. - Hausmynd

.

Fyrirsætur í "yfirstærð"

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fyrirsætur sem flokkast sem "yfirstærð" í fyrirsætubransanum.

sy6xvo

Báðar þessar fyrirsætur eru taldar yfirstærð, en eru í kringum kjörþyngd, jafnvel örlítið undir kjörþyngd, og undir meðalþyngd vestrænna kvenna.

erika_elfwencrona

alg_dove-ad

img-ad-campaign

Þessar tvær síðustu voru notaðar í umdeildri auglýsingaherferð Dove.

53666

Þessi mynd sýnir meðalstærð kvenna í Bretlandi til hægri, í hvaða stærð konur vilja vera í miðjunni og hvaða stærð af konum karlmenn vilja til vinstri.  Fyrirsætur eru oftast í stærðum 4-6.

 

Persónulega er ég mikið hrifnari af þessum konum heldur en hinum venjulegu fyrirsætum, en finnst samt vanta meira hold á sumar þeirra.  Allt eru þetta gullfallegar konur sem sóma sér vel sem fyrirsætur.  Ég vil líka sjá fleiri fyrirsætur um og yfir þrítugt í stað þessara hálfþroskuðu stúlkna sem eru notaðar í dag.

 


mbl.is Enginn vill sjá þrýstnar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þú hefur nú líka alltaf þótt stórskrítinn Axel minn og þessar furðukröfur þínar sanna það bara (smá spaug)

halkatla, 11.10.2009 kl. 19:05

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er bara svo miklu skemtilegra að vera skrítinn.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.10.2009 kl. 19:11

3 identicon

Já það fer þér líka bara fjári vel að vera svona skrýtinn.

En svona að öllu gamni slepptu þá er svolítið fyndið að konan á myndinni sem fylgir fréttinni er ekki þrýstinn eða í yfirstærð heldur nokkuð vel á sig komin kona. Svo finnst mér bara fyndið að heyra það frá "tískukóngi" að svona "feitar" konur eigi ekki heima í blöðum. Ég er hræddur um að hans áhugi sé ekki á konum heldur körlum og það er ekkert að því nema hann á þá ekki að vera tjá sig um það sem hann hefur ekki vit á.

Burkni 11.10.2009 kl. 19:20

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Blessaður Burkni.  Ætli hann Lagerfeld sé ekki hrifnastur af körlum sem eru 20Kg undir kjörþyngd, sem þýðir það að ég þarf að missa 5-10Kg til að hann telji mig ekki feitann.

Annars held ég að flest "venjulegt" fólk sé búið að fá nóg af þessari dýrkun á tannstönglum á táningsaldri.  Eins er ég ósammála Lagerfeld að tískuheimurinn byggist á draumum og tálsýnum, ég hefði talið tískuheiminn byggjast á fatahönnun.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.10.2009 kl. 19:43

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flottar myndir. Mér þykir þetta allt saman vera bráðmyndarlegar konur, sem þurfi alls ekki að skammast sín fyrir líkamsvöxtinn. Mjúkar línur eru sko alveg málið, en beinagrindur flokkast hinsvegar ekki undir það sem ég myndi kalla aðlaðandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2009 kl. 19:49

6 identicon

Verið ekki að þessu röfli strákar.  Hver hefur sinn smekk.  Ef þið viljið feitari konur þá ætti nú ekki að vera vandamál fyrir ykkur að finna slíkt.  Þar sem að flestar konur eru nú yfir kjörþyngd á Íslandi.

Vandamálið er líka að það eru svo mikil heilsufarsvandamál sem fylgja auknum aukakílóum.

Ef við berum saman dauðsföll hjá grönnum fyrirsætum í tískuheiminum saman við dauðsföll hjá konum með aukakíló að þá deyja mörgum milljónum sinnum fleiri konur með aukakíló.

Hjá fitnandi þjóðum eins og Ameríku og Íslandi ætti nú ekki að fara að tala upp aukakílóin hjá fólki eins og þið gerið hér.  Nógu skuggaleg eru vandamálin og sjúkdómarnir sem fylgja með að heilu heilbrigðiskerfin eru að sligast undan.

Skil ekki svona áráttu að vilja gera alla aðra feita.

Um þetta þarf ekki að karpa.

Grágarpur 11.10.2009 kl. 23:26

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Finnst þér þessar konur vera feitar Grágarpur?  Ég hefði bara talið þær vera um og rétt undir kjörþyngd.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.10.2009 kl. 23:55

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Grágarpur: Nú þykir mér þú taka einum of djúpt í árinni. Vissulega er það ekki gott að vera alltof þung(ur), ekki síst af heilsufarsástæðum. Af sömu ástæðu er heldur ekki gott að vera alltof léttur (vandamál sem við Axel þekkjum báðir). Það sem ég var að benda á var að fyrir minn smekk er það best ef konur hafa svolítið hold á beinunum, sem er ekki það sama og offita. Þegar ég skoða myndirnar hér að ofan þá sýnist mér að engin þessara kvenna þjáist af offitu, heldur eru þær flestar með nokkuð eðlilegan vöxt.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2009 kl. 12:03

9 identicon

Hva, þessar 3 neðstu eru fínar. Þessi í miðið er svipuð og konan mín, sem er með svipuð mál og Monroe ...

Jón Logi 14.10.2009 kl. 08:58

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Blessaður Jón Logi.  Konan þín samsvarar sér vel, en hún mætti alveg bæta á sig smá holdi að mínu mati.  Var ekki Monroe stærri?  Mig minnti að hún hefði verið stærð 14 sem er svipað og þriðja mynd að ofan.

Í það minnsta væri Monroe, sem var mesta kyntákn síns tíma, talin vera í yfirstærð eða jafnvel "feit" í dag.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.10.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband