. - Hausmynd

.

Ekki þingkosningar strax

Ef að núverandi stjórn tollir ekki saman eru fáir raunhæfir stjórnarmöguleikar í hendi miðað við núverandi skiptingu þingsæta.  VG eru ólíklegir til að vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum, og einhvernvegin sé ég ekki fyrir mér að stjórnarandstaðan vilji vera í stjórn með Samfylkingu.  Þjóðstjórn er falleg hugmynd sem var raunhæf fyrir ári síðan, en eftir átökin undanfarið ár sé ég ekki að það sé möguleiki í dag.

Ég sé í rauninni ekki nema einn möguleika ef stjórnin fellur og það er minnihlutastjórn VG og Framsóknar með hlutleysi Sjálfstæðisflokks.

En ég er alfarið á móti því að kosið verði til þings samfara sveitastjórnarkosningum.  Bæjarmálapólitík og landsmálapólitík er tvennt ólíkt og að ætla sér að keyra kosningabaráttu fyrir bæði á sama tíma hentar alls ekki, sérstaklega ekki utan höfuðborgarsvæðisins.  Nei, frekar vil ég sjá kosningar fara fram í haust ef það er nauðsynlegt.

 


mbl.is Hörð gagnrýni en vilja samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband