. - Hausmynd

.

Ekkert kemur á óvart lengur

Það að framsóknar og sjálfstæðismenn vilji nú láta leika sama leikinn og 2004 kemur ekki mikið á óvart, en mikið er ég ósammála þeim.  Það á að leyfa þessu máli að renna sinn gang og fá endanlegan þjóðarvilja í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta blessaða fólk er kannski hrætt við að lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæði vegna einnar kannanar af þrem sem birtar voru í gær, en ég er þess fullviss að lögunum verði synjað í þjóðaratkvæði.  Hvað stjórnin gerir svo í framhaldi af því er annað mál, en stjórnarliðar virðast ætla að hengja líf stjórnarinnar við lögin þegar í raun enginn nema fjármálaráðherra þarf þess.

 


mbl.is Segir að forsetinn hafi verið blekktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála Axel

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.1.2010 kl. 12:57

2 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Sæll Axel.  Ég er mjög hlyntur þjóðaratkvæðagreiðslu almennt og skrifaði undir áskorun Indefence.  Ég er mjög ánægður í þessu máli að forsetinn hafi synjað lögunum undirskrift.

Ég er ekki ánægður með það að þjóðaratkvæðagreiðslur séu háðar mati eins einstaklings eða jafnvel einhverjum óræðum dutlungum.  Vil fá skýrar reglur og held að þorri landsmanna sé því sammála.

Ef forsetinn hefur breytt stöðunni og vakið upp talsverða umræðu sem hægt verður að snúa okkur í hag, kann að vera komið tækifæri til þess að ná enn hagfelldari lausn.  Þess vegna er ekkert að óttast þótt nú verði reynt að mynda þverpólitiska samninganefnd og fá sáttasemjara. 

Ef ekki er líklegt að það leiði til neins er hin leiðin enn fær og það er að fella þessa nýjustu útgáfu Icesavelaganna úr gildi.  Ef hagstæðara og sanngjarnara samkomulag næst, er engin ástæða til þess að kjósa um þessi lög, því hvorug niðurstaðan yrði betri hvort sem lögin falla eður ei.

Þess vegna er ég ósammála þér að menn séu eitthvað að víkjast undan með því að vilja nota tækifærið núna og sjá hvort stemning sé fyrir samvinnu innanlands í málinu.  Væri ekki óeðlilegt ef þetta fólk reyndi ekki að koma auga á ný tækifæri hverju sinni sem væru okkur til framdráttar?  Er ekki óeðlilegt að ganga um statt og stöðugt með fyrirframgefna hugmynd um niðurstöður allra mála?

Helgi Kr. Sigmundsson, 7.1.2010 kl. 13:26

3 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Ef ekki er líklegt að það leiði til neins er hin leiðin enn fær og það er að fella þessa nýjustu útgáfu Icesavelaganna úr gildi. 

Þarna átti auðvitað að standa

Ef ekki er líklegt að það leiði til neins er hin leiðin enn fær og það er að fella þessa nýjustu útgáfu Icesavelaganna úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Helgi Kr. Sigmundsson, 7.1.2010 kl. 13:28

4 identicon

Það skiptir ekki máli hvernig þessi kosning fer, hún er alltaf af hinu góða.  Samþykkjum við samninginn og þá verður þjóðin sáttari við hann og hengir hann ekki bara um háls Alþingis, fellum hann og þá hefur réttilega verið tekið fram fyrir hendur Alþingis.

Það sem mestu máli skiptir er að þeir sem þykjast hafa verið að vinna í þessum samning sýni þjóðinni í einföldu máli og tölum, hvað sé um að ræða, heildarskuldir Landsbankans, hversu mikið sé forgangskröfur, hverjir fái fyrst aðgang að því sem skilast inn úr eigna safni bankans, lánapakkann, fyrirvarana o.s.frv.  Ef forsetinn var blekktur, illa upplýstur o.s.frv. þá ber ríkistjórnin ábyrgð á því.  Hún á að koma frá sér kynningarbæklingi sem útskýrir málið, án málalenginga A, B, C o.s.frv.  Kynningin á þessu máli hefur verið til skammar, ekki ósvipað því og hvernig erlendum fjölmiðlum var leyft að miskilja höfnun forsetans. 

Ef ég á að segja Já við skuldsetningu minni þá verð ég að fá skýr svör og útskýringar hvers vegna, annars er auðvelda svarið alltaf Nei.

Ég þarf góða ástæðu til að verða ábyrgðarmaður á skuldabréfi, mun minni ástæður til að vera móttakandi greiðslu á skuldabréfi. 

Bjonr Jonasson 7.1.2010 kl. 13:30

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auðvitað yrði samningnum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu en við verðum að hugleiða hver muni hagstæðasti kostur þjóðarinnar í stöðunni. Vindáttin hefur snúist eftir ákvörðun forseta og ég tel að nú sé skynsamlegast að fara með allt málið á byrjunarreit, ráða nýtt fólk - og helst erlent - í samningsgjörðina og leita fulltingis annarra þjóða. Kosningar munu bara valda skaða og kljúfa þjóðina enn meir en orðið er.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 22:52

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sælir strákar og afsakið hvað ég svara seint.

Þegar ég les 26. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins finnst mér andi greinarinnar ekki gera ráð fyrir því að lögin séu felld úr gildi áður en þau fara í þjóðaratkvæði.  Það er ekki óheimilt að gera það, en spurning hversu "rétt" það er.  Ég er líka á þeirri skoðun að sterkasta vopn þjóðarinnar sé að fylgja ferlinu til enda og hafna þessum lögum.  Persónulega myndi ég vilja ganga enn lengra, en það er önnur saga.

Almenningur í mörgum löndum erlendis hreinlega öfundar ökkur af því tækifæri sem við höfum til að segja NEI! við lánadrottna, innheimtumenn þeirra og við þá ætlun ríkisstjórnarinnar að bjarga fjármálafyrirtækjum sem voru rekin ógætilega og senda almenningi reikninginn.

Varðandi upplýsingagjöfina þá hefur hún verið fyrir neðan allar hellur.  Nokkrir góðir einstaklingar alls staðar af úr hinu pólitíska litrófi hafa þó reynt að koma skilmerkilegum upplýsingum til skila.  Ekki er hægt að treysta ríkisstjórn til að upplýsa almenning á hlutlausan hátt um málefni þeirra laga sem verða lögð fyrir þjóðina og því styð ég hugmyndir Hreyfingarinnar og það sem þau kalla Lýðræðisstofu sem á að taka saman hlutlausar upplýsingar um viðkomandi málefni.  Fjölmiðlar eru og munu vera gagnslausir til þess þar sem þeir hafa og munu mynda sér ákveðnar skoðanir.  Það er bara eðli fjölmiðla bæði hér á landi og í flestum löndum að þeir skipa sér með sínum markaði.

Kannski helst til langt svar, en ég vona að þetta skýri afstöðu mína að einhverju leiti.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2010 kl. 23:14

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Fín samantekt hjá þér Einar Björn.  Í óvissunni felast tækifæri til breytinga.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2010 kl. 23:16

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel Þór, má ég benda þér á að þessi Lýðræðisstofa sem þú kallar svo er til og hefur verið til í meir en hálfa öld og á ég þar við Ríkisútvarpið. RÚV ber að sýna hlutleysi en sú reglugerð er brotin daglega því miður.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 23:17

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Góður punktur Baldur.  RÚV hefur því miður versnað með hverju árinu.  Nægilega slæmt var þetta á meðan flokksgæðingar sem voru skipaðir í útvarpsráð vildu vera með puttana í öllu, en eftir að "sjálfstæði" stofnunrinnar var "aukið" með umbreytingunni í .ohf hefur það bara versnað.

Lýðræðisstofa er ekki mitt orð heldur Hreyfingarinnar.

En þá er tvennt í stöðunni; fá RÚV til að fara eftir settum lögum, eða útbúa eitthvað nýtt apparat sem gæti séð um þær upplýsingar sem almenningur þarf á að halda vegna þjóðaratkvæða.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2010 kl. 23:23

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Taktu sértaklega eftir þessu:



Hver íslendingur þarf að bera 2,4 milljónir Kr. á meðan að hver hollendingur eða breti þarf að borga 10 þúsund Kr. per haus - ef þeir bera kostnaðinn.

Þetta var í einni af greinunum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:29

12 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hvet ykkur svo til að lesa frumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðsluna sem verður tekin fyrir á morgun.  Af því sem ég hef hlerað er það ekkert til að hrópa húrra fyrir, en það á að reyna að klára afgreiðslu á því fyrir lok dags.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2010 kl. 23:29

13 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mikið rétt Einar.  Ég var búinn að sjá þetta fyrr í dag, en þessi upphæð sem á að klína á íslenska skattgreiðendur er nánast skiptimynt fyrir Holland og Bretland.

Ég get heldur ekki tekið það nægilega oft fram að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfest er sjáfseignarstofnun fjármögnuð af bönkunum sem aftur eiga fjóra af sex stjórnarmönnum.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2010 kl. 23:35

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helsti mögulegi lagatæknilegi veikleikinn, er hvort sá sjóður hafi uppfyllt skilyrði tilskipunar ESB - B&H væntanlega benda á, að ekki hafi verið nægilegt fjármagn til staðar.

---------------------------------------

Þetta er hlægilegt frumvarp, að meirihluti Alþingis geti samþykkt að láta framkvæma þjóðaratkv.gr. Það hefur Alþingi alltaf getað, sbr. tvöföld þjóðaratkv.gr. 1944 - sambandsslit/stjórnarskrá.

Sú reynsla er fullkomin sönnun þess, að meirihluti Alþingis muni aldrei ákveða slíkt.

Algerlega tilgangslaust frumvarp.

Til þess eins hugsað, að þyrla upp ryki, slá sig til riddara fyrir ekki neitt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:51

15 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þar sem eftirlitsstofnun EFTA kvartaði ekki vegna framkvæmdar laganna um tryggingarsjóðinn er ég nokkuð viss um að ekki verði hægt að nudda okkur upp úr því.  Það er ekkert launungarmál að ég studdi aldrei þessa diplómatísku leið sem var farin og hefði viljað þvinga Breta og Hollendinga til að leita dómstóla.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2010 kl. 23:55

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, ég er sammála Einari, þarna liggur jarðsprengjan falin. Við vorum með of veikan Tryggingasjóð. Það er viss hætta á því að við yrðum hankaðir á þessu. En þetta er harður leikur og við megum ekki stökkva upp úr tæklingunum baráttulaust. Ólafur hefur breytt vindáttinni og nú verðum við að nýta okkur byrinn meðan hann varir. Mundu að bæði Bretar og Hollendingar vilja losna við þetta mál af borðinu.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 00:00

17 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Smá spuning til ykkar fyrir svefninn:

Ef tryggingasjóður var of veikur þá hlýtur íslenska lagaverkið að hafa verið of lélegt.  Ef íslenska lagaverkið hefur verið of lélegt hefði komið kvörtun frá eftirlitsstofnun EFTA.  Afhverju gerðist það ekki?

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2010 kl. 00:08

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er eini lagatæknilegi veikleikinn, sem ég held að geti hugsanlega valdið vandræðum.

Þetta er fyrst og fremst óvissa.

EFTA dómstóllinn, hefur annars úrskurðað okkur í vil, svo þ.e. engin hætta frá honum, í tengslum við neyðarlögin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.1.2010 kl. 00:08

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, líkurnar eru sennilega ekki mjög miklar, fyrst EFTA dómstóllinn, hefur úrskurðað okku í vil, um neyðarlögin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.1.2010 kl. 00:09

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel, ég þekki það ekki nógu vel, en ég giska á að lagaverkið sé í lagi, en þú veist nú að oftlega erum við ekki nógu harðir að fylgja eftir regluverkinu.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 00:13

21 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Góðan daginn strákar.

Þetta er einmitt stóra málið.  Það eru engar vísbendingar um það að tryggingasjóður hafi brotið þau lög sem hér voru sett eftir tilskipun ESB.  Engin eftirlitsstofnun kvartaiði nokkurntíman út af tryggingarsjóði fyrir utan ríkisendurskoðun, en þeir bentu ríkinu á að það gæti ekki talið sjóðinn til eigna þar sem um væri að ræða sjálfseignarstofnun.

Óvissan er það sem hræðir fólk í dag, en það er ekkert að óttast.  Það eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur.

En til þess að fyrirbyggja misskilning annara sem gætu lesið þetta þá tel ég engan vafa á því að tryggingasjóðurinn eigi að greiða út lágmarkstryggingar, en það kemur ríkinu og skattgreiðendum ekkert við frekar en önnur tryggingafélög.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2010 kl. 08:41

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tryggingasjóðurinn var hugsaður þannig að færi einn banki á hliðina myndu hinir rétta hjálparhönd, en menn höfðu einfaldlega ekki gert ráð fyrir kerfishruni - að allir færu á hliðina.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband