. - Hausmynd

.

Samningsstaðan væri sterkust ef lögin væru felld í þjóðaratkvæði

Fyrir það fyrsta ætla ég ekki að trúa því að núverandi stjórnarflokkar muni standa að því að draga lögin til baka miðað við þær yfirlýsingar sem formenn þeirra höfðu árið 2004 þegar fjölmiðlalögin voru dregin til baka.  Ef þau láta verða af því eru þau (meiri) ómerkingar orða sinna.  Að forysta Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar styðji það kæmi mér ekki á óvart, en ég verð þó að viðurkenna það að ég var farinn að vona að einhverjar breytingar væru að gerast í Framsókn.  Það getur ekki verið að Hreyfingin styðji þetta - ég neita bara að trúa því.

Svo gæti samningsstaða þjóðarinnar ekki verið sterkari en í kjölfar synjunar laganna í þjóðaratkvæðagreiðslu - því hærra hlutfall sem segir NEI!, því betra.  Það bæði sýnir mikla andstöðu almennings og sýnir viðsemjendum okkar það að ef ekki náist ásættanlegir samningar er alltaf möguleiki á því að lög fari fyrir þjóðaratkvæði með tilheyrandi neikvæðum fréttaflutningi af þeirra málstað og tiltölulega jákvæðum af okkar.  Svo er það náttúrulega sú krafa hluta þjóðarinnar (mér meðtöldum) að það eigi ekki að semja, heldur láta vafamál fara fyrir dómstóla, til þess eru þeir.

Það að bakka með lögin er lagatæknilega í lagi, en ekki í anda stjórnarskrárnar, og mun festa neitunarvald forseta í sessi en ekki því að synjun undirskriftar leiði til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Mér finnst þessi hugmynd vera óttalega full af yfirburðamennsku.  Ráðamenn verða að átta sig á því að þeir fá valdið frá þjóðinni og starfa í þeirra umboði, en það vald sem við veitum þeim getum við alltaf tekið frá þeim.


mbl.is Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Það var alveg augljóst á fyrstu viðbrögðunum við ákvörðun forsetans, að ekki væri vilji til þess, hjá megin þorra þingmanna, að virða skilyrðislausan rétt þjóðarinnar.

Jón Lárusson, 15.1.2010 kl. 09:05

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn landana þriggja munu koma í veg fyrir það með öllum ráðum að icesave löginn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Með því að leyfa almenningi á Íslandi að að hafna því að axla fjárhagslega ábyrgð á gjaldþrota einkafyrirtæki, væru stjórnmálamenn endanlega búnir að opinbera sitt vanhæfi og ættu varla um annað að velja en að axla þá ábyrgð sem þeir gáfu sig út fyrir.  Það gildir fyrir fleiri lönd en Ísland.

Magnús Sigurðsson, 15.1.2010 kl. 09:27

3 identicon

Það ætti að vera ljóst að þegar við stóðum í fæturna í gegn um undirskriftir og nei forsetans, þá batnaði samningsaðstaða okkar verulega.

Nú þarf bara að klára málið, knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu og segja sannfærandi NEI.

Gullvagninn 15.1.2010 kl. 09:49

4 identicon

Algerlega sammála þér Axel, en því miður  held ég að engin verði þjóðaratkv greiðslan, fjórflokkurinn lætur það ekki gerast. Nú þarf bloggið að fara loga hreinlega til að koma í veg fyrir þetta pólitíska samráð fjórflokkanna.

15.1.2010 kl. 15:54

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mér sýnist við öll vera sammála um að þjóðaratkvæðagreiðslan sé nauðsynleg.  Ég mæli með því að við höldum áfram að þrýsta á það hvar sem við komumst að.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.1.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband