25.4.2009 | 19:29
Kosningahugvekja.
Um miðjan dag í dag lagði ég leið mína í þá kjördeild sem ég kýs í. Mér finnst það mikilvægt að nýta kosningaréttinn og því var mikill innri þrýstingur á mig að fara og nýta lýðræðislegan rétt minn.
Á leið minni á kjörstað fór ég að vera þvalur í lófunum. Ég hef nefninlega hugsað um það hvað ég eigi að kjósa og það hefur vafist fyrir mér. Ýmsir kostir hafa komið til greina, en enginn þeirra hefur verið nægilega réttur að mínu mati. Í biðröðinni að kjörklefanum ágerðist þessi óþægindatilfinning.
Þá er komið að mér. Ég geng að borði kjörstjórnar og tilkynni hver ég er, sýni persónuskilríki eins og vera ber og fæ afhentann kjörseðil og er vísað á auðan klefa. Nú vandast málið. Ég fæ mér sæti með blýant í hönd og lít yfir lista framboðanna. Ég hugsa um hvað hvert framboð stendur fyrir, hvað mér líkar í málflutningi þess ef eitthvað, og hvað er mér þvert um geð. Þarna sit ég með blýant í hendi í um 5 mínútur og horfi á nöfn eins og Björgvin G. Sigurðsson og Árni Johnsen, og horfi á listabókstafina; B,D,F,O,P,S og V.
Á endanum læt ég blýantinn frá mér vitandi það að ég get ekki gefið neinu þessara framboða mitt atkvæði með góðri samvisku, brýt kjörseðilinn saman, kem honum í kjörkassa án þess að líta í augun á nokkrum manni og geng hratt út.
Nú sit ég heima, sötra bjór og býð þess sem mun koma. Megi Guð eða aðrar vættir blessa Ísland.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Takk Axel fyrir öll þín frábæru störf, hugsjón og elju.
This is the end of the beginning.
Treystum Guði, og látum púðrið ekki vökna minn kæri.
Þórhallur Heimisson 25.4.2009 kl. 20:08
Lenti í svipuðum þrengingum og þú Axel en endaði þó með að setja X á blaðið og vona það besta.
Ég er sammála Þórhalli að þetta er endirinn á upphafinu.
Verðum klár í L slaginn þegar að því kemur sem verður trúlega innan tíðar.
Ísleifur Gíslason, 25.4.2009 kl. 20:18
Því miður þá vantar alvöru fólk í okkar kjördæmi og þú ert ekki einn um að hafa skilað auðu í Suður. En eins og góður vinur minn sagði eitt sinn, megi Óðinn, Þór, Týr og Jesú og allir hinir hjálpa okkur. Ekki veitir af að hafa þá fleiri en færri. HFF
Umrenningur, 25.4.2009 kl. 20:24
Sæll kappi.
"Lyftum skál og léttum okkar geð" .
Sigurbjörn Svavarsson, 25.4.2009 kl. 21:08
Sæl öll og takk fyrir innlitið.
Líklega hefði verið betra að nota það orðalag sem þú leggur til Jóhanna, en best að láta færsluna standa eins og hún er.
Ég fullvissa ykkur um að í mér er engin uppgjöf, og ég tel ekkert ólíklegt að ég þurfi að beita mér mun meir en ég hef hingað til gert strax í sumar í þágu Íslands og Íslendinga óháð uppruna.
Ég er að vona að við L-lista fólk getum farið af stað aftur með okkar vinnu strax í byrjun maí, allaveganna halda einn fund áður en sauðburður fer á fullt.
Annars segi ég bara skál og njótið kosningavökunar í kvöld.
Axel Þór Kolbeinsson, 25.4.2009 kl. 21:40
Hef hitt ótrúlega marga í svipuðum vandræðum. Við verðum næst að veita í það minnsta einu kjördæmi tækifæri til að kjósa okkur næst.
Már Wolfgang Mixa, 25.4.2009 kl. 21:53
Ég skora á alla fullveldissinna, hvar í flokki sem þeir standa, til að sameinast í baráttunni fyrir áframhaldandi sjálfstæði þjóðarinnar og gegn því að vera sett undir skrifræði Brüsselveldissins.
Ísleifur Gíslason, 26.4.2009 kl. 13:57
Eftir að hafa hlustað á formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins núna í morgun þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum með hvaða pól þau taka í hæðina í ESB málinu. Það er ljóst að þau hafa farið í þessa kosningabaráttu með hangandi hendi og ekki sætt sig við lýðræðislega niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Það er áhyggjuefni og mikil vonbrigði verð ég að segja. Af orðum þeirra að dæma þá voru þau aldrei heil í þessu átakamáli. Og svo er Vilhjálmur Egilsson byrjaður ,,að væla" og það er örugglega stutt í að fjölmiðlar taka Benedikt Jóhannesson tali.
Það á greinilega að kenna ESB stefnu flokksins um ófarirnar en ekki dettur mönnum í hug að líta í eign barm varðandi sofandaháttinn á síðustu 5-7 árum eða svo né styrkjamálið sem fór illa með heilindi flokksins gagnvart kjósendum. Auðvitað voru það ekkert annað en svik við flokkinn að þiggja styrki frá helstu andstæðingum flokksins í viðskiptalífinu en þeir sem þáðu þá styrki virðast ekki kunna að skammast sín. Síðan furðaði ég mig á hvernig mönnum datt í hug að velja Tryggva Þór Herbertsson á lista flokksins í NA kjördæmi en hann var einn af tákngervingum fjármálahrunsins. Þeir hefði allt eins getað sett Hannes Smárason á listann. Þessi niðurstaða flokksins í kosningunum kemur að litlu leyti ESB málinu við - það sjáum við í kosningasigri VG.
En þetta er bara mín skoðun!
Jón Baldur Lorange, 26.4.2009 kl. 14:57
Það gæti komið að því seinna að allir raunverulegir sjálfstæðis menn verði að kjósa VG.
En það verður að hleypa samfó til brussel, hún á sér votan draum.
Vilhjálmur Árnason, 26.4.2009 kl. 17:29
Ég er þess fullviss að L-listi fullveldissinna muni bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir næstu kosningar, og að margir óánægðir sjálfstæðismenn af gamla skólanum gangi til liðs við okkur.
Það er rétt hjá þér Jón Baldur að forusta flokksins er ótrúverðug í ESB málunum sem og öðrum málum. Svo hefur það háð almennum sjálfstæðismönnum hvað menn úr viðskiptalífinu eru áberandi í starfi flokksins. Maður hefur haft það á tilfinningunni að forysta flokksins og áhrifamenn innan hans hafi ekki bestu hagsmuni landsins til hliðsjónar við sína vinnu. Jafnframt er ég sammála þér á túlkun niðurstöðu kosninganna. Ótvíræður sigur VG bendir til þess að andstaðan við ESB málið sé mjög sterk hjá stórum hluta landsmanna, og þá sérstaklegra þeirra landsmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.
Vilhjálmur: Eigum við ekki bara að kaupa farmiða aðra leið til Brussel fyrir Samfylkinguna eins og hún leggur sig?
Axel Þór Kolbeinsson, 27.4.2009 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.