. - Hausmynd

.

Fastgengisstefna er í mörgum myndum.

Algengasta leið fastgengisstefnu er að tengja verðgildi eins gjaldmiðils við annan.  T.d. 200ISK = 1GBP.  Vandamálið við hreina fastgengisstefnu hversu dýr hún getur orðið ef ekki er rétt staðið að henni eins og er rakið í tengdri frétt.

Önnur leið er að tengja verðgildi gjaldmiðils við körfu gjaldmiðla.  Í grundvallaratriðum er þetta sama leið og sú hér að ofan, en hefur þann kost umfram að gjaldmiðillinn er ekki háður efnahagsástandi á einu myntsvæði.

Gulltrygging er enn ein mynd fastgengisstefnu, en til þess að hún gangi upp þarf viðkomandi land að eiga birgðir af gulli, og/eða öðrum eðalmálmum eftir því hvernig tryggingin er útfærð, og tryggja það að hver sem þess óskar geti fengið gjaldmiðli skipt fyrir gull eða þá eðalmálma sem eru á bak við gjaldmiðilinn.

Enn ein leið fastgengisstefnu er myntráð.  Myntráði má líkja við gulltryggingu nema í stað eðalmálma þá er tryggingin einn eða fleiri gjaldmiðlar.  Bæði myntráð og gulltrygging krefst þess að seðlabanki eigi fyrir öllum þeim seðlum sem gefnir eru út í varasjóð.

ERM II fyrirkomulagið sem er undanfari þess að ganga í evrusamstarfið er fastgengisstefna þar sem leyfð eru flotmörk frágengisviðmiði.  Undir ERM II má gengið sveiflast um ±15%.  Þau lönd sem nú eru í ERM II hafa þó í raun mun harðari stefnu og raunbreyting frá viðmiðunargengi er ±1%, eða þar um bil.

Persónulega er ég hlynntastur fyrirkomulagi svipuðu og ERM II, en með tengingu við körfu gjaldmiðla eftir vægi þeirra í milliríkjaviðskiptum okkar.  En ég tel jafnframt að ekki sé hægt að taka upp það fyrirkomulag að svo stöddu þar sem gjaldmiðill okkar á enn eftir að ná stöðugleika á alþjóðamarkaði.  Ef við myndum ákveða einhliða að festa okkar gjaldmiðil og myndum velja verðgildi sem markaðurinn væri ekki sammála gæti orðið kostnaðarsamt til lengri tíma að viðhalda því gengi.  En flotgengisstefna með verðbólguviðmiði eins og er stunduð hér á ekki við gjaldmiðil gefinn út í takmörkuðu magni.

Samantekt á Wikipedia um peningastefnur.

Listi yfir gjaldmiðla sem nota fastgengisstefnu.


mbl.is Síðasta gengisfrystingartilraun gekk ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband