. - Hausmynd

.

Munið samstöðufundinn á morgun.

Börn Íslands fylkja sér með InDefence og fleiri hópum á fimmtudaginn 13. ágúst frá kl. 17:00 - 18:00.

Verður þar um að ræða samstöðufund fyrir alla fjölskylduna þar sem tónlistarmenn og landsþekkt fólk kemur fram.  Stuttar ræður og tónlistaratriði verða á staðnum.

Engin þörf er á pottum og sleifum.

Facebook síða Barna Íslands.

Við hvetjum alþingi til þess að samþykkja ekki ríkisábyrgð miðað við núverandi Icesave samninga. Við erum ekki tilbúin að láta framtíð barna Íslands að veði.

Facebook síða InDefence.

Sýnum þingmönnum okkar, fulltrúum erlendra fjölmiðla og öðrum ríkjum í alþjóðasamfélaginu að Íslendingar standa saman. Við viljum sanngjarnan Icesave samning sem þjóðin getur staðið við.

mbl.is Allsherjarveð í eigum Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ekki potta og pönnur? Ertu hræddur við að búsáhaldabyltingin vakni upp?

Rósa 13.8.2009 kl. 10:51

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæl Rósa.

Ég hef ekkert á móti pottum, pönnum eða öðrum eldhúsáhöldum.  Það myndaðist hinsvegar sátt um það á milli þeirra hópa sem taka þátt í samstöðufundinum að þetta yrði einskonar fjölskyldusamkoma og því yrði fólk ekki hvatt til að taka með sér potta eða önnur áhöld.  Þeir sem það vilja hinsvegar er það frjálst, þetta er ennþá frjálst land.

Sjáumst á eftir.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.8.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband