. - Hausmynd

.

Hiti í fólki á Austurvelli og þrúgað andrúmsloft á þinginu

Enn stóð ég vaktina á Austurvelli og inni á alþingi frá 14:00 til 21:00 í dag.

Á Austurvelli er hiti í fólki, jafnvel þótt það blási köldu af og til.  Ekki var þó mikið af fólki en ég gæti giskað á að hátt í 100 hafi verið viðloðandi mótmæli þegar mest var.  Barið var í stórt og mikið gong og blásið í lúðra.  Fólk kallaði að alþingishúsinu og var einn mótmælandinn með gjallarhorn.  Hópur fólks tók sig til og plantaði 100 íslenskum fánum í blómabeðin á Austurvelli.  Þarna voru líka félagar í Heimssýn sem dreifðu bæklingnum "12 ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild".

Sumir voru heitari en aðrir í mótmælum sínum og kölluðu ókvæðisorð að þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinnar sérstaklega en minna að öðrum.

Ég náði því aftur að vera í fjölmiðlaumfjöllun, en fréttaritarar Reuters og DW tóku við mig viðtöl.  Fáir innlendir fréttamiðlar virðast þó sýna mótmælendum athygli.

Inn á þingi og meðal þingmanna var mun þrúgaðra andrúmsloft.  Ég talaði við þó nokkra þingmenn í dag með mismunandi árangri.  Í matsal alþingis var fólk að stinga saman nefjum og ræða yfirvofandi atkvæðagreiðslur.  Enn telja nokkrir þingmenn að breytingartillaga varðandi tvöfalda atkvæðagreiðslu gæti gengið í gegn, en eru jafnframt á þeirri skoðun að tillaga ríkisstjórnar muni líklega vera samþykkt.  Enn eru báðar þessar tillögur tvísýnar.

Ég hef einnig verið að ræða við starfsmenn þingsins og telja margir þeirra þetta mál vera "skrípaleik" svo ég noti þeirra eigin orð.  Töluðu þeir um skort á umræðum á því sem skipti mestu máli:  Skjaldborgina margfrægu.

Einstaka þingmenn heyrðu víst viðtalið við mig í síðdegisútvarpi rásar2 og fékk ég hrós fyrir hve málefnalegur ég var.  Það ætti ekki að koma á óvart að ég efldist allur við það.

En eins og ég sagði í síðustu færslu minni þá er ég þrjóskari en andskotinn og mun því mæta aftur á morgun til að reyna að breyta skoðunum þingmanna.


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Axel þú ert réttur maður á réttum stað :-)

Ísleifur Gíslason, 15.7.2009 kl. 22:56

2 identicon

Þú ert sannur Íslendingur Axel minn, hitti þig á austurvelli í fyrradag.

geir 15.7.2009 kl. 23:14

3 Smámynd: Páll Blöndal

Svínaflensan á Austurvelli?

Páll Blöndal, 15.7.2009 kl. 23:40

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Húmor í þér Páll.

Annars þakka ég ykkur Dóra, Ísleifur og Geir fyrir hlý orð.

Ég verð líka að bæta við þökkum til aðstoðarmanns míns sem er nafnlaus fyrir að senda mér fréttir þannig að ég viti nákvæmlega hvað er að gerast á þinginu og annarsstaðar á meðan ég er fyrir utan.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.7.2009 kl. 23:45

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Átt meiriháttar HRÓS skilið Axel!

Verð með þér í anda í dag!

ÞRJÓSKAN er SIGURTÁKN!

Með ÞJÓÐLEGRI BARÁTTUKVEÐJU!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.7.2009 kl. 01:00

6 Smámynd: Andrés.si

Athygli vekur að fréttakona Rauters kom frá Sviðjóð.  Á Íslandi eru starfandi Reuter fréttamennir, virðist vera af íslenskum uppruna.  Það má vel vera að þeim er ekki treystandi og svo sentu þeir bara til Íslands þessa sem var að tala við þíg á meðal annars Axel.

Andrés.si, 16.7.2009 kl. 01:45

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áfram Ísland!

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2009 kl. 09:39

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk Axel. þú stendur þig frábærlega. Ég dáist að þér í þessari friðsamlegu baráttu. þannig náum við nefnilega árangri, góðir íslendingar. Málefnanleg og fræðandi mótmæli!

Andrés.si. Já ruglið er algjört. Frá Svíþjóð fáum við ekki raunhæfar og réttar fréttir núna. Svo mikið veit ég. þeir eru kanski ekki hlutlausir og það er verið að snúa upp á handlegginn á þeim, að ég tel .

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.7.2009 kl. 22:10

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þakka þér fyrir Anna.  Ég mun halda áfram að blogga um þá daga sem ég tek í þetta, þótt þeir munu fækka eitthvað.  Maður lifir víst ekki á hugsjóninni einni saman.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 22:14

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel, þú ert frábær. Skiljanlega er ekki endalaust hægt að standa í fremstu víglínu og kauplaus. Matur og húsaskjól er ekki ókeypis á Íslandi. það vita þeir sem þurfa að vinna fyrir því.

Myndi samt vilja gera eitthvað í að koma þér á kaup við þetta baráttumál íslendinga, hvar sem þeir eru í flokkspólitíkinni. Veit bara ekki alveg hvar við finnum pening til þess. En ætla að finna leið til þess .

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.7.2009 kl. 23:40

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Anna Sigríður, ég vil nota tækifærið og vekja athygli Samtökum Fullveldissinna sem ég og Axel erum stjórnarmenn í. Hægt er að styrkja samtökin með því að leggja inn á bankareikning nr. 0114-26-1744 kt. 520509-0890, en hámarksupphæð er kr. 300.000 á ári pr. styrktaraðila. Við höfum hingað til ekki þegið neinar greiðslur fyrir störf okkar í þágu samtakanna, en þeir peningar sem safnast verða nýttir í þágu baráttunnar fyrir áframhaldandi fullveldi og endurreisn Íslands.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2009 kl. 13:52

12 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég tek undir með Guðmundi félaga mínum, en bendi líka á Heimssýn fyrir þá sem vilja ekki styrkja stjórnmálasamtök.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.7.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband