. - Hausmynd

.

Athygliverð niðurstaða skoðanakannanar

Reykjavík síðdegis framkvæmdi vefkönnun í gær þar sem spurt var hvort fólk vildi að Ísland væri áfram aðilli að Schengen samstarfinu.  61% aðspurðra töldu að Ísland ætti ekki að taka þátt í samstarfi áfram.

getfile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Áhugavert. Veistu hvaða ástæður voru fyrir andstöðunni við samstarfið?

Valan, 16.9.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mig grunar að fréttaflutningur um erlend þjófagengi gæti átt stóran þátt í þessari afstöðu.  Annars hefur lítið verið fjallað um Schengen samkomulagið sérstaklega hérna á landi nema þegar þess háttar mál koma upp.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.9.2009 kl. 19:29

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Axel. Hvet ykkur í stjórn Fullveldissinna að setja það í stefnu
samtakanna að segja beri upp nú þegar þessu Schengen-rugli.

Með þjóðlegri fullveldiskveðju.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.9.2009 kl. 20:31

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það verður í það minnsta ekki lokað fyrir þann möguleika Guðmundur.  Ætli endanlegt orðalag tali ekki um endurskoðun EES-samningsins og allt sem því fylgir.

En það kemur í ljós hvernig stjórnin vill orða það á næstu dögum, en svo er það félagsmanna allra að vinna stefnuna áfram í málefnavinnu.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.9.2009 kl. 20:35

5 identicon

Ég held stór fjöldi okkar hafi fjarlægst allt sem viðkemur hugsanlegum tengslum við Evrópu síðan AGS, Bretar, Hollendingar og EU völtuðu yfir okkur með ICESAVE og ekki síst síðan okkar eigin ríkisstjórn þvingaði Evrópu-umsókn í gegnum Aþingi með valdi.

ElleE 16.9.2009 kl. 20:57

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég veit að ég vil lítið með Evrópu gera fyrir utan að eiga góð samskipti við evrópskan almenning.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.9.2009 kl. 20:59

7 identicon

Það get ég tekið undir.

ElleE 16.9.2009 kl. 21:07

8 identicon

Merkilgt á Rúv 2 í dag - það var bara talað við Samfylkingarfólk og ESB sinna um skoðanakönnun gærdagsins sem sýndi andstöðu Íslendinga við þetta fyrirbæri. Reynt var að skýra andstöðunu út sem misskilning, kjánaskap, þjóðerniskennd og svo framvegis.

Ekki mikiið hlutleysi þar frekar en hjá öðrum fjölmiðlum.

Samt segir þjóðin nei!

Þórhallur Heimisson 16.9.2009 kl. 23:07

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Veistu Þórhallur, ég held að þjóðin sjái hversu hlutdræga umfjöllun málið er að fá og verði þessvegna andsnúnara ESB tvöfallt hraðar en ella.  Svo bætir það ekki málin þegar fólk er kallað þjóðernissinnaðir kjánar sem misskilja hluti.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 08:35

10 identicon

Er ekki viss um að þjófgengin hafi endilega svo mikil áhrif,  heldur þegar það sér að vinnan þeirra er ekki endilega örugg lengur, og að erlent verkafólk sem jafnvel sendir allt sitt fé heim er í störfum sem landinn hefur hingað til fúlsað við en gæti hugsað sér að vinna núna þegar kreppir að.

Verður uppkast af stefnunni sent til okkar svona til yfirlestrar og gefin kostur á að koma með athugasemdir??

17.9.2009 kl. 08:51

11 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já Sigurlaug.  Skráðir félgsmenn munu fá drög að stefnuskránni.  Ég veit ekki alveg hvernig við munum fara með athugasemdir, en stefnan sem við í starfsstjórninni erum að vinna er hugsuð sem leiðbeinandi stefna en félagsmenn munu alltaf hafa lokaorðið á landsfundi hið minnsta.

Ég er að vona að við getum tekið vefkerfi í notkun í vetur svo félagsmenn geti varpað hugmyndum sín á milli á þægilegann og öruggan hátt.

Eins verður eitthvað litið til funda um land allt í framhaldinu.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband