. - Hausmynd

.

Parkour

Parkour er svo sannarlega jaðaríþrótt, en hún varð fyrst þekkt eftir að kvikmyndin Yamakazi sló í gegn árið 2001.  Parkour hefur sérstaklega öðlast sinn sess í fátækrahverfum í Evrópu og hefur þaðan breiðst út.  Í byrjun þessa áratugar var töluverð sprenging í iðkun Parkour í austur-Evrópu.  Ég man sérstaklega eftir því að horfa á fréttaviðtal við nokkur pólsk ungmenni sumarið 2003, en þau gáfu nokkrar ástæður fyrir því hversvegna þau iðkuðu þessa list.  Fyrir það fyrsta var lítil sem engin aðstaða til annarar íþróttaiðkunar og ekki síðri ástæða var vegna þess að megin valkostur þeirra annar var fíkniefnaneysla eða ganga í glæpagengi.

En ég ætla að sýna ykkur tvö myndbrot.  Það fyrra er úr kvikmynd Luc Besson, Banlieue 13.

Það síðara er samansafn af myndskeiðum áhugamanna.

 

Svo má kannski bæta því við að eitthvað var ég búinn að heyra af því að Parkour væri kennt hér á landi, en ég man ekki hvar.


mbl.is Kattliðugir Kínverjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú samt lang skemmtilegasta Parkour myndbandið.

http://www.youtube.com/watch?v=i_mpNUl3swk

Fannar 20.1.2010 kl. 19:18

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það er kennsla í Parkour í íþróttahúsinu í Gerplu í Hafnarfirði. Ég fór þangað um daginn og tók nokkrar myndir af uppátækjunum. Þetta er alveg magnað að sjá. Tvær eru komnar á netið og fleiri á leiðinni.

http://www.flickr.com/groups/1307479@N20/

Ég mundi alveg hvetja foreldra til að skoða þetta nánar. Þessi íþrótt (þó hún vilji ekki láta titla sig sem slíkt) byggist á líkamlegum styrk, skjótri hugsun og gríðarlegri lipurð. Hún er alveg gjörsneydd öllu sem kallast ofbeldi enda byggð upp sem "flóttaíþrótt" :)

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 22.1.2010 kl. 13:24

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Má kannski líka benda á upphafsatriðið úr nýjust Bond myndinni "Casino Royal", þar er alveg svakalegt dæmi um svona Parkour gæja !

Ellert Júlíusson, 22.1.2010 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband