10.2.2012 | 11:44
Samstöðurnar
Nú hefur stéttarfélagið Samstaða bæst við þá sem kvarta undan nafni hins nýja stjórnmálaflokks, en fyrir hafði bæjarmálafélagið Samstaða í Vesturbyggð látið í sér heyra.
Þá bíður maður bara eftir því að bæjarmálafélagið Samstaða í Grundarfirði, Samstöðulistinn í sameinuðu sveitarfélagi Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar (Hörgársveit í dag) og Samstaða í Þingeyjarsveit sem öll buðu fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum láti í sér heyra ásamt öðrum Samstöðum þeim óskyldum...
Samstaða er í skýjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2012 | 13:29
Þriðji valkostur?
Þar sem Reykjavík lítur aðallega á flutning flugvallarins til þess að komast yfir byggingarland þá hlýtur að vera í lagi að skoða flutning Sundahafnar og iðnaðarhverfisins sem þar er með allri sinni hættu.
Hægt væri að byggja upp stórskipahöfn og gámasvæði í Þorlákshöfn sem væri tengt höfuðborgarsvæðinu með vöruflutningarlest. Eldsneytið sem sparast við það að þurfa ekki að sigla fyrir Reykjanesið mælist í þúsundum lítra á viku, Reykvíkingar fá byggingarsvæði sem er mun hentugra en Vatnsmýrin þegar tekið er tillit til umferðaræða og sem bónus losna við ýmsan iðnað sem á ekki heima svona nálægt íbúðabyggð.
Lestin gæti svo stoppað líka við fyrirhugað gróðurhúsasvæði nálægt Hellisheiðarvirkjun og haldið áfram til Keflavíkurflugvallar með það grænmeti sem er fyrirhugað að flytja þaðan út með flugi.
Er nokkuð því til fyrirstöðu að skoða þetta?
Líti á flugvöllinn sem tækifæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2012 | 08:35
Engir styrkir til stjórnmálasamtaka
Ég hef lesið lögin um fjármál stjórnmálaflokka fram og til baka og fyrir hönd samtaka fullveldissinna átt bréfaskipti við Ríkisendurskoðun, en verð að lýsa mig ósammála túlkun Lárusar (ef rétt er eftir haft) um að stjórnmálasamtök eigi ekki að fá ríkisstyrkinn fyrr en eftir að ársreikningi er skilað. Samkvæmt mínum skilningi eiga þau stjórnmálasamtök sem skila ekki inn ársreikningi fyrir 1. október engan rétt á framlagi ú ríkissjóði.
3. gr. Framlög til stjórnmálasamtaka úr ríkissjóði.
Árlega skal úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum samkvæmt ákvörðun á fjárlögum hverju sinni. Fjárhæðinni skal úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn.
[Stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geta að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu, að hámarki 3 millj. kr. Umsóknum um fjárstyrk vegna kosningabaráttu skal beint til [ráðuneytisins]1) og skulu umsóknir berast eigi síðar en þremur mánuðum eftir að kosningar fóru fram. Umsóknum skal fylgja afrit reikninga fyrir kostnaði sem fjárstyrk er ætlað að mæta. [Ráðuneytið]2) getur sett nánari reglur um form umsókna og fylgigagna sem og um það hvaða kostnaður geti talist kostnaður við kosningabaráttu.
Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka skv. 1. mgr. er að viðkomandi samtök hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar skv. 9. gr.]9. gr. Upplýsingaskylda um reikninga stjórnmálasamtaka.
[Stjórnmálasamtök skulu fyrir 1. október ár hvert skila Ríkisendurskoðun reikningum sínum fyrir síðastliðið ár, sbr. 8. gr., árituðum af endurskoðendum. Ríkisendurskoðun skal í kjölfarið, eins fljótt og unnt er, birta útdrátt úr ársreikningi stjórnmálasamtaka með samræmdum hætti. Þar skal greina frá heildargjöldum og heildartekjum. Í útdrættinum skulu tekjur sundurliðaðar eftir uppruna þannig að greint sé á milli ríkisframlags, framlaga frá sveitarfélögum, framlaga frá lögaðilum, félagsgjalda og framlaga frá einstaklingum og einnig greint frá helstu stærðum í efnahagsreikningi. Greina skal sérstaklega alla móttekna afslætti frá markaðsverði sem og sölu á þjónustu, vöru eða eignum á yfirverði. Birta skal nöfn allra lögaðila sem veita framlög til stjórnmálastarfsemi sem og fjárhæð þeirra. Einnig skal birta nöfn einstaklinga sem veitt hafa framlög sem eru metin á meira en 200.000 kr.]
Nú ef minn skilningur er réttur þýðir þetta að önnur stjórnmálasamtök sem skiluðu inn ársreikningi of seint hafa fyrirgert sér ríkisstyrkinum. Ef ég man rétt þá var bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn of seinn líka.
Svo má spyrja sig hvort ekki sé tímabært að leggja sektir á þá sem trassa það í yfir þrjá mánuði að skila ársreikningi í samræmi við 12. grein laganna?
12. gr. Viðurlög.
[Hver sem tekur við framlögum, eða jafnvirði þeirra, sem óheimilt er að veita viðtöku skv. 6. gr. eða hærri framlögum en heimilt er skv. 7. gr. skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Hver sem skilar ekki upplýsingum eða skýrslum samkvæmt ákvæðum laga þessara til Ríkisendurskoðunar innan tilgreindra tímamarka skal sæta sektum. Sama gildir séu veittar upplýsingar ekki í samræmi við settar reglur.
Gera skal lögaðilum sekt fyrir brot á 1. eða 2. mgr.
Refsa skal fyrir brot samkvæmt þessari grein séu þau framin af ásetningi eða gáleysi.
Tilraun og hlutdeild í brotum samkvæmt þessari grein er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.
Heimilt er að gera upptæk til ríkissjóðs framlög sem tekið er við án heimilda eða umfram heimildir samkvæmt lögum þessum eftir því sem segir í VII. kafla A almennra hegningarlaga.]
Undirstrikanir mínar.
Fá ekki styrk fyrr en uppgjöri er skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2012 | 09:49
Mögulega enn fleiri
Það eru mögulega fleiri framboð en þau sem talin eru upp í viðbloggaðri frétt sem gætu boðið fram við næstu alþingiskosningar, og þá helst eftirfarandi:
- Frjálslyndi flokkurinn bauð fram í síðustu alþingiskosningum og þrátt fyrir að hafa fengið slæma útreið er flokkurinn ennþá starfandi á landsvísu og því ekki hægt að útioka hann.
- Borgarahreyfingin er líka starfandi og hefur fjárráð vegna þeirra ríkisstyrkja sem þau fá vegna góðs gengis í síðustu alþingiskosningum, en peningar eru nauðsynlegir þeim sem ætla í framboð til að fjármagna kosningabaráttu.
- Samtök fullveldissinna hafa gefið það út að þau hyggjast á framboð í næstu alþingiskosningum.
- Hægri Grænir með Guðmund Franklín í fararbroddi virðast hafa eitthvað innra starf og hefur tekist að fá örlitla umfjöllun í fjölmiðlum.
- Lýðfrelsisflokkur Guðbjörns tenórtollara og Friðriks Hansen (held ég) getur sennilega hugsað sér að bjóða fram lista ef þeir hafa mannskap í það.
- Þjóðarflokkurinn bauð fram síðast í kosningunum 1991 í samfloti með Flokki mannsins (nú Húmanistaflokkurinn) og gætu báðir þeir flokkar boðið fram þótt líklegra verði að telja að Húmanistaflokkurinn færi ekki nema í kosningabandalagi.
Svo veit maður ekki hver staðan verður eftir einhverjar vikur, það er svo mikil gerjun núna í pólitísku grasrótarstarfi utan stóru flokkanna og samvinna á milli hópa þökk sé sameiginlegri Grasrótarmiðstöð að hvað sem er getur gerst. En línur ættu að skýrast á árinu.
Í millitíðinni getið þið tekið þátt í skoðanakönnun hér til hægri.
Stefnir í framboð sjö flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2011 | 12:03
Hvorum treystir þú betur?
Hvorum treystir þú betur til að tala máli Íslands fyrir EFTA-dómstólnum, Árna Páli eða Össurri?
Ég verð að segja fyrir mitt leyti að Árni Páll fær minn stuðning, jafnvel þótt ég hefði úr öllum ráðherrunum að velja.
Skoðanakönnun til hægri. --->
Vel haldið á Icesave-máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2011 | 16:44
Landafræðikunnátta íslenskra blaðamanna
Bæði mbl.is og ruv.is birtu frétt um fyrirhugaða gróðurhúsaræktun í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar, en blaðamenn þeirra fá hinsvegar falleinkunn í landafræði.
Byrjum á mbl.is:
Ég efast stórlega um að gróðurhús verði reist á Hellisheiði, en heiðin er líka austan virkjunarinnar.
En rúv, útvarp allra landsmanna gerir margfalt stærri vitleysu.
Þeir hafa tekið sig til og fært heilt sveitarfélag yfir heiði og komið því fyrir 10 - 15km vnv af því svæði sem það var á.
Trúin flytur fjöll en Rúv flytur sveitarfélög.
OR gerir samning við Geogreenhouse | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2011 | 22:13
Milliríkjaviðskipti Íslands
Eins og ég skrifaði um fyrr í dag þá hef ég verið að lesa í gegnum tölur um milliríkjaviðskipti Íslands frá árinu 1988. Það virðist hafa hitt svo vel á að einmitt í dag sendu samtökin Já Ísland út fréttatilkynningu um hversu mikil viðskipti Íslands eru við Evrópu og því væri réttast að ganga í ESB og taka upp evru. Og svo kemur þessi ánægjulega frétt um að lánshæfiseinkun Brasilíu hafi verið hækkuð, en meira um það á eftir.
Byrjum að líta á vöruviðskipti Íslands við Evrópu.
Eins og sjá má hafa viðskipti okkar við Evrópu alltaf verið töluverð, enda sá markaður sem er okkur næstur, en samt sem áður hefur innflutningur frá Evrópu hægt og rólega minnkað vægi sitt en útflutningur til Evrópu aukist - sérstaklega til Hollands. Ef ekki hefði komið til þessa aukna útflutnings til Hollands hefði vægi útflutnings til Evrópu minnkað svipað og innflutningurinn. En hvað er þatta sem við fórum að flytja út í svona miklu magni til Hollands fljótlega eftir aldamót? Ál, og fyrir það er borgað í USD ekki EUR. Þannig að kannski helmingur útflutnings okkar til Evrulands er bókfært í USD.
En á þessu tímabili hefur Bretland farið úr því að vera okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður niður fyrir að hafa tíundahluta vægi.
En nóg um Evrópu. Lítum í staðin á nokkur áhugaverð lönd.
Útflutningur til Bandaríkjana hefur misst vægi sitt, og mun líklega halda því áfram þegar kaupmáttur annarra ríkja eykst, eins og hefur örlítið byrjað til Kína. En Kína er frekar land sem við flytjum inn frá og eigum líklega eftir að flytja mun meira inn beint þaðan. Noregur fær að fljóta með þar sem þeir eru okkar næstu nágrannar og við eigum gríðarleg viðskipti við þá sé tekið tillit til mannfjölda í Noregi.
Brasilía! Hvað gerðist 2009? Á tveim árum hefur Brasilía farið úr því að skipta okkur nánast engu máli upp í það að 9% af því sem við flytjum inn kemur þaðan.
Það er mín spá að á næstu 10 - 20 árum muni milliríkjaviðskipti okkar við BRICS-löndin fimm margfaldast og verða jafnvel meiri en við ESB og BNA til samans, í það minnsta hvað varðar innflutning.
Hægt er að sjá öll lönd í meðfylgjandi skjali.
Hækka lánshæfismat Brasilíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2011 | 11:23
Misræmi í tölum Hagstofunar?
Nú vill þannig til að ég var að fara í gegnum tölur Hagstofunar einmitt um útflutning og innflutning og ég fæ allt aðrar tölur. Gæti verið að þær tölur sem koma fram í fréttinni séu vöru- og þjónustu inn- og útflutning?
Þær tölur sem ég var að fara í gegnum eru vöruinn- og útflutningur eingöngu, en ég hafði áhuga á að skoða þróunina frá 1988. Meira um það síðar.
Frétt inn | Frétt út | Vefur inn | Vefur út | |
ESB | 56,20% | 70,50% | 51,96% | 77,61% |
Kanada | 1,50% | 1,30% | 1,71% | 0,44% |
Noregur | 7,90% | 4,40% | 9,06% | 4,24% |
Sviss | 1,60% | 1,80% | 1,38% | 1,82% |
Það væri gott að heyra frá einhverjum hversvegna þetta misræmi er. Öll gögn sem ég er með eru fengin hjá Hagstofu Íslands. http://hagstofa.is/Hagtolur/Utanrikisverslun
P.s. MBL mætti láta þess getið hvaða samtök óskuðu eftir þessari úttekt Hagstofunar, líkt og Vísir gerði.
70,5% útflutningsins fer til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2011 | 17:15
Áhugavert
Á stjórnarfundi SA sem sátu 18 stjórnarmenn af 21 voru 6 tilbúnir að leggjast gegn þessari ályktun og tveir sem sátu hjá. Hverjir af eftirtöldum teljið þið að hafi lagst gegn ályktuninni eða setið hjá, og hverjir gátu ekki mætt?
Vilmundur Jósefsson, formaður. | Samtök atvinnulífsins |
Grímur Sæmundsen, varaformaður | Bláa Lónið hf. |
Aðalheiður Héðinsdóttir | Kaffitár ehf. |
Adolf Guðmundsson | Gullberg ehf. |
Arnar Sigurmundsson | Samtök fiskvinnslustöðva |
Árni Gunnarsson | Flugfélag Íslands hf. |
Birna Einarsdóttir | Íslandsbanki hf. |
Finnur Árnason | Hagar hf. |
Friðrik Jón Arngrímsson | LÍÚ |
Guðmundur H. Jónsson | Norvik hf. |
Helgi Magnússon | Samtök iðnaðarins |
Hermann Guðmundsson | N1 hf. |
Hjörleifur Pálsson | Össur hf. |
Kristín Pétursdóttir | Auður Capital hf. |
Loftur Árnason | Ístak hf. |
Margrét Kristmannsdóttir | PFAFF hf. |
Ólafur Rögnvaldsson | Hraðfrystihús Hellissands hf. |
Rannveig Rist | Alcan á Íslandi hf. |
Sigríður Margrét Oddsdóttir | Já upplýsingaveitur ehf. |
Sigurður Viðarsson | Tryggingamiðstöðin hf. |
Tryggvi Þór Haraldsson | RARIK ohf. |
SA vill halda áfram aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.11.2011 | 15:00
Orðið spurninguna rétt!
Hér er enn eitt dæmið um spurningu sem er hönnuð til að fá sem besta útkomu. Hér ætla ég að svara tveim mismunandi spurningum frá mínu hjarta.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands?
Já. Ég sé ekkert að því að það sé þjóðgarður eða -garðar á hálendinu þar sem það á við.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að allt miðhálendi Íslands verði gert að þjóðgarði?
Nei, ég er ekki hlynntur því.
En út frá svörun við fyrri spurningunni álykta þessi ágætu náttúruverndarsamtök að fólk sé hlynnt því að allt miðhálendið verði gert að einum þjóðgarði þegar ekki er spurt beint að því.
Hafið spurninguna rétta til að fá rétta útkomu!
Meirihluti vill þjóðgarð á miðhálendinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy