. - Hausmynd

.

„Engin tengsl milli Icesave samninga og ESB aðildar“

Segir hæstvirtur fjármálaráðherra á vefmiðlinum visir.is.

En á sama tíma segir Maxime Verhagen, utanríkisráðherra niðurlanda í viðtali við Trouw „Lausn Icesave-deilunnar myndi flýta fyrir umsóknarferli Íslands í Evrópusambandið" og segir jafnframt:

Volgens Verhagen is er echter een 'absolute noodzaak' dat het land de overeenkomst goedkeurt. Anders kan het nog wel even duren voordat IJsland lid kan worden van de Europese Unie.

Sem Google þýðir fyrir mig svo yfir á ensku:

According to Verhagen, however, there is an 'absolute necessity' that the country approves the agreement. Otherwise it may still take some time before Iceland can join the European Union.

Ertu alveg viss Steingrímur að það séu ekki alla veganna smávegins pínuponsu tengsl?

 


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það eru gríðarlega stór PÍNUPONS  tengsl þarna á milli, enda er nefið á Steingrími farið að lengjast örlítið í annan endann  sýnist mér.

21.7.2009 kl. 22:16

2 identicon

Þessi "pínuponsu" tengsl gera það einmitt að verkum að Samfylkingunni er mikið í mun að þrýsta Icesave málinu í gegn um alþingi á mettíma. Það er annað mjög athyglisvert sem kemur fram í þessari frétt og það er það að Utanríkisráðherra Hollands kveður að samþykkt á Icesave ábyrgðinni muni sýna það og sanna að Íslendingar taki ESB tilskipanir alvarlega. Hann er greinilega ekki alveg nógu vel að sér í ESB tilskipunum eða lögum (þrátt fyrir að hann ætti að vera það stöðu sinnar vegna) því það er ekkert í ESB tilskipunum eða lögum sem kveður á um að ríkið sé í ábyrgð fyrir innistæðum umfram það sem til er í tryggingarsjóðum! Afar athyglisverð þessi fáfræði! 

Esther Anna Jóhannsdóttir 21.7.2009 kl. 22:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kostnaðaráætlun vegna ESB-umsóknar hækkar við þetta um 762,5 % og er nú samtals 754,9 milljarðar kr. eða yfir 3 milljónir á hvern skattgreiðanda! (Það er hærra en myntkörfulánið á bílnum mínum!)

Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2009 kl. 22:31

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Axel, það hefur komið Fram að m.a. var því hótað að EES samningnum yrði ryft og svo hringdi nú einn ágætur utanríkisráðherra í annan ráherra og beinlínis hótaði honum.

Ég hef það líka eftir VG manni, sem spurði Steingrím Joð afhverju hann gengi þvert á samþyktir VG frekar en að sprengja bara stjórnina, að þá væri hanns póltíska líf búið, var það ekki eitthvað þessu líkt sem hann og aðrir VG liðar báru endalaust á ráðherra fyrri ríkisstjórna, að sætið væri ömmu þeirra virði. Margur heldur mig sig.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.7.2009 kl. 22:46

5 identicon

Og þetta er liðið sem Samfylkingin og VG vilja að við sameinumst !

oj bara...

Birgir Guðjónsson 21.7.2009 kl. 23:20

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Er ekki Steingrímur bara að æfa sig í brusselsku? Hann notar orðin "engin tengsl" í merkingunni "þeir stjórna" á sama hátt og "nei" þýðir "já" í Brussel, ef það er rétta svarið að þeirra mati.

Ef Steingrímur er farinn að temja sér ESB tungutak þurfa aðrir en VG að halda uppi vörnum fyrir Ísland.

Haraldur Hansson, 22.7.2009 kl. 09:06

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haraldur, það er einmitt tilgangurinn með Samtökum Fullveldissinna.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband