. - Hausmynd

.

Vér mótmælum allir!

Baráttan heldur áfram næstu daga og munum við hittast hvern dag á Súfistanum klukkan 13:30 og höldum þaðan að alþingi.  Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Ég hvet alla sem geta að hafa samband við sem flesta þingmenn á hvaða hátt sem þeir geta, jafnvel með SMS-skeyti.  Munið að best er að ræða við þá af kurteisi því þannig komast okkar skilaboð helst til skila.  Við viljum tvöfallda þjóðaratkvæðagreiðslu, en til vara að enginn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna um þetta stærsta mál frá lýðveldisstofnun.

Hér er hægt að nálgast tölvupóstföng og símanúmer þingmanna:  http://www.althingi.is/dba-bin/thmn.pl?lthing=.&tegund=%DE&nuvam=1

-----------------------------------------------------------------------

Mætum öll á Þingvöll til að heita á land okkar og þjóð.

Þriðjudaginn 14. Júlí klukkan 20.00 mun hópur fólks mæta á Þingvöll í litlu sætin fyrir framan miðja Almannagjá á svæðinu fyrir ofan Þingvallakirkju.  Þar munu þeir sem vilja fara með heit sín til lands og þjóðar.

Tilgangurinn með þessu er að vekja samhug okkar allra með fullvalda og frjálsri þjóð.

Þessi gjörningur verður ekki á vegum neinna samtaka eða annarra hópa, heldur er um einstaklinga að ræða sem koma allsstaðar að.

Guðni Karl Harðarson er hugmyndasmiðurinn á bak við þennan gjörning.

Ég hvet sem flesta til að mæta.

http://www.facebook.com/event.php?eid=101715792907&ref=mf


mbl.is Áfram deilt um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband