. - Hausmynd

.

Íslenskt, já takk.

Eiginkonan mín sem er bandarísk að uppruna vill ekki sjá annað en íslenskar gulrætur, þannig að það var mikil gleði hjá henni í síðustu viku þegar loksins var komið eitthvað annað en hollenskar gulrætur í búðina.  Samkvæmt konunni smakkast þær hollensku eins og plast.
mbl.is Gott er að borða gulrótina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er sammála konunni þinni með bragðið og gladdist því líka þegar nýjar íslenskar gulrætur dúkkuðu upp í búðinni. 

En af hverju skyldu þær innfluttu vera svona vondar; eru þær orðnar of gamlar eða eru innflytjendur að flytja inn eitthvað ódýrt drasl sem enginn annar vill?

Ódýrt innflutt er allt of dýrt ef það reynist óætt!

Kolbrún Hilmars, 20.7.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mig grunar að það séu einhver tengsl við skordýraeitur, án þess að ég hafi nokkuð fyrir mér í því.  Svo gæti það hreinlega verið út af mismunandi afbrigðum.  T.d. bragðast bandarískar gúrkur ekkert eins og gúrkur.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.7.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, ekki veit ég.  En ég hef víða flækst og er mjög hrifin af grænmetisúrvalinu bæði austan hafs og vestan, sem er undantekningarlítið bæði ferskt, bragðgott og smakkast ekki síður en það nýja íslenska. 

Því hallast ég frekar að aldrinum - eða afgangsdraslinu - en skordýraeitrinu.  Það sem okkur er boðið upp á hér af því innflutta er lítið skárra en bragðvondur þerripappír. 

Kolbrún Hilmars, 20.7.2009 kl. 18:57

4 identicon

Það skiptir miklu máli hvað mikill áburður er notaður, hjá  þessum stóru, risastóru framleiðendum sem eru að flytja út til margra landa eins og t.d frá Hollandi og til okkar er uppskeran pínd upp á örtíma, við það gefst ekki tími til að safna þessum dásamlega ferskleika í hráefnið. Sumarið hjá okkur er svo stutt að við náum hvort eð er aldrei 2 hvað þá 3 uppskerum og því erum við ekki að reyna það og því er varan okkar oftast mjög góð.

Kolla....  þegar ég er í útlöndum þá versla ég á göturmörkuðum  þar sem smábændur eru að selja sína uppskeru og það er allt allt annað hráefni, svo gera líka betri matsölustaðir,  þeir versla af smábændum því það er miklu betra hráefni. Sjá t.d bresku þættina með Jame Oliver, hann bendir ekki svo sjaldan á þetta. það sem er innlutt til okkar er oftast frá risaframleiðendum sem taka magnið umfram gæðin.

20.7.2009 kl. 22:01

5 identicon

Ég held að aldurinn spili minnstan þátt í þessu að öðru leiti en því að við þurfum að bíða mun lengur eftir þeim íslensku í jörðinni sökum kulda. Þær verða samt safaríkari fyrir vikið. Þú getur borðað gamla íslenska gulrót og hún smakkast samt ekkert eins og hollensk gulrót. Gulrót er ekki bara gulrót.

 Vonandi verður fólk duglegt að versla íslenskt í ár og tilbúið að sjá eftir nokkrum auka krónum vitandi að þau fara í íslenska vasa og að lokum aftur í íslenska kassann okkar.

númer 99 21.7.2009 kl. 02:54

6 identicon

Ef allt væri eðlilegt ætti íslenskt að vera ódýrara en það innflutta miðað við gengið í dag, en ef íslendingar eru sjálfum sér samkvæmir þá munu þeir misnota þessa stöðu eins og alltaf og því mun koma upp sú staða á ný að ódýrara er að flytja allt inn þrátt fyrir gríðarlega óhagsstætt gengi.  Maður er þegar farin að sjá þetta á alíslenskum vörum sem ekki eru háðar nokkrum innflutningi.

Tökum dæmi harðfisk,  þar hafði  hráefnisverð lækkað gríðarlega í haust og vetur, en hefur einhver séð harðfiskinn lækka???

21.7.2009 kl. 08:27

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Fyrst það var minnst hérna á áburð; afhverju í andsk.. er verið að flytja hingað inn gríðarlegt magn af áburði þegar hægt væri að blanda kjúklinga og ferfætlingaskít saman við jarðveginn og minnka notkun á verksmiðjuframleiddum áburði?

Axel Þór Kolbeinsson, 21.7.2009 kl. 12:34

8 identicon

Á mörgum stöðum á landinu dugar það ekki til Axel,  það þarf tilbúin áburð líka. Ef hann væri ekki notaður þyrfti miklu mun meira land á hverja jörð  til ræktunnar en margir bændur hafa aðgang að.  Bændur eru mjög misjafnlega vel í sveit settir, t.d þar sem ég ólst upp í Skagafirði þurfti ekki nema um 6 poka á hektarann (pokarnir voru þá 50 kg) en þar sem ég hins vegar hóf búskap með manni mínum þurfti 10-12 poka á hektarann, á báðum þessum stöðum var allur skítur sem til féll notaður á túnin. Hitt er annað mál að þennan tilbúna áburð er vel hægt að framleiða hér á landi  á ætti auðvitað að gera.

Svo er annað að mér sem fyrrum gulrófuræktanda væri meinilla við að fá skítinn úr ferfættlingunm í rófugarðinn minn því sá úrgangur er alltaf flullur af arfa, fínt hins vegar að fá hænsaskítinn svo framarlega að púddurnar fái ekki að vera úti

21.7.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband