. - Hausmynd

.

Hversu margir ætla að skila auðu?

Miðað við síðustu kannanir þá hefur fjöldi þeirra sem segjast ætla skila auðu aukist gríðarlega.  Það mikið í raun að segja má að auðir séu fjórði stærsti flokkur landsins.  Í þjóðarpúlsi Gallup í nóvember mældust auðir með 14% fylgi og í desember með 16% fylgi.  Þetta gæfi auðum um 10 þingsæti.  Þessi þróun undanfarna mánuði verður að teljast stór frétt og lýsa miklilli óánægju með störf allra flokka.

Til samanburðar voru auð atkvæði í alþingiskosningunum 2007 einungis 1,4%


mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Bragason

Sammála þurfum að fá svör við þessu, annars er þessi frétt óhæf til samanburðar við fyrri kannanir á þjóðarpúls.

Brynjólfur Bragason, 2.1.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: molta

ég held helst að maður ætti ekki að kjósa né skila auðu, gríman er að falla af þessu kerfi, fólk hlýtur að sjá fásinnuna, þegar stjórnarflokkarnir 2 eru nú með 51% atkvæða (talinna) eftir hörmungarnar.

molta, 4.1.2009 kl. 14:06

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar.

Bryjólfur:  Það er rétt að þetta vantaði sárlega í fréttina, en það er málið með svo margar fréttir að því sem er fréttnæmast og áhugaverðast er oftast sleppt.  Við verðum því miður að bíða þar til Capacent-Gallup birtir könnunina á síðunni sinni til að sjá hvert hlutfall þeirra sem ætla að skila auðu er.

Molta:  Það sem mér finnst allra verst við núverandi kerfi er hvernig stóru flokkarnir tveir hafa leynt og ljóst verið smám saman að reyna að breyta fyrirkomulaginu í tveggja flokka kerfi í stíl við B.N.A.  Það er svo margt við okkar kosningakerfi sem þarf að breyta, og bara tvær leiðir færar; breyting innanfrá eða með valdi götunar.  Persónulega vil ég friðsamar breytingar innanfrá því þær valda minnstu umróti, en hitt gæti verið meiri líkur á eins og staðan er í dag.

Brynja:  Auður er ágætis nafn.  Ef flokkur með það nafn hefði góð stefnumál þá gæti vel farið að ég kysi hann (eða tæki þátt), því það munar mig ekki nema einum staf að kjósa Auð frekar en það sem ég hef oftast kosið; auða. 

Axel Þór Kolbeinsson, 5.1.2009 kl. 11:07

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Capacent-Gallup birti þjóðarpúlsinn á síðunni sinni í dag og þar kemur fram að 16% aðspurðra ætla að skila auðu.  Nánar hér.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband