17.9.2009 | 09:08
Tveim dögum eftir "óhagstæða" skoðanakönnun.
Er það tilviljun að þetta komi fyrst í fréttir núna? Spunameistarar af öllum gerðum vita svosem hvernig á að fara með hlutina.
Kannski best að taka það fram áður en skothríðin byrjar að ég er ekki að efast um sannleiksgildi fréttarinnar, aðeins að velta fyrir mér tímasetningu hennar.
Rætt um efnahagslegan stuðning frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
... eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Eru ekki bara allir Íslendingar titrandi af hræðslu vegna rússagrýluáróðursherferðar ESB andstæðinga síðustu áratuga?
Varðandi skoðanakönnunina, sennilega eru flestir ESB áhangendur hvort sem er búnir að flýja landið, þannig að eftir eru þeir sem þora ekki að taka þátt í Evrópusamvinnunni.
Einar Hansson 17.9.2009 kl. 10:17
Finnst þér þetta ekkert athygliverð tímasetning á fréttinni miðað við að þetta er búið að vera í vinnslu í tæpt ár?
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 10:19
Jú auðvitað er þetta bara skák.
Landið er í rauninni í pattstöðu vegna skulda.
Spenntur að sjá næstu leiki :-)
Einar Hansson 17.9.2009 kl. 10:34
Skák eða Póker. Ég held alltaf með litla aðilanum.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 10:39
Lausnin við skuldavandanum er ekki meiri skuldir!
Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2009 kl. 10:57
Alveg rétt Guðmundur, ekki frekar en að lausnin á alkahólisma sé meira áfengi.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 11:02
Þetta hefur komið fram nokkrum sinnum áður.
Man ekki betur en að þetta hafi komið nú síðast fram í Silfri Egils fyrir hálfum mánuði síðan?
Þeir sem að vissu ekki af þessu, hafa ekki verið að fylgjast með.
Árni 17.9.2009 kl. 11:42
Þá hef ég ekki fylgst nægilega vel með Árni, en ég horfi reyndar ekkert á sjónvarp.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 11:47
Ja, hvaða lausnir eru í boði?
Að sjálfsögðu er ekki gott að taka enn meiri skuldir þegar maður er hvort eð er skuldugur upp fyrir haus. En það er tvennt í þessu: ríkið verður að minnka umsvif sín, sem þýðir að það getur í rauninni ekki aðstoðað atvinnulífið og heimilin sem skyldi. Atvinnulífið á annan bóginn þarf nauðsynlega á fjármagnssprautu að halda til þess að komast í áframgír aftur. Eða af hverju haldiði að atvinnustig á Íslandi hafi verið svo hátt síðustu ár? Fjármagn að utan flæddi inn í landið. Það eru skuldirnar sem þið sitjið uppi með núna.
Deep shit...
Einar Hansson 17.9.2009 kl. 11:47
Það er rétt, Olli Rehn minntist á þetta á fundinum en þetta fékk þá sama og enga umfjöllun. Ég sá þetta fyrir tilviljun hér: http://gvald.blog.is/blog/gvald/entry/946757/
Einar Hansson 17.9.2009 kl. 11:49
En hvað á að gera Einar þegar skuldabyrði þjóðfélags er orðin meiri en greiðslubyrði? Er ekki heppilegra fyrir þjóðfélagið að leyfa fyrirtækjum að fara í þrot og kröfuhöfum að fá það sem þeir geta. Ný fyrirtæki munu svo fylla skörð þeirra ef markaðurinn er fyrir hendi. Atvinnulífið á að geta bjargað sér sjálft með sína fjármögnun.
Atvinnustigið var líka mjög hátt fyrir tíma erlends fjármagns. Frá árinu 1980 fram undir 1994 fór atvinnuleysi hér á landi aldrei yfir 4% og var oftast á milli 1% - 2%.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 11:56
Mér hefur alltaf fundist það undarleg hugsun að einkavæða fyrirtæki og ríkisvæða skuldir.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 11:58
Hvað voru margir að vinna fyrir Kanann? Kom ekki hrunið skömmu eftir að þeir fóru? Kannski að það sé ein af ástæðunum? Hvernig var með Marshall?
Þar erum við sammála. Það á að leyfa fyrirtækjum, sérstaklega bönkum, að fara á hausinn ef þau þurfa. Pólitíkin á aðeins að skapa lífvænlegt umhverfi.
Stærsti feillinn í þessu öllu var yfirtaka ríkisins á bönkunum síðasta haust.
Ástandið á Íslandi minnir mig á sjúkling sem er haldið á lífi í öndunarvél, gerfihjarta, gerfinýrum, ... Bara spurning hvenær tækin eru tekin úr sambandi.
Sennilegra hefði verið betra að láta sjúklinginn drepast almennilega síðasta haust og þá væri upprisan sennilega búin eftir almennilegan skell. Bretar og Hollendingar hefðu sent hausaveiðara á bankastjórana og fengið að rétta yfir þeim sjálfir.
Einar Hansson 17.9.2009 kl. 12:07
Það hlaut að koma að því að við værum sammála.
Kaninn lokaði herstöðinni september 2006 ef ég man rétt, og við það hækkaði meðalatvinnuleysi úr 1,0% upp í 1,3% á landsvísu. En einhver hundruð hafa verið í vinnu sem glataðist við brotthvarf þeirra og flestir fengu vinnu aftur fljótlega.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 12:11
Svona fræðilega séð er ég sammála um að heppilegasta lausnin hefði verið að núllstilla með því að láta bankana bara rúlla í hruninu án þess að ríkið hlypi undir bagga.
En mannlega séð er ég ósammála. Vil ekki hugsa það ástand til enda, sem hefði þá skapast.
Almenningur á yfirleitt ekki neina seðla í vasanum; launin eru greidd inná bankareikninga og fólk notar almennt greiðslukort til þess að greiða fyrir nauðsynjar. Líka þeir sem áttu ekkert annað í bönkum en yfirdráttarheimildina.
Kolbrún Hilmars, 17.9.2009 kl. 14:44
Var ekki Seðlabankinn og JP Morgan búnir að gera eitthvað plan um að stofna nýjan banka þannig að almenn bankaþjónusta gæti haldið áfram? Eitthvað rámar mig í að það hafi verið lítil frétt um það einhverntíman í sumar.
Þá hefði ekki verið mikið mál að stofna reikninga fyrir fólk og gefa því yfirdráttarheimild þar til búið væri að skipta búum, og líklega hefði verið látinn mikill kraftur í að ná innistæðum sem fyrst.
Ég er hættur að nota kort og geng bara með seðla á mér í dag.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 15:25
Axel, sú frétt hefur farið fram hjá mér, en var það ekki einmitt þetta sem ríkisstjórnin gerði? Stofnaði Nýja þennan og Nýja hinn bankann?
En mér er líkt farið og þér; nú passa ég uppá að eiga bara mátulegt inni á bankareikningi fyrir kreditkorta reikningnum, allt umfram er vistað á öruggari stað. :)
Kolbrún Hilmars, 17.9.2009 kl. 16:22
Ég fann fréttina hérna, en það er ekki mikið kjöt á henni.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 16:25
Jú, Axel það er heilmikið kjöt á þessari frétt, ef lesið er á milli línanna.
Ég er hreint ekki hissa á því að JP Morgan hafi heimtað vottorð um að þeir þvæðu hendur sínar af þessum pólitíska skollaleik SF, sem réði auðvitað FME í þáverandi stjórnarsamstarfi.
Skyldi þessu krataliði algjörlega fyrirmunað að gera nokkurn skapaðan hlut rétt?
Kolbrún Hilmars, 17.9.2009 kl. 17:01
Ég man ekki eftir neinu sem þeir hafa gert rétt að mínu mati. Ekki svona í fljótheitum.
Ég þekki fólk sem vill koma samskonar klausu um krata í Stjórnarskrá Lýðveldisins eins og Þjóðverjar eru með hjá sér um Nasistaflokka, en það er kannski of langt gengið.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.9.2009 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.