16.9.2009 | 12:41
Föðurlandssvikarar og skítapakk.
Það mætti mér óvenjuleg sjón þegar ég skrapp út í smók í morgun. Nágranni minn er skrifstofa Samfylkingarinnar, en þar hefur verið krotað á veggi Föðurlandssvikarar annars vegar og Skítapakk hinsvegar. Það fer ekkert á milli mála hverjum skilaboðin eru ætluð.
Nú veit ég ekki hvenær þetta hefur verið skrifað, því undanfarið hef ég ekki farið þarna megin við húsið til að reykja, vindáttin hefur gert það að verkum að aðrar hliðar eru betri. Ekki ætti þó að vera meira en tvær vikur hámark sem þetta hefur staðið.
En myndir segja meira en þúsund orð. Ég biðst afsökunar á lélegum myndgæðum, en myndirnar tók ég á farsímann minn. Smellið á myndirnar til að sjá þær í fullri stærð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Ég gerði þetta ekki!
Guðmundur Ásgeirsson, 16.9.2009 kl. 12:46
Ekki ég heldur, þótt það sé bara léttur milliveggur sem aðskilur mig frá rými Samfylkingarinnar.
Axel Þór Kolbeinsson, 16.9.2009 kl. 12:47
Ég hefði gert þetta með skærrauðu, stærri stöfum og á fleiri stöðum
Anna Grétarsdóttir 16.9.2009 kl. 13:22
Skærrautt hefði í það minnsta komið betur út á mynd.
Axel Þór Kolbeinsson, 16.9.2009 kl. 13:23
Orð að sönnu, en stundum má satt kjurt liggja.
S.Á. 16.9.2009 kl. 13:35
Gerði þetta ekki en skil vel þann föðurlandsvin sem gerði þetta !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.9.2009 kl. 13:47
Ætli hálf þjóðin skilji þetta ekki vel? Allaveganna hef ég tvöfalda ánægju af því að fara út að reykja núna.
Axel Þór Kolbeinsson, 16.9.2009 kl. 13:51
Ég skal ekki neita því að á stundum hefur mér dottið þetta sama í hug og jafnvel látið detta út mér eitthvað í þessa áttina. Bæði í ræðu og riti.
Eignaspjöll eru hinsvegar alltaf ámælisverð og mér þykir það uggvænlegt þegar fólk er farið að gleðjast yfir skemmdarverkum.
Emil Örn Kristjánsson, 16.9.2009 kl. 14:08
Þetta var víst geðsjúklingur.
Hann fékk lyfin sín eftir þetta og er bara slakur núna.
Páll Blöndal, 16.9.2009 kl. 14:12
Ég get bara ekki annað gert en að hafa lúmskt gaman af þessu, þótt ég hefði seint skrifað þetta sjálfur.
Þetta krot er þó ólíkt auðveladara að ná af heldur en málningaslettur þar sem þetta er greinilega gert með tússpenna. Líklega er nóg að skrúbba bara vel.
Axel Þór Kolbeinsson, 16.9.2009 kl. 14:13
Má líklega deila um hvort þetta geti flokkast undir skemmdarverk...
Anna Grétarsdóttir 16.9.2009 kl. 14:33
Mér finnst ekki falllegt að ráðast með þessum hætti á greindarskertfólk.
Rauða Ljónið, 16.9.2009 kl. 14:44
Axel Þór Kolbeinsson, 16.9.2009 kl. 14:57
Ha
Æi ekki gera mér þetta. Afhverju ertu að kjafta frá? Ég skrapp þarna eina nóttina og skellti þessu á. Pissaði utan í vegginn svona með.................................
Ég hef nú lúmskt gaman af þessu.
Guðni Karl Harðarson, 16.9.2009 kl. 15:13
Æ, ég er nú lítt hrifin af skemmdarverkum í dag, hvort að það sé tússpenni eða málningarfata. Ég skil samt algjörlega reiðina sem að viðkomandi ber til Samfylkingarinnar.
Dóra litla 16.9.2009 kl. 20:04
Hér höfum við ekki samfylkingu heldur Alþýðubandalag en það er tómt það vantar alþýðu.Hún flúði flokkinn þetta er orðin þorrablótsklúbbur Bubbana og annara snobbhænsnfugla
Síldarkóngur SVN 16.9.2009 kl. 20:38
Þorrabandalag auðmanna?
Axel Þór Kolbeinsson, 16.9.2009 kl. 20:47
ja hérna , er u þið ennþá að trúa á jólasvienn , þessi kona er bara ekkert við hæfi , hún getur og gat ekki verið leiðtogi .
samfylkingin er ekkert betra en XD menn ...erum (íslendingar ) án leiðtoga , því miður .ekki einu sinni SJS , hann er bara góður á móti , gagnlaus jafnvelvondur í stjórn.
barbatof 16.9.2009 kl. 22:42
Fyrir mér eru þeir sem standa hjá og láta sér vel líka rétt aðeins skömminni skárri en skemmdarvargarnir sjálfir. Svona hegðun er engum málstað til framdráttar, nema e.t.v. þeim málstað sem unnið er gegn.
Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono 16.9.2009 kl. 23:03
Þetta hefði þurft að standa með breiðum rauðum stöfum.....Blóði þjóðarinnar!!!!! Þessir landráðsmenn sem ætla sér að koma í veg fyrir að leiðrétta heimilislánin!!
Anna Margrét Bjarnadóttir, 17.9.2009 kl. 01:22
Heill og sæll Axel Þór; æfinlega - sem og, þið önnur, hér á síðu !
Þó; þorri okkar sveitunga, sé ærlegt og skikkanlegt fólk, að upplagi, er því ekki að neita, að finna má; vafalaust hér - sem of víða annars staðar, fylgjendur Fjórða ríkisins, á Brussel völlum, Axel.
Samfylkingin íslenzka; er því miður, svona viðlíka hreyfing, og sú norska var, í eðli sínu - hver; fylgdi Vidkun Quisling að málum, þar í Autsurvegi, á sinni tíð.
Varla; til eftirbreytni, íslenzku krötunum - sú samsvörun, eða hvað, gott fólk ?
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason 17.9.2009 kl. 02:01
Amma mín blessunin, sagði að altaf skildi maður segja satt. Og það reyni ég svo sannarlega að heiðra. En átti samt engann hlut að máli þarna.
Arnór Valdimarsson 17.9.2009 kl. 03:08
barbatof. Ég trúi ennþá á jólasveina og veit að það eru í það minnsta 20 slíkir á alþingi okkar. Annars er ég sammála þér um leiðtogaleysið.
Andrés, ég er þá skömminni skárri. Ég er nokkuð viss um að þetta krot hefur máðst tölvert af í rigningunni í nótt, þannig að ekki er skemmdarverkið mikið. Ég á samt enn eftir að kíkja á vegginn.
Anna Margrét. Eins og ég sagði fyrr þá hefði rautt í það minnsta komið betur út á mynd.
Óskar kæri sveitungi. Þetta kom mér töluvert á óvart, sérstaklega þear maður hugsar til þess að fáni Samfylkingarinnar fékk að blakta óáreittur í tvo mánuði eða svo eftir kosningar.
Arnór. Sannleikurinn er sagna bestur.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 08:30
Andrés. Enginn að mæla svona verknaði bót. Hinsvegar er ég þó viss um að enginn af okkur hér gætum nokkruntímann framkvæmt svona, þá má hafa lúmskt og grátt gaman að. Enda engin skemmdarverk unnin. Eða þá í allra minnsta mjög lítil.
Hinsvegar reikna ég með að einhver unglingurinn hafi gert þetta í einhverju hugsunarleysi, eða á fylliríi!?
Guðni Karl Harðarson, 17.9.2009 kl. 14:57
Já Guðni, líklegast hafa þetta verið unglingar. Þeir eru töluvert á röltinu hérna framhjá um helgar.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 15:21
Það er samt merkilegt til þess að hugsa að Samfylkingin, sem öllu átti að bjarga eftir kosningar hefur áunnið sér það til frægðar að hafa komið megninu af þjóðinni upp á móti sér á töluvert skemmri tíma heldur en jafnvel Sjálfstæðismenn reiknuðu með.
Spes. Eða?
Heimir Tómasson, 18.9.2009 kl. 06:34
Það sem mér finnst enn meira spes Heimir, er að þrátt fyrir þetta mikla "hatur" á Samfylkingunni þá hafa þeir lítið dalað í fylgi ennþá.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.9.2009 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.