. - Hausmynd

.

Að sjálfsögðu

Að sjálfsögðu er ég búinn að skrifa undir.

Nú er nýjasta útspilið það að Ísland eigi að geta verið komið í ESB eftir 1½ ár.  Engin dæmi eru um það að aðildarviðræður hafi nokkurntíman gengið svo hratt fyrir sig hjá þessu efnahagslega og pólítíska sambandi.  Það land sem hraðast hefur gengið inn hingað til er Finnland, og það tók 3 ár.


mbl.is Ósammála punktur is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega, allir að láta vini, ættingja og vinnufélaga vita af þessari síðu. sammala,is er með rosalegt forskot á okkur.

Þór 22.4.2009 kl. 21:05

2 identicon

Íslendingar hafa þegar lokið við að innleiða stóran hluta af löggjöf Evrópusambandsins. Þess vegna mun þetta taka mun styttri tíma en hjá öðrum ríkjum.

steini 22.4.2009 kl. 21:05

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ísland er búið að taka upp stórann hluta reglna sem snúa að innri markaði ESB Steini.  ESB sinnar hafa verið að halda á lofti 60% - 90%.  En þá er allt hitt eftir.

Samtals erum við kannski búin að taka upp að mesta lagi 10% laga ESB hér, og þá er ég að vera rausnarlegur.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.4.2009 kl. 21:09

4 identicon

Hvers vegna er þrýstingur frá ESB um að Ísland verði aðili? Hvers vegna tekur lengri tíma fyrir vanþróaðri ríki að semja sig inn ?? og hvers vegna er ekki hægt að komast útúr þessum klúbbi nema allar aðildarþjóðir, allar aðildarþjóðir séu því samþykkar ??

Brynjar Sindri Sigurðarson 22.4.2009 kl. 23:11

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ísleifur Gíslason, 23.4.2009 kl. 13:09

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Hefði frekar viljað sjá undirskriftasöfnun undir nafninu fullvalda.is eða eitthvað í þeim dúr. Ekki besta nafni, en auðvitað kvittar maður samt.

Haraldur Hansson, 23.4.2009 kl. 13:34

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þetta eru góðar spurningar Brynjar.  Ég sé til hvort ég geti ekki reynt að svara einhverjum þeirra í kvöld.

Ég hefði haft húmor fyrir að nota lénið sammala.eu Haraldur.  Við erum sammála um að hagsmunum okkar gæti verið betur varið utan ESB, og ég er reyndar nokkuð viss um það.

Takk fyrir innlitið Ísleifur

Axel Þór Kolbeinsson, 23.4.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband