. - Hausmynd

.

13,7% Sunnlendinga ætla að skila auðu

Það er greinilega mikil óánægja hér í suðurkjördæmi þegar 13,7% aðspurða segjast ætla að skila auðu eða ekki kjósa.  Það er slæmt að þetta fólk telji sig ekki hafa neinn valkost sem það getur kosið, en ég skil það vel.  Ég vil samt biðja kjósendur í suðurkjördæmi að mæta á kjörstað og skila auðu frekar en að sitja heima.
mbl.is D og S listi stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Ég verð að segja eins og er. Ég var ekki Sjálfstæðismaður fyrir bankahrunið og hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn.

Hins vegar finnst mér eini flokkurinn sem er með viti í dag vera Sjálfstæðisflokkurinn. Mér þykir það leitt að þurfa að segja þetta en Sjálfstæðisflokkurinn er bara eini flokkurinn sem er með frambærilegan leiðtoga og er ekki að boða skattahækkanir út um allar tryssur. Ég bara trúi því ekki að Íslendingar vilji hærri skatta.

Ég er með mínar föstu tekjur á mánuði. Eftir hrunið náum við hjónin rétt svo endum saman. Næ að borga að bílnum, húsinu og get keypt í matinn. Meira get ég ekki leyft mér. Ef að það á að fara að skerða launin mín enn meira með meiri skattheimtu þá sé heimilisbókhaldið bara ekki ganga upp. :(

Svo var Sjálfstæðisflokkurinn sá sem harðast stóð að baki því að Helguvíkurálverið verði reist og svo framvegis.

Ég verð bara að segja eins og er. Eins lítill Sjálfstæðismaður og ég er þá verð ég nú samt að setja X við D. Þetta er eini flokkurinn sem boðar alvöru atvinnusköpun, ekki bótavinnu á vegum ríkisins, og ekki skattahækkanir.

Kv. Sigurður

Sigurður 20.4.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Sigurður og þakka þér fyrir málefnalega athugasemd.  Það er gott að þú skulir hafa fundið stjórnmálaafl til að kjósa.  Mér sýnist hinsvegar sjálfur að ég verði einn af þessum 13,7% sunnlendinga sem skili auðu nema eitthvað breytist næstu daga.  Það er því miður ekkert stjórnmálaafl í boði sem ég get hugsað mér að kjósa þar sem þau öll hafa málefni ofarlega á blaði hjá sér sem gengur þvert á grundvallarhugsjónir mínar.

Annars vona ég að allt gangi þér í haginn.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 17:59

3 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Sæll Axel.

Ég held að "Auðir" verði fjórði stærsti flokkurinn. 

Sigurbjörn Svavarsson, 21.4.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já veistu Sigurbjörn, það er sennilega ekki fjarri lagi miðað við þá valkosti sem eru í boði og óánægju landsmana.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.4.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband