áratug.

Þó svo að flestir þeir flokkar sem buðu fram til alþingis hafa sitthvað gott fram að færa, og ég gat stutt ákveðin stefnumál, þá var alltaf eitthvað við alla flokka sem ég gat ekki sætt mig við.  Þar af leiðandi hef ég skilað auðu.

 

Það væri gaman að vita hvort ég er einn um þetta.

 


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Ef þú kýst ekkert, þá ertu með því að styðja þá sem sigra.

Síðustu áratugina hefur þú því í raun stutt Sjálfstæðisflokkinn með hjásetu þinni.

Kjósandi, 30.10.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þarnar er ég þér ósammála Kjósandi.  Með því að mæta á kjörstað og skila auðu ert þú að gefa í skyn óánægju eða skort á vali.  Með því að mæta ekki ert þú hinsvegar að gefa í skyn að þér sé sama hver niðurstaðan er.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.10.2008 kl. 20:18

3 identicon

Axel Thór...ef thú sérd engan mun á flokkunum thá er ok ad skila audu eda eydilögdum sedli (sem er reyndar betra).

Ef thú sérd einhvern mun á flokkunum átt thú audvitad ad velja besta eda minnst versta kostinn.

Thad vidbjódslega sem kemur fram í thessari könnun er thad ad sérhagsmunaflokkarnir sjálfstaedisflokkurinn og framsóknarflokkurinn fá samanlagt 36%.  Thetta eru their flokkar sem bera alla ábyrgd á ástandinu í dag.  Heimskir kjósendur thessara flokka gera sér ekki grein fyrir thví ad their kjósa gegn eigin hagsmunum.

Einnig finnst mér ekki gott ad Frjálslyndiflokkurinn fái svo lítinn studning.  Frjálslyndiflokkurinn er ekki minn flokkur en samt gódur flokkur sem berst á móti hinu sidlausa kvótakerfi sem komid var á af sérhagsmunaflokkunum.

JÁ JÁ JÁ ÉG ER NÚ HRAEDDUR UM THAD 30.10.2008 kl. 20:35

4 identicon

Þú ert á undan mér - ég hef sömu sögu að segja, það er alltaf óbragð af "pakkanum" sem maður kýs - fullt af rusli sem fylgir með, en ég hef þrjóskast við að kjósa og verið hafður að fífli með því að "sérfræðingar" túlki svo niðurstöður kosninganna í allar áttir... allt er réttlætt með kosningunum, þessu fáránlega pakkakerfi þar sem enginn kostur passar alveg, fyrir utan að efndirnar eru svo svona og svona...

Gullvagninn 7.11.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband