. - Hausmynd

.

Samanburður við vefkönnun mína.

Miðað við hlutfallstölurnar í þjóðarpúlsinum myndu flokkarnir fá eftirfarandi fjölda þingmanna:

  • Framsókn = 11 þingmenn (+2)
  • Sjálfstæðisflokkur = 21 þingmenn (+5)
  • Samfylking =  16 þingmenn (-4)
  • VG = 15 þingmenn (+1)
  • Aðrir fá engann þingmann (-4)

Það er greinileg fylgisaukning hjá Sjálfstæðisflokknum frá kosningum og tap hjá Samfylkingu og (Borgara)Hreyfingunni.

En lítum aðeins á vefkönnunina mína.  Samkvæmt henni ættu framboðin að fá eftirfarandi:

  • Framsókn = 10 þingmenn (+1)
  • Sjálfstæðisflokkur = 19 þingmenn (+3)
  • Samfylking = 16 þingmenn (-4)
  • VG = 12 þingmenn (-2)
  • Aðrir = 6 þingmenn (+2)

Allir þingmenn utan fjórflokksins myndu falla á Samtök Fullveldissinna samkvæmt þessari könnun.  En prófum núna að fella niður fylgi annara en fjórflokksins í 2,7%, og sjáum hversu mikil fylgni er á milli lesenda minna og meðaltals Íslendinga.

  • Framsókn = 12 þingmenn (+3), +1 miðað við þjóðarpúls
  • Sjálfstæðisflokkur = 20 þingmenn (+4), -1 miðað við þjóðarpúls
  • Samfylking =  18 þingmenn (-2), +2 miðað við þjóðarpúls
  • VG = 13 þingmenn (-1), -2 miðað við þjóðarpúls
  • Aðrir fá engann þingmann (-4)

Hér sést svo munur á hlutfallstölum miðað við að önnur framboð fái samtals 2,7%


Þjóðarpúlsaxelthor.blog.is
B16,40%17,90%
D32,70%31,00%
S25,30%27,70%
V23,00%20,70%
Z2,70%2,70%
 

 

Lítum núna nánar á vefkönnunina mína þegar 2055 hafa svarað.  Fylgið skiptist svo ef við gefum okkur það að þeir sem velja annað en það sem er í boði skili auðu eða mæti ekki á kjörstað:

  • Framsóknarflokkur   14,99% gildra atkvæða og 10 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkur   25,90% gildra atkvæða og 19 þingmenn
  • Frjálslyndi flokkurinn   1,15% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Hreyfingin   3,52% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Kristin stjórnmálasamtök  3,72% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Samtök Fullveldissinna 8,79% gildra atkvæða og 6 þingmenn
  • Borgarahreyfingin  1,24% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Lýðræðishreyfingin 0,31% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Samfylkingin 23,11% gildra atkvæða og 16 þingmenn
  • VG  17,27% gildra atkvæða og 12 þingmenn

Þessi niðurstaða myndi gera það að verkum að ekki væri hægt að mynda ríkisstjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar, og þeir tveir flokkar gætu saman myndað einu mögulegu tveggja flokka meirihlutastjórn.

 

Athugið að vefkannanir eru ekki áræðanlegar.

 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sjálfstæðisflokkur hefur engan eða afar lítinn vilja til þess að vinna með Samfylkingu og öfugt. Þannig að næsta stjórn mun  mjög sennilega verða samansett af 3 flokkum.

Ef það yrði raunin, munu fullveldissinnar alltaf fljóta með í stjórn, nema að flokkar B, Vg og S rotti sig saman.

Gaman að pæla í þessu

mbk

Halldóra Hjaltadóttir, 2.11.2009 kl. 14:14

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæl Dóra.

Hægri kratarnir í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki vilja helst vinna saman.  Þetta er sennilega um þriðjungur þingmanna hvors flokksins.  Hvort grasrótin eða kjarni flokkanna gefi grænt ljós á samstarf þeirra er svo öllu óljósara, en ýmsir talsmenn flokkanna hafa verið að gefa hvorum öðrum undir fótinn undanfarnar vikur.

Persónulega vildi ég sjá bæði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk utan næstu ríkisstjórnar, en það er sennilega full bjartsýnt.

Það má svo til gamans geta að ef þröskuldurinn um lágmarksfylgi til úthlutunar jöfnunarsæta væri 3% í stað 5% í dag fengu Hreyfingin og Kristin stjórnmálasamtök tvo þingmenn hvor.  Þá liti þingið svona út:

  • Framsóknarflokkur = 10 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkur = 17 þingmenn
  • Hreyfingin = 2 þingmenn
  • Kristin stjórnmálasamtök = 2 þingmenn
  • Samtök Fullveldissinna = 6 þingmenn
  • Samfylkingin = 15 þingmenn
  • VG = 11 þingmenn

Axel Þór Kolbeinsson, 2.11.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Evrópukratar Sjálfstæðisflokks ná a.m.k ekki að toppa grasrótina og þeir finnast í ríkum mæli á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðin hafnar Evrópusambandsaðild. Það er aldrei að vita nema að samtök fullveldissinna kroppi í fylgið hjá Sjálfstæðisflokki, Vg og Hreyfingu þegar fram líða stundir.

mbk 

Halldóra Hjaltadóttir, 2.11.2009 kl. 14:37

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er svipað og ég met það.  Samtök Fullveldissinna ættu að fá mest fylgi utan sv-hornsins, og narta eitthvað fylgi af Sjálfstæðisflokki, VG, Framsókn og svo fylgi sem venjulega fellur á minni framboð sem og óánægjuatkvæði.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.11.2009 kl. 14:42

5 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Það eru margir grautfúlir Framsóknarmenn sem myndu eflaust kjósa samtök fullveldissinna.  Grasrót Framsóknarflokksins vill ekkert með það hafa að ganga í Evrópusambandið, enda er alveg ótrúlegt hvað Framsókn er farin að færa sig mikið inn á höfuðborgarsvæðið. Það eru ekki margir bændurnir sáttir við framgöngu Framsóknar í Evrópumálum.

Samtök fullveldissinna munu smala að sér þvílíku magni af óánægjuatkvæðum sem er hið besta mál, enda á fjórflokkurinn skilið smá flengingu fyrir sína lélegu frammistöðu í þjóðþrifamálum.

Halldóra Hjaltadóttir, 2.11.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband