. - Hausmynd

.

Yfirlit yfir úrslit alþingiskosninga

Ég mun bæta við þetta eins og ég get og nenni.
 
1963
1963.png
Viðreisnarstjórnin.  Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur í stjórn. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag í stjórnarandstöðu.
 
1967
1967.png
Viðreisnarstjórnin.  Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur í stjórn. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag í stjórnarandstöðu.
 
1971
1971.png
Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og samtök frjálslyndra og vinstri manna í stjórn, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur í andstöðu.  Fjórir þingmenn samtaka frjálslyndra og vinstri manna drógu stuðning sinn til baka eftir þriggja ára stjórn.
 
1974
1974.png
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í stjórn, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og samtök frjálslyndra og vinstri manna í andstöðu.
 
1978
1978.png
Ríkisstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks.  Jóhanna Sigurðardóttir núverandi forsætisráðherra kjörin á þing.  Stjórnin sprakk eftir eitt ár.  Minnihlutastjórn Alþýðuflokks með hlutleysi Sjálfstæðisflokks fram yfir næstu kosningar.
 
1979
1979.png
Stjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokks.
 
1983
1983.png
Stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.  Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Kvennalistinn og Bandalag jafnaðarmanna í stjórnarandstöðu.
 
1987
1987.png
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks sat í eitt ár og "sprakk í beinni".  Við tók stjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags.  Ári seinna gekk Borgaraflokkurinn til liðs við stjórnina.  Kvennalistinn og Samtök um réttlæti og félagshyggju voru í andstöðu allt kjörtímabilið.  Þingmönnum fjölgaði í 63 og kosningakerfi var breytt.
 
1991
1991.png
Viðeyjarstjórnin.  Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu stjórn.  Kvennalisti Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur í andstöðu.  Efri og neðri deild sameinaðar.
 
1995
 1995.png
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda stjórn.  Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Þjóðvaki og Kvennalistinn sjá um andstöðu.
 
1999
1999.png
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í stjórn.  Samfylkingin, Vinstrihreyfingin - Grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn í andstöðu.
 
2003
2003.png
 Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í stjórn.  Samfylkingin, Vinstrihreyfingin - Grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn í andstöðu.  Ný kjördæmaskipan ásamt breyttum kosningareglum.
 
2007
2007.png
Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin í stjórn.  Framsóknarflokkur, Vinstrihreyfingin - Grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn í andstöðu.  Stjórnin fer frá í byrjun árs 2009 vegna mótmæla almennings og við tekur minnihlutastjórn Samfylkingar og VG með hlutleysi Framsóknarflokks.
 
2009
2009.png
Samfylkingin og  Vinstrihreyfingin - Grænt framboð mynda stjórn.  Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Borgarahreyfingin í andstöðu.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband