17.7.2009 | 09:41
Hvað gerðist utan við alþingi í gær?
Nú þegar fólk er búið að blása eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar á þinginu get ég komið að fréttaflutningi af fólkinu sem var á Austurvelli.
Rétt eins og fyrri daga fór ég í bæjarferð til að reyna að ná tali af þingmönnum og almenningi. Því miður mátti ekki trufla neina þingmenn í gær. Ég bað þá starfsmenn þingsins að koma fallegu ljóði eftir Magnús Þór Sigmundsson til ákveðins þingmanns.
Eftir það fór ég og ræddi við þá fáu mótmælendur sem voru mættir snemma. Við vorum öll sammála um að við værum hálfgerðir rugludallar fyrir að nenna að standa í þessu, en hvað gerir fólk ekki þegar það hefur heita sannfæringu.
Þegar klukkan fór að nálgast 12 fór að streyma að fleira fólk. Mest andstæðingar ESB umsóknar en þó voru nokkrir jakkafataklæddir ungir menn þarna sem viðurkenndu að vera fylgjandi umsókn. Löng biðröð hafði myndast til að komast upp á þingpalla. Þegar ekki var hleypt inn nema 15 - 20 manns lá við að syði upp úr hjá þeim hátt í 50 sem ekki fengu inngöngu. Þegar við spurðum hversvegna ekki væri opnað á hliðarpallana var okkur tjáð að það væri vegna brunavarna - svona ef svo ólíklega vildi til að kviknaði í hlöðnu steinhúsi.
Eftir það safnaðist hópur fólks saman við sv-horn Austurvallar og bjó til hávaða. Fólk hafði tekið sig til og spilaði Þjóðsöng Íslands og önnur ættjarðarlög og magnaði þessi fallegu lög í gegnum gjallarhorn í þeirri von að þingmenn heyrðu. Þar sem við fengum ekki fréttir nægilega ört fékk ég félaga minn til að hringa í mig með úrslit hverjar atkvæðagreiðslu, sem ég tilkynnti í gegn um gjallarhornið. Undir það síðasta var þó búið að kveikja á útvörpum í bílum við völlinn og safnaðist fólk þar saman og hlustaði á atkvæðagreiðsluna um frumvarp ríkisstjórnarinnar. Fólk klappaði fyrir góðum ræðum, hneykslaðist á ræðum ýmissa í VG sem nánast hötuðu ESB en samþykktu samt aðildarumsókn og muldraði þess á milli. Í ýmsum var mikill hiti og misstu þeir út úr sér orð sem eru ekki prenthæf.
Þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar var orðin ljós tók ég gjallarhornið aftur og tilkynnti úrslitin og nöfn þeirra sem sátu hjá.
Eftir þetta fækkaði hratt á Austurvelli, en nokkrir voru þó eftir og létu þingmenn heyra það þegar þeir gengu út. Sumir þingmenn fengu góðar viðtökur, og þá sérstaklega Birgitta Jónsdóttir sem var föðmuð í bak og fyrir.
Eins og undanfarna daga hefur þessi hópur fólks fengið mjög litla athygli innlendra fjölmiðla og hafa þeir nánast verið í sögufölsun þegar kemur að myndefni, en íslensku fánarnir 100 í beðum Austurvallar voru á vegum mótmælenda en þar hafa fjölmiðlar verið að reyna að láta svo líta út að um gleðilegt myndefni hafi verið að ræða. Erlendir fjölmiðlar hafa staðið sig mun betur.
Læt svo fylgja hér með þær myndir og myndskeið sem ég get fundið af mótmælendum, ásamt ljóði Magnúsar Þórs. Ég mun bæta við jafnóðum og ég finn fleiri.
Að lokum vil ég benda fólki á Samtök Fullveldissinna og Heimssýn. Heimssýn eru þverpólitísk, og í raun ópólitísk samtök sem beita sér gegn aðild Íslands að ESB á meðan Samtök Fullveldissinna eru hápólitískt stjórnmálaafl í mótun.
Næsta myndskeið er reyndar síðan í fyrradag.
Þessi mynd birtist á www.rtvslo.si Ég þakka Andrési fyrir ábendinguna.
Erfiðar viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.7.2009 kl. 11:46 | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Því miður er erfitt að finna myndir af mótmælunum í gær, þrátt fyrir að mikið hafi verið tekið af þeim. Ef þið kæru lesendur vitið um einhverjar myndir af okkur sem stóðum á Austurvelli þá megið þið láta mig vita hvar þær eru að finna.
Eitt að auki. Ég geng um með sorgarband um upphaldegginn næstu daga hið minnsta og hvet aðra til þess sama ef þeir eru sama sinnis og ég.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.7.2009 kl. 10:40
Já, það hlýtur vera erfitt að finna myndir af mótmælendum sem voru hvergi.
Axel hvað sást ÞÚ marga mótmælendur í kringum þig?
Af hverju datt mér kvikmyndin Gaukshreiðrið í hug, þegar ég sá þessar myndir?
Páll Blöndal, 17.7.2009 kl. 18:21
Og af hverju ert þú Páll að ráðast á Axel og gera lítið úr viðleitni hans? Hefur þú kannski ekki verið í landinu sl. daga? Framið var pólitískt ofbeldi í gær þegar fólkinu í landinu var neitað um að hafa fyrsta orðið.
Elle_, 17.7.2009 kl. 20:03
Ég veit ekki hvar þú hefur verið Páll, en við sv-horn Austurvallar voru hátt í 100 manns þegar mest var, um klukkan 12:45. Eftir það fækkaði í hópnum enda hádegismatartími fólks búinn. Eftir klukkan 13:00 hafa verið um 50 - 60 saman í hóp að hlusta á þingmenn gera grein fyrir atkvæðum sínum við þetta sama horm, beint á móti aðalinngangi alþingis. Eftir að úrslitin voru kunn fjölgaði hratt.
Meir að segja núna seinnipartinn voru einhverjir á þessu horni því ég heyrði ó0m af gonginu þegar ég skrapp í bæinn til að fara á fund.
Takk fyrir innlitið EE elle.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.7.2009 kl. 20:38
Já,við vorum þarna æðimörg.Eða eru hundrað sálir með sannfæringu
ekki allt nokkuð? Hefði hins vegar viljað sjá fleiri.Undarlegur
doði í fólki þegar mikilsverðasta mál seinni tíma á Íslandi er
tekið fyrir,sjálfstæði sjálfs lýðveldisins.Fjölmiðlar landsins
hafa að vísu þagað okkur í hel,það er kannski orðin "sérviska"
að bera ættjarðarást í brjósti,en ég vil þá að minnsta kosti
hafa mína í friði.
Ólafía Ragnarsdóttir 18.7.2009 kl. 15:24
Axel, takk enn einu sinni. það var fámennt og góðmennt á málefnanlegum hugsjóna og baráttu- nótum sem ekki er borgað fyrir frá Brussel. Húrra fyrir því.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.7.2009 kl. 00:09
Axel. Gallin er tæknilegur. Ég þarf einfaltlega að búa til nýja möppu því myndir af motmælum í julí eru orðin fleiri en 200 en meira Facebook leyfir ekki. Skal reyna að bætta þessu inn. Hér er það sem er í umrædd möppu. Siðastar siður eru frá 16.7.
Andrés.si, 19.7.2009 kl. 02:55
http://www.facebook.com/album.php?page=7&aid=122397&id=643834883
Andrés.si, 19.7.2009 kl. 02:56
Hérna er slóð af öllum hinum myndum
http://www.facebook.com/album.php?aid=124802&id=643834883&saved#/album.php?aid=124802&id=643834883
Andrés.si, 19.7.2009 kl. 03:07
Sælar Ólafía og Anna.
Ég þakka ykkur fyrir innlitið og stuðninginn. Við munum hittast bráðlega aftur.
Sæll Andrés.
Ég þakka þér fyrir myndatökunar. Ég hef verið að vísa í einhverjar myndir frá þér og mun bæta við fleirum.
Axel Þór Kolbeinsson, 19.7.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.