. - Hausmynd

.

Ætlar þú að kjósa einhvern þessara flokka?

Ég hvet alla kjósendur sem blöskrar þessi frétt til að íhuga vel hvert atkvæði þeirra fer.  Það er ljóst að mitt atkvæði fer ekki á Bankaflokkana nú frekar en áður.
mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið á laugardaginn er auðvitað Borgarahreyfingin x við o ið þar er engin spilling

og kosningaskrifstofan er að Eyrarvegi 31 á Selfossi. 

Einar Guðjónsson 21.4.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er einn valkosturinn Einar.  Finnst samt ekki líklegt að þið fáið mitt atkvæði þó þið hafið mína velvild og von um gott gengi.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.4.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Frjálslyndir fá mitt X að þessu sinni, þó ég sé ekki hlynntur virkjanastefnu þeirra.

Ísleifur Gíslason, 22.4.2009 kl. 00:46

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Takk fyrir athugasemdirnar Ísleifur og Jóhanna.  Ég hef verið frekar heimilislaus þegar kemur að kosningunum, og þetta eru ekki þær fyrstu.  Ég hef verið að velta fyrir mér aðallega þrem valkostum; Frjálslynda, Lýðræðishreyfingunni eða skila auðu.

Eftir skoðanakannanir dagsins er VG samt orðinn ákveðinn valkostun í mínum huga, og eingöngu vegna raunhæfs möguleika þess að þau gætu orðið stærri en Samfylkingin.  En þó svo að í pólitíska litrófinu ætti ég að geta fundið mér mesta samsvörun með VG, þá eru ýmis stefnumál þeirra þvert á grundvallarhugsjónir mínar og ætti því ekki að geta kosið þau, en ég gæti bitið það í mig núna.

Annars er ég enn ekki búinn að gera upp hug minn, og efast um að ég geri það fyrr en í kjörklefan kemur, en get þó sagt það að ég mun ekki kjósa B - D - S, hef ekki gert það áður og ætla ekki að byrja á því núna.  Því miður eru líka litlar líkur á að ég kjósi Borgarahreyfinguna, en óska þeim sem best gengis og þá helst á kostnað Samfylkingar.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.4.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband