. - Hausmynd

.

Hagstofan réttari þegar kemur að alþjóðlegum samanburði

Ég hef bent á þetta af og til undanfarið ár.  Það að reikna fólk sem er í hlutastarfi með í tölum um atvinnuleysi skekkir allan samanburð, ekki bara á milli landa heldur líka við eldri tölur hér innanlands.

Skilgreiningin á atvinnuleysi í ársfjórðungstölum:

Atvinnulausir teljast þeir sem ekki voru í starfi í viðmiðunarvikunni, geta hafið störf innan tveggja vikna frá því rannsóknin er gerð og uppfylla auk þess eitthvert eftirfarandi skilyrða:
1. Hafa verið virkir í atvinnuleit sl. fjórar vikur að viðmiðunarviku
meðtalinni.2. Hafa fundið starf sem byrjar seinna, þó ekki síðar en innan þriggja mánaða.
3. Bíða eftir að vera kallaðir til vinnu.

En skilgreiningin á mánaðarlegum tölum er svo:

Tala atvinnulausra er reiknuð út frá samanlögðum fjölda
atvinnuleysisdaga hvers mánaðar deilt með meðalfjölda vinnudaga í
mánuði (21,67 dagur). F.o.m. 2001 er miðað við raunverulegan fjölda
virkra daga í mánuði við mat á meðalatvinnuleysi. Vinnuaflstölur, sem
notaðar eru til grundvallar hlutfallslegu atvinnuleysi, eru í raun
vinnuframboð (vinnuaflsnotkun auk atvinnuleysis) hvers árs skipt
eftir landshlutum í sömu hlutföllum og fjöldi vinnuvikna eftir
landsvæðum.

 


mbl.is Önnur skilgreining á atvinnuleysi gefur aðra mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það, og þakka þér fyrir að benda á þetta.

Það má líka minna á það að skekkja í könnun Hagstofunnar er meiri vegna þess að úrtak er lítið, mig minnir að ég hafi reiknað e-n tímann að staðalfrávikið sé 0.3%.

En þó má spyrja að því hvort mismunur stafi af því að 1) fólk sé í vinnu en samt á bótum 2) fólk sé erlendis í atvinnuleit

Árni Richard 15.1.2010 kl. 09:46

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Takk fyrir það Árni.

Vinnumarkaðskönnun Hagstofunar er náttúrulega ekki eins nákvæm og tölur Vinnumálastofnunar, enda er það skrifleg könnun þar sem úrtakið er einhver þúsund (man það ekki núna og nenni ekki að fletta upp á því).

En þegar lögum um atvinnuleysisbætur var breytt fyrir rúmu ári myndaðist ákveðin skekkja í samanburði og ég hef haft það sem þumalputtareglu að hægt er að fella hált til heilt prósentustig af tölumVinnumálastofnunar þegar verið er að bera atvinnuástandið hér við önnur lönd og innlendar tölur þar til á seinni helming árið 2008.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.1.2010 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband