. - Hausmynd

.

Öfgasamtök og tjáningarfrelsi

Eftir harmfarirnar í Evrópu um miðja síðustu öld hefur tjáningarfrelsi verið heft í ákveðnum málaflokkum.  Oft eru þeir sem hafa öfgafyllstu skoðanirnar sakaðir um að dreifa hatursáróðri.

En hvað er tjáningarfrelsi?  Tjáningarfrelsi eru þau mannréttindi að geta tjáð sínar skoðanir án ritskoðunar eða annara hafta.  Oft er tjáningarfrelsinu sett ákveðnar skorður í lögum, t.d. sú að þú verður að geta sýnt fram á að fullyrðingar þínar um einstakling eða hópa séu réttar sé þess krafist.  Venjulega er ekki takmörkuð réttindi fólks til að hafa skoðanir á málefnum.  T.d. gæti einstaklingur mælt fyrir því að landamærum væri lokað, allir innflytjendur fluttir úr landi, þing leyst upp og hann gerður að einræðisherra.  Flestir myndu telja þann einstakling vera vitleysing, en það breytir því ekki að hann hefur rétt á þeirri skoðun og að tjá hana.

Tjáningarfrelsi er líka alltaf settar skorður af tjáningarfrelsi annarra.  Enginn getur sent frá sér tilkynningu um að Bónusverslanirnar um allt land verði lokaðar á morgun, eða gefið það út opinberlega að Davíð Oddsson væri að taka við forsætisráðherraembættinu.

Heimspekingurinn Atli Harðarson fjallar um tjáningarfrelsi á vísindavefnum og leyfi ég mér að birta niðurlag pistilsins:

Þótt það sé auðvelt að sýna fram á að réttindi eins hljóti að takmarkast af réttindum annarra er öllu snúnara mál að skýra nákvæmlega hvað mönnum skuli leyfast í krafti almennra mannréttinda og hvað ekki. Það er líka umdeilt hvort réttindi manna til lífs, frelsis og eigna og önnur almenn mannréttindi skuli takmarkast af öðru en sams konar réttindum allra annarra. Þeir sem aðhyllast frjálshyggju og einstaklingshyggju vilja helst að rétti einstaklinganna séu ekki sett önnur mörk. Á móti þeim standa félagshyggjumenn sem álíta að vilji eða hagsmunir meirihlutans geti takmarkað frelsisréttindi manna þótt þau rekist ekki beinlínis á rétt annarra einstaklinga.

 


mbl.is Nýnasistar kveðnir í kútinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Miðað við hvað nasisminn kostaði Þýsku þjóðina finnst mér það í sjálfu sér ekki skrítið að þeir taki hart á fylgjendum hans. Íslendingar hafa oft litla kallinn með hormottuna og hans stefnu og fylgjendur í flimtingum en þegar maður er búinn að búa svolítinn tíma í Evrópu finnur maður að fyrir fólki hérna er þetta engin gamanmál, hér bera menn raunverulegan ótta af þessari stefnu og taka á henni og fylgendum hennar í samræmi við það.

Einar Steinsson, 5.11.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Enda hefur útgáfa ýmis ritefnis sem einhverjir hópar hafa gefið út gengið á rétt annarra með staðhæfingum sem ekki standast.

Það er kannski best að taka það fram að ég er ekki sérstaklega að tala um þetta tiltekna mál, enda þekki ég það ekki.  Færslan sem slík er um tjáningarfrelsið og er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hversu mikið sé réttlætanlegt að skerða þau mannréttindi.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.11.2009 kl. 15:34

3 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Tjáningafrelsið er dýrmætt. Og vandmeðfarið!

73. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands hljóðar svo:

 [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)

 Þetta finnst mér viturlega orðað og hugsað. Tjáningarfrelsið er ekki takmarkalaust. Í raun er ekkert til sem heitir takmarkalaust frelsi. Tjáningarfrelsinu fylgir ábyrgð.

Eiríkur Sjóberg, 6.11.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband