. - Hausmynd

.

Alvarlegar ásakanir og reiður forsætisráðherra

Sigmundur Davíð og Höskuldur Þór hafa komið fram með alvarlegar ásakanir á hendur sitjandi forsætisráðherra í formi sögusagna.  Skiljanlega bregst forsætisráðherra illa við.  Hún hefur sagst vera tilbúin til að gera opinber öll samskipti hennar og forsætisráðherra Noregs, en það skilur samt eftir möguleikann á því að þetta ætlaða bréf hafi ekki verið á milli tveggja forsætisráðherra heldur einkabréf tveggja einstaklinga.  Á sama tíma hafa Höskuldur og Sigmundur engar sannanir fyrir sínum orðum.

Ef Höskuldur og Sigmundur hafa rétt fyrir sér mun það auka fylgi Framsóknarflokks og vera náðarhöggið fyrir núverandi stjórn ásamt hruni í fylgi Samfylkingar.  Ef hvorugur aðilinn getur sannað mál sitt mun það leiða til þess að fylgi beggja flokka dali og auka enn á efasemdir fólks um heilindi Samfylkingar.  Það verður erfitt fyrir Jóhönnu að þvo hendur sínar algerlega af þessu máli.

Hvað gerir spunadeild Samfylkingarinnar nú?

 

Munið að taka þátt í skoðanakönnun hér til hægri.


mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Ég verð nú bara að segja eins og er að hún Jóhanna hefur reynst sterkari og öflugri leiðtogi en ég hafði þorað að trúa.

Upphrópanirnar, lýðskrumið og almennt auðvaldsprumpið í þeim moldríku pabbastrákum Bjarna Ben og Sigmundi Davíð er besta sönnun þess.

Andspilling, 10.10.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er ekki hrifinn af copy/paste Andspilling.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.10.2009 kl. 14:14

3 identicon

Þetta hlýtur að þurfa að rannsakast sem LANDR'AÐ,,væri gert allstaðar annarstaðar í heiminum.

julius kristjánsson 10.10.2009 kl. 14:32

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef Jóhanna er tilbúin til að gera opinber öll samskipti sín og forsætisráðherra Noregs, af hverju gerir hún það þá ekki? Er það ekki hreinlegast? Hefur hún ekki fullt vald yfir sínum bréfum og ennþá frekar ef það eru einkabréf? Við könnumst við þessar aðferðir stjórnmálamanna að segjast ætla að birta eitthvað en gera það ekki, láta bara hlutina dragast þangað til menn gleyma þeim! Eitt er víst, að trúverðugleiki hennar er enginn. Þetta hefst upp úr því að skrökva ítrekað að þjóðinni, eins og þau Steingrímur hafa bæði gert.

Jón Valur Jensson, 10.10.2009 kl. 14:43

5 identicon

Július, óráðshjal vitfirringa á ekkert að rannsaka, þetta lyganet framsóknar stenst enga skoðun og það sjá allir sem vilja.

Ragnar Örn Eiríksson 10.10.2009 kl. 14:44

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það eru tvö vandamál við það Júlíus.  Það fyrsta er að sönnunargögn vantar, eins og er hið minnsta.  Hitt vandamálið er að einungis dómsmálaráðherra getur gefið leyfi til að höfða mál varðandi brot á landráðakafla almennra hegningalaga og ég sé ekki fyrir mér að nokkur dómsmálaráðherra muni hleypa í gegn máli á sitjandi stjórnvöld.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.10.2009 kl. 14:45

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Jón Valur.  Pólitískt séð hefur forsætisráðherra ekkert annað val en að gera opinber samskipti hennar við forsætisráðherra Noregs, en það verður alltaf vafi í huga fólks hvort öll samskiptin hafa verið gerð opinber og hvort hið ætlaða bréf hafi mögulega verið persónulegt.  Hvernig sem málið þróast verður það misvont fyrir Samfylkinguna og ákveðið "gamble" fyrir framsóknarmenn.

Hinsvegar er rétt að halda því til haga að við búum í réttarríki og fólk er saklaust þar til sekt er sönnuð.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.10.2009 kl. 14:51

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þjóðin bíður eftir tölvupóstum Jóhönnu, ekki bara til Norvegs heldur til annara þjóða sem beðnar hafa verið að lána okkur EKKI.

Það er einhver ástæða fyrir því, að ekki hefur verið leitað til Bandaríkjanna eftir lánalínu. Einhver ástæða er fyrir því að ekki er vilji hjá Icesave-stjórninni að fá lán hjá Rússum. Hvers vegna vilja Sossarnir í Norvegi, Svíþjóð og Danmörku EKKI veita okkur lán, en flestir aðrir í þessum löndum?

Frammararnir eiga mikinn heiður skilinn, fyrir að galopna málið. Nú blæs u Jóhönnu. Nú gengur ekki lengur að halda blekkingum að landsmönnum. Upp á borð með tölvupóstana.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 15:09

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, upp á borðið með þá, ekki seinna en í dag!

Þetta eru hvort sem er síðustu forvöð fyrir Jóhönnu – hún er á útæeið úr pólitíkinni. Hennar tími er kominn og farinn.

Jón Valur Jensson, 10.10.2009 kl. 15:12

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

... útleið!

Jón Valur Jensson, 10.10.2009 kl. 15:12

11 identicon

Sæll Axel

Þeir fóru á fund allra leiðtoga stjórnmálaflokkanna og funduðu við Seðlabankastjóra Noregs með tvö vitni meðferðis. Ég held að boltinn liggi hjá Jóhönnu, enda var hún að væna þá félaga um lygi.

mbk d

Dóra litla 10.10.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband