. - Hausmynd

.

Hvað með fyrirliggjandi frumvörp?

Nú verða sennilega einhverjir ósáttir við mig, en það verður þá svo að vera.

Á Alþingi liggja nú þegar fyrir tvö frumvörp (5. 118.) um þjóðaratkvæðagreiðslur sem væri eðlilegra að klára en að setja einhver einnota lög sem gilda bara um þessa einu þjóðaratkvæðagreiðslu.  Afhverju er ekki dustað rykið af þeim, þau afgreidd úr alsherjarnefnd og reynt að ná samstöðu um raunveruleg lög um þjóðaratkvæði frekar en það einnota skrýpi sem nú er lagt fyrir?


mbl.is Fundur hafinn á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er auðvitað af því að ríkisstjórnin er einnota!

corvus corax, 8.1.2010 kl. 13:38

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Þessi frumvörp fá líklega að safna ryki um ókomna framtíð enda hafa þingmenn og ráðherrar ekki áhuga á því að missa völdin til okkar, fólksins sem hér býr og reynir að halda reisn sinni þrátt fyrir valdníðslu framkvæmdavaldsins.

ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !

Ísleifur Gíslason, 8.1.2010 kl. 17:10

3 identicon

Ef að það ætti að taka þessi tvö frumvörp nú til afgreiðslu þá myndir þú greiða atkvæði í fyrsta lagi í águst september þá held ég að það sé betra að setja sér lög núna og halda síðan áfram með hin tvö og gera þetta þannig að við getum krafist þjóðaratkvæðis.

Eins og stað er núna segi ég já 

Viðar Magnússon 8.1.2010 kl. 19:56

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sælir strákar og takk fyrir innlitið.

Gaman að sjá þig líta hér inn Viðar.  Ég er ekki sammála þér að þessi tvö fyrirliggjandi frumvörp hefðu ekki verið afgreidd fyrr en seinnipart sumars ef vilji væri fyrir því á þingi að gera alvöru lög um þjóðaratkvæði.  Það hefði verið hægt að klára málið í sæmilegri sátt einhverntíman í næstu viku ef fólk væri nú bara tilbúið að vinna saman.  Stjórnarflokkarnir tveir og þeir þingmenn sem voru kosnir á vegum Borgarahreyfingarinnar höfðu sambærilegar hugmyndir um þjóðaratkvæði.  En nú hefur einnota frumvarp verið samþykkt og verður því svo að vera.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband