4.11.2009 | 10:04
Schengen-samstarfið
Margir hafa undanfarið gagnrýnt aðild Íslands að Schengen samkomulaginu, og undanfarið hafa einnig verið birtar fréttir um ágæti aðildarinnar. Ein þeirra birtist á vísi.is í morgun og ég endurbirti hér:
Með aðgangi að alþjóðlegum gagnabönkum í krafti Schengen-aðildar geta yfirvöld nálgast margvíslegar upplýsingar sem gagnast þeim í baráttunni við erlenda glæpahringi.
Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í afbrotafræði.
Hann er sama sinnis og Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, sem lýsti skoðun sinni í blaðinu í gær.
Lögreglufélag Vestfjarða og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, hafa efasemdir um ágæti Schengen-samstarfsins og telja það auðvelda landgöngu fólks sem hingað komi í því augnamiði að fremja glæpi.
Helgi hafnar þeirri kenningu að skipulögð glæpastarfsemi þrífist í skjóli Schengen-aðildar, sem í aðra röndina snýst um vegabréfalausa för fólks innan aðildarríkjanna. Þvert á móti veiti hún möguleika á samstarfi við lögregluembætti annarra ríkja. Aðildin veiti í raun og veru vernd gegn mansali og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Íslendingar væru berskjaldaðri án Schengen.
Helgi bendir jafnframt á að frjálsa förin sé líka ein af grunnstoðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Úrsögn úr Schengen ein og sér myndi því ekki hefta komu fólks til landsins.
Það sem þessi frétt og fleiri um ágæti Schengen gleyma að minnast á er að tvö lönd Evrópusambandsins hafa einmitt ekki tekið upp samkomulagið að öllu leiti, einungis þann hluta sem snýr að samvinnu lögreglu og dómstóla. Þessi tvö lönd eru Bretland og Írland. Nýir meðlimir ESB hafa þó ekki val, þeim er skylt að taka upp Schengen-samkomulagið í heild sinni.
Löndin þrjú sem eru grænlituð eiga eftir að aðlaga sig að samkomulaginu.
En hvað er meginmál Schengen-samkomulagsins? Samkomulagið felur fyrst og fremst í sér niðurfellingu vegabréfaeftirlits á innri landamærum og svo samvinnu á sviðum löggæslu. Þessu hafa margir reynt að spyrða saman við þann hluta EES sem fjallar um frjálsa för fólks á milli landa, en hafa ekki verið sannfærandi. Tökum sem dæmi Bretland.
Bretland er aðili að EES svæðinu, en er ekki innan Schengen landamæranna. Þar á frjáls för fólks innan EES við, og er öllum ríkisborgurum EES heimilt að koma til Bretlands og vera þar eins lengi og þeir vilja. En jafnframt hafa Bretar fullt vegabréfaeftirlit og geta því vísað fólki sem kemur frá EES landi til baka ef það hefur ekki skilríki eða vegabréf, og eins geta þeir séð samstundis við vegabréfaeftirlit ef viðkomandi er eftirlýstur innan Schengen.
En hvers vegna er Ísland aðili að Schengen? Þegar norðurlöndin þrjú sem eru í ESB tóku upp reglur samkomulagsins var það með þeim skilyrðum að samnorræna vegabréfaeftirlitið fengi að halda sér. Með því gat Ísland og Noregur orðið hluti af Schengen-svæðinu.
Hver er svo mín afstaða? Ég styð úrsögn frá samkomulaginu ef hægt er að viðhalda samstarfi á löggæslusviði.
Yfirþjóðlegar og alþóðlegar stofnanir Evrópu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Sæll Axel
Flott mynd hjá þér þarna!
Eiríkur Sjóberg, 6.11.2009 kl. 16:37
Hvor þeirra? Báðar eru reyndar stolnar af wikipedia.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.11.2009 kl. 16:39
Já, ég átti við þessa neðri, hef ekki séð hana áður...
Eiríkur Sjóberg, 6.11.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.