. - Hausmynd

.

Hundruð milljóna í glötuðum virðisaukaskatti.

Það er ljóst að ef þessi efni væru lögleg myndu skatttekjur ríkissjóðs af þessum efnum vera gríðarlegar.  Bara virðisaukaskattur gæti ég giskað á að væri ekki minna en 400 milljón krónur, og líklega nær milljarði.

Nú er ég ekki að leggja til að öll ávana og fíkniefni verði lögleidd, en mér þætti eðlilegt að þessi málefni séu rædd af og til.  Nú hafa vísindamenn í víða um heim rannsakað skaðsemi ávana og fíkniefna og ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að mörg þau efni sem við í dag leyfum ekki og lítum hornauga eru jafnvel mun skaðminni en þau fíkniefni sem eru lögleg og þjóðfélagslega viðurkennd.

Forsíðugrein Institute of Alcohol Studies í 1.tb.2007 (PDF) ber heitið "Alcohol - Nearly as harmful as Heroin".  Þar er fjallað um tilraun nokkurra vísindamanna til þess að raða upp 20 mest notuðu fíkniefnum Bretlands eftir skaðsemi.  Það sem vekur mesta athygli er að þeir komast að þeirri niðurstöðu að áfengi er fimmta hættulegasta efni sem er notað á Bretlandseyjum, á eftir Heróíni og Kókaíni, en umtalsvert hættumeira en t.d. Kannabis, LSD og Ecstacy.

Dóp

 

Þessi rannsókn fékk það mikla athygli að Horizon vísindaskýringaþættirnir góðu á BBC fjölluðu um hana.  Fyrir þá sem hafa áhuga á að horfa á þá mynd er hún aðgengileg hér.


mbl.is 233 kg af hassi haldlögð í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já ég meina væri ekki betra að heroin fíklar fengju skamtinn sinn frítt yfir umsjón lækna?   ég meina hver "prófar" hjá  einhverjum sem er að reyna að selja bara e-ð.  ég veit ekki betur en meðalaldur heroinfíkla hafi hækkað í gegnum árin á stöðum þar sem þetta hefur verið gert.      khat er líka að slá í gegn í svíþjóð hef ég heyrt.    

gustinn 25.3.2009 kl. 21:33

2 identicon

bara að reyna að halda umræðunni gangandi.

  "Á flösku af "Nytol sleep aid" má sjá þetta: "Warning: may cause drowsiness." - Maður skyldi nú rétt vona það!  " nokkrar bloggsíður.  

en það sem fáir vita er að þau áhrif sem kannabis hefur á miðtaugakerfið  er einmitt það.   it causes drowsiness.   eins og það komi mörgum á óvart.  ég veit ekki töluna á hversu mörg efni sem menn nota í dag geta gert mann syfjaðann en ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að kannabis hafi þessi áhrif.  ég skora á sérfræðing í málefninu að benda mér á fleiri áhrif kannabis á miðtaugakerfið.

gustinn 25.3.2009 kl. 22:49

3 identicon

lol.     

http://www.youtube.com/watch?v=4a4t2WE3st8

gustinn 25.3.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll gustinn.  Endilega haltu umræðunni gangandi, og bjóddu vinum þínum að taka þátt.  Það verður hægt að skrifa athugasendir við þessa færslu út árið.

Ég mun ekki eyða neinum athugasemdum sem eru innan (minna) siðsemismarka.

Ef þú vilt spyrja mig einhverra spurninga varðandi framboð L-listans, eða mína skoðun á einhverjum tilteknum málum þá mun ég svara eins fljótt og ég get.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.3.2009 kl. 22:55

5 identicon

Nokkuð gott hjá þér að vilja halda umræðunni allavega opinni.. Eitt prik í kladdann fyrir það og annað fyrir nafnið :)

 Það er í rauninni fáránlegt að menn reyni ávallt að sópa þessari umræðu í burtu, því hún hverfur ekkert þótt menn hundsi hana..

Axel 25.3.2009 kl. 23:08

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Alveg rétt nafni.  Vandamálið er komið til að vera, og boð og bönn virðast ekki hafa náð að taka á því.  Einhverjar lausnir hljóta á vera á vandanum.  Og ég tek það fram að kannabisneysla er vandamál, rétt eins og áfengisneysla og tóbaksneysla, eða hvað sem er annað sem eykur álag og kostnað heilbrigðiskerfisins.  Ég er ekki einn af þeim sem held því fram að kannabis sé algjörlega hættulaust.  Ég vona að það séu ekki margir.  En allt hlýtur að mega ræða.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.3.2009 kl. 23:12

7 identicon

Ég veit ekki til þess að nokkur, sem hefur komið opinberlega fram í umræðunni um kannabis - og um breytingar á vímuefnastefnu stjórnvalda - hafi sagt að kannabis sé hættulaust. En, eins og landlæknir sjálfur hefur sagt, þá er það hættuminna en áfengi og tóbak, hvað varðar að mynda fíkn í efnið. Það er staðreynd, sem ekki verður litið framhjá, alveg sama hvaða áróður er notaður, í þeim tilgangi einum - að mér virðist - til að auka fjármuni til hagsmunaaðila.

Sjá:

http://kannabis.net/2009/10/thessu-likja-fiflin-vid-kannabis/

http://kannabis.net/2009/06/svar-fra-landlaekni/

Skorrdal 30.10.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband