. - Hausmynd

.

Ekkert umboð

Ég segi það enn og aftur.  Frá 5. janúar síðastliðnum og þar til þjóðaratkvæðagreiðslan hefur farið fram hefur hvorki framkvæmdavaldið né löggjafarvaldið umboð í þessu máli.  Umboðið er hjá þjóðinni sem er að íhuga málið og mun gefa sitt bindandi svar næstkomandi laugardag.

Allt þetta stúss til að koma á nýjum samningum er ekkert annað en ósvífni við þjóðina og stjórnarskrá hennar.

Ekki bætir það heldur málin að sumir innan stjórnkerfisins reyna eins og þeir geta að tala mikilvægi þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu niður, og það sama gerir klappsveit þeirra hvar sem þeir geta.

Þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg málefni er eitt af því sem hávær krafa hefur verið um undanfarin ár, og nú loksins fáum við þá fyrstu á Lýðveldistímanum - bindandi þar að auki, en ekki ráðgefandi eins og þau lagafrumvörp sem nú liggja fyrir á þingi.  Það er því óskiljanlegt að horfa á marga þá sem hafa barist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum gera lítið úr henni og hafa jafnvel sagst ætla ekki að mæta á kjörstað.  Ég hvet þá, sem og alla aðra, til þess að mæta í sína kjördeild næstkomandi laugardag og sýna lýðræðisást sína í verki.


mbl.is Óbreytt umboð íslensku samninganefndarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband