. - Hausmynd

.

Einn af ókostum Evrópusamstarfsins

Einn af fylgifiskum Evrópusamstarfsins er frjálst flæði fólks á milli landa.  Þetta hefur því miður leitt til þess að auðveldara er fyrir glæpasamtök að vinna með öðrum á milli landa og jafnvel halda úti starfsemi í fleiri löndum.  Ekki það að þetta hafi ekki þekkst fyrir tíma Schengen/EES eða annars Evrópusamstarfs, en óhjákvæmilega hefur þetta auðveldað málin fyrir þessi samtök.

Nú hef ég alltaf verið fylgjandi Schengen, án þess að hugsa út í málin.  Schengen hefur hentað mér mjög vel þegar ég hef verið að ferðast innan Evrópu, en stóra spurningin hlýtur að vera:  Vega kostirnir meira en gallarnir?


mbl.is Margir glæpahópar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Fyrir rúmu ári síðan hefði ég sagt þvert NEI við því að ganga í Evrópusambandið, í dag vill ég gera það sem fyrst. Þú talar um glæpagengi hvort er það skárra að vita af hiskinu fyrir opnum tjöldum líkt og Hells Angels eða hafa þá í bönkunum, sjávarútveginum, allsstaðar fyrir lugtum dyrum fremjandi glæpi sem knésetur okkur svo algerlega að ekki verður við ráðið + þá sleppa þeir við allar refsingar. Er þá ekki bara betra að taka hina þegar þeir gera eitthvað af sér og setja þá í rimlabúrið - þá hefur löggan allavegna tilgang því ekki meiga þeir taka á okkar hvítflibba ræningjum.

Þorbjörn Ólafsson 23.9.2009 kl. 09:20

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Þorbjörn.

Í mínum huga eru glæpir glæpir, hvort sem það er smygl, hvítflibbaglæpir eða ofbeldisglæpir.  Þessir glæpir eru misalvarlegir og bera mismikla refsingu, en eru glæpir engu að síður.

Að sjálfsögðu eiga hvítfibbaglæpamenn að vera sóttir til saka eins og aðrir.  En það er ekki beint það sem pistilinn minn fjallar um, heldur það að ákveðnir glæpir njóta góðs af auknu frjálslyndi í samskiptum ríkja.  Það er t.d. ekki hægt að útiloka það að peningaþvætti og aðrir fjárhagsglæpir hafi orðið auðveldari með reglum um frjálst flæði fjármagns á milli EES ríkja.

Þetta snýst alltaf um þá grundvallarspurningu hvort kostirnir séu meiri en gallarnir.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.9.2009 kl. 11:56

3 identicon

Pólsku innbrotagengin eru bein afleiðing af veru okkar í EES og Shengen. Frjálsir fólksflutningar á milli landa Evrópu gerir það að verkum að glæpamenn sækja auðvitað þangað sem lögreglan er veikust, dómarnir styðstir og fangelsin best (og fólkið eignamikið og grandvaralaust).

Allt þetta gerir Ísland að gósenlandi fyrir erlenda afbrotamenn.

Guðný 23.9.2009 kl. 14:10

4 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Þetta er erfitt ástand. Sammála öllu sem Guðný bendir á. Þekki líka þá hlið að eiga pólskan vin sem er duglegri en andskotinn en lendir í því að verða fyrir aðkasti og hunsun vegna uppruna síns og segir það svart og hvítt hvernig er að vera frá Póllandi fyrir og eftir frjálst útlendingastreymi. "Betra að vera gaurinn sem sytelur vinnu af ykkur en gaurinn sem rænir heimili þitt" svo ég vitni aðeins í hann.

Það þarf að breyta réttarkerfinu í samræmi við hörkuna sem er að færast í undirheimana.

Ef þú ert glæpamaður og ferð að bera saman lönd og finna kosti og galla, þá er Ísland paradís. Hátt verð á eiturlyfjum, hlægilegir dómar fyrir nánast hvaða afbrot sem er og lygilega góðar fangelsisaðstæður hljóta að lokka þá marga hingað. Besta vörn okkar er ömurlegt veðurfar!!!

Takk fyrir pistilinn!!

Guðni Þór Björnsson, 23.9.2009 kl. 17:51

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæl Guðný og Guðni.

Þetta er einmitt eitt af mörgu sem þarf að skoða í samskiptum okkar við meginlandið, og vonandi munu Samtök Fullveldissinna eiga þingmenn þegar að því kemur.

Ég er sjálfur nátengdur fólki allsstaðar að úr heiminum, t.d. Póllandi, sem býr hér á landi og hef ekkert nema gott um það að segja.  Þessir skipulögðu glæpahópar eru náttúrulega undantekning frekar en regla.  En á endanum snýst þetta um hagsmuni þeirra sem hér kjósa að búa.  Hefur frjáls og óheft för fólks í för með sér meiri kosti en galla?  Hvað með fjármagn, vörur og þjónustu?  Hvar þarf að draga línuna?  Á að vera lína yfir höfuð?

Ég held að við séum komin yfir strikið og þurfum að bakka aðeins út úr Evrópusamrunanum.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.9.2009 kl. 18:05

6 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Ég er bara ekki það vel að mér í þeim málum um hvað það gagnist okkur, hvort það verði ódýrara og auðveldara að nálgast vörur og þess háttar en veit bara að slæmu hlutirnir verða auðveldari, einsog mansal og eiturlyfjatraffík.

Sammála að við þurfum að bakka aðeins, við erum að tapa svo miklu sjálfstæði þessa dagana að það má alveg reyna að endurheimta það aðeins.

Geturðu bent mér á einhverja heimasíðu hjá  Samtökum Fullveldissinna?

Guðni Þór Björnsson, 23.9.2009 kl. 20:07

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Heimasíða Samtaka Fullveldissinna er www.fullvalda.is og bloggsíðan er fullvalda.blog.is

Lítið er komið inn á heimasíðuna eins og er, en við erum að vinna í því að klára drög að stefnu.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.9.2009 kl. 20:14

8 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Takk fyrir!!!

Guðni Þór Björnsson, 24.9.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband