. - Hausmynd

.

Til hamingju Grænlendingar

Innilega til hamingju með aukið fullveldi þjóðarinnar.  Síðan þið fenguð heimastjórn árið 1979 hafið þið sýnt vilja ykkar til að stjórna eigin málum og eruð eina þjóðin sem hafið gengið úr Evrópubandalaginu sem þið álpuðust með Dönum inn í þótt meirihluti ykkar hafi verið á móti því alla tíð.

Svo óska ég skyldmennum mínum á Grænlandi og af grænlenskum ættum annarsstaðar í heiminum sérstaklega til hamingju.


mbl.is Grænland fær aukna sjálfsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú jú....hamingjuóskir eiga nágrannar okkar ad fá.  Til hamingju Graenlendingar.  Megi ykkar thjód dafna vel og um alla framtíd.

Thad vill svo til ad Graenland var fyrsta landid sem ég heimsótti.

mmmmm 21.6.2009 kl. 10:45

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já tek undir þær hamingjuóskir til frænda okkar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.6.2009 kl. 01:59

3 identicon

mér finnst 17. júní vera frekar sorgar dagur

við værum betur komnir áfram undir dönskum fána.

Ragnar 22.6.2009 kl. 02:30

4 identicon

Heitir þetta ekki „fullveldi“? - Var það ekki „fullveldi“ sem Grænlendingar voru að fá? - Þeir halda það í það minnsta. Ekki „aukið fullveldi“ heldur „FULLVELDI“.

Það breytir engu um það þó íslenskir and-Evrópusinnar vilji skilgreina „fullveldi“ með allt öðrum hætti en restin af heiminum, og allt öðrum hætti en Íslendingar gerðu þann 1. des 1918 þegar ísland varð formlega fullvalda þjóð. Ísland hafði þó áfram danskan kóng, danskan hæstarétt, danska landhelgisgæslu og danir önnuðust öll utanríkismál Íslands, en samt varð Ísland „fullvalda“ þann dag.

HH 23.6.2009 kl. 05:09

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mikið rétt HH.  Grænlendingar eru að öðlast sambærilegt vald yfir eigin málum og við fengum 1918, fullt vald yfir innri málefnum og viðurkenningu á þjóðríkinu.  Það er aukning frá þeirri heimastjórn sem þeir höfðu.  Algert fullveldi kemur svo þegar þeir taka yfir stjórn utanríkismála rétt eins og við gerðum árið 1944.

Skilgreiningin á fullveldi er tiltölulega einföld:

Fullveldi felur í sér einkarétt til þess að fara með æðstu stjórn, dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald, yfir landsvæði eða hópi fólks t.d. þjóð eða ættbálki.

Svo enda ég þetta á tilvitnun í Lassa Oppenheim, sem sumir kalla faðir alþjóðalaga:

“There exists perhaps no conception the meaning of which is more controversial than that of sovereignty. It is an indisputable fact that this conception, from the moment when it was introduced into political science until the present day, has never had a meaning which was universally agreed upon.”
 
— Lassa Oppenheim

Axel Þór Kolbeinsson, 23.6.2009 kl. 08:27

6 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Grænlendingar að öðlast sitt á meðan Íslendingar virðast vera að tapa sínu. Ef til vill er málið að feta í fótspor Eiríks hins Rauða?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 23.6.2009 kl. 12:04

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er alltaf möguleiki Þór.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.6.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband