. - Hausmynd

.

Umferðaröryggi

Þar sem svo margir eru búnir að blogga jákvætt við þessa frétt verð ég að koma smávægilegri gagnrýni á framfæri.

Einn af hættulegustu köflunum núverandi vegastæðis er undir Ingólfsfjalli og kemur það til vegna þeirra miklu vindhviðna sem blása þar niður.  Reyndar er gerð tillaga um það að rækta upp trjágróður norðan við nýja veginn til þess að draga úr hviðunum.  Til þess að komast frá þessum hættulegu veðurskilyrðum þyrfti vegstæðið að vera upp í fjallsrótum eða í um 4-5km fjarlægð frá fjallinu.  Þar sem ekki má leggja veginn upp við rætur fjallsins vegna vatnsverndarsvæðis hefði ég persónulega viljað sjá veginn sveigja til suðurs vestan við Kögunarhól og liggja sunnan við Selfoss.  Þetta væri eitthvað dýrara í framkvæmd, en þess í stað sæjum við færri bifreiðar og splundraðar hestakerrur utan vegar.

selsud.png

fok_bill

 


mbl.is Selfyssingar ekki lengur í alfaraleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er leið sem mér líst vel á og kemur fram á http://nhelgason.blog.is/blog/nhelgason/entry/993343/ frá því í gær.

Með þessari leið er verið að koma umferðinni á neðri byggðir og suðurstrandaveginn út fyrir Selfoss. Einnig að leiðin austur á suðurland fari neðan við Selfossbæ um Votmúlaveg.

Njörður Helgason 17.12.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband