. - Hausmynd

.

Hvað er til ráða?

Ef að núverandi stjórn tollir ekki saman eru fáir raunhæfir stjórnarmöguleikar í hendi miðað við núverandi skiptingu þingsæta.  VG eru ólíklegir til að vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum, og einhvernvegin sé ég ekki fyrir mér að stjórnarandstaðan vilji vera í stjórn með Samfylkingu.  Þjóðstjórn er falleg hugmynd sem var raunhæf fyrir ári síðan, en eftir átökin undanfarið ár sé ég ekki að það sé möguleiki í dag.

Ég sé í rauninni ekki nema einn möguleika ef stjórnin fellur og það er minnihlutastjórn VG og Framsóknar með hlutleysi Sjálfstæðisflokks.

En ég er alfarið á móti því að kosið verði til þings samfara sveitastjórnarkosningum.  Bæjarmálapólitík og landsmálapólitík er tvennt ólíkt og að ætla sér að keyra kosningabaráttu fyrir bæði á sama tíma hentar alls ekki, sérstaklega ekki utan höfuðborgarsvæðisins.  Nei, frekar vil ég sjá kosningar fara fram í haust ef það er nauðsynlegt.


mbl.is Segir ríkisstjórn á brauðfótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki óskarplega ályktað hjá þér nafni. Stjórnin stendur höllum fæti því hluti stjórnarsinna virðast frekar telja sig geta komið sínum málum fram utan stjórnar en innan. Undarlegt það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 16:38

2 identicon

En væri ekki gaman að fá gömlu góðu dagan aftur, ætli gömlu góðu íslensku systkin vor muni ekki á ný fela Sjálfstæðisflokki vegu sína og treysta honum, því hann mun vel fyrir sjá.

Í margra augum er Sjálfstæðisflokkur sama sem guð og getur ekki gert rangt, þó hann vinni og geri óskiljanlega hluti, en þó okkur fyrir bestu.

Hroi 9.3.2010 kl. 00:03

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Takk nafni.  Fyrstu mistök núverandi stjórnar var hvernig staðið var að umsókninni að ESB.  Þær starfsaðferðir sem komu í ljós á þinginu þá voru fræ sundrungar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu.  Að draga umsóknina til baka myndi gera mig ánægðan en ekki laga ástandið á þinginu.

Hroi.  Stór hluti fylgisaukningar Sjálfstæðisflokksins undanfarið kemur vegna mikillar óánægju við stjórnina.  Ef við sjáum tvö eða fleiri sterk ný framboð við næstu þingkosningar tel ég að þau gætu átt góða möguleika á því að taka fylgi frá gömlu flokkunum (ég tel Samfylkingu og VG með í þeim hóp).

Ég held að þingstörfin myndu breytast til muna ef þörf væri á að mynda samsteypustjórnir eða minnihlutastjórnir í stað fjórflokkakerfisins sem við búum við í dag.  Það gæti kennt fólki að vinna meira saman og dregið úr átakastjórnmálum.

Sá flokkur sem ég er í, Samtök Fullveldissinna, hefur í huga að bjóða fram í næstu þingkosningum.

Axel Þór Kolbeinsson, 9.3.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband